Dagblað

Tölublað

Dagblað - 30.11.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 30.11.1925, Blaðsíða 1
Mánudag 30. nóvember 1925. ÍDagðfað I. árgangur. 252. tölublað. YITNISBURÐUR einstaklings- ins um menn og máiefni ræður tíðum mestu hver heildarniðurstaðan verður hjá Ijöldanum, og hvern veg al- menningsálitið stefnir. Hin sam- eiginlega umsögn,' sem skapar almenningsálitið er máttug og áhrifamikil og nær hámarki sínu í rikjandi heimsskoðun. Flestir eru svo gerðir, að þeim er ekki sama hvað um þá er sagt og una því illa, að þeir séu mjög affluttir, einkum við ókunnuga, eða ranglega sagt frá því, sem miklu varðar að rétt sé með farið. — Reyndar verða sumir að sætta sig við það hlut- skifti, að orð þeirra og athafnir sé rangfærð og umsnúin, og alt, sem er aðhafst jafnan lagt út á versta veg. Peir verða einskonar bitbein rógbera og níðtanna, og þegar almenningsálitið réttlætir lastmælgina mun mörgum finn- ast það þungt í vöfum. Pað er ilt fyrir einstaklinginn að búa við rangdæmið en samt «nn verra fyrir heilar þjóðir. 'Og llcstum reynist erfið leiðih iií réttlætingar þegar sækja vcrð- ur i móti andstöðu heildarálits- ins, eða gegn stóradómi arftek- innar heimsskoðunar. Sjálfdæmi íslendinga er mjög einhliða og ósjaldan ranglátt, vegna misskilins frægðarorðs smaþjóðarinnar um löngu liðin afrek. — Reyndar er sjálsálitið ¦og traustið á sina eigin hæfi- leika nauðsynlegt en þvi verð- ur að vera svo i hóf stilt að bað leiði ekki til öfga ættar- drambs né þjóðernis-gorgeirs. Þess vegna er oft takandi meira mark á áliti aðkomu- mannsins en heimaalningsins, og hafa t. d. margir útlending- ar verið glöggskygnari á bresti vora og þjóðargalla heldur en vér sjálfir. — Þáð er síður en svo, að yitn- isburður margra útlendinga • sé 'éttur og óhlutdrægur og er ttm- aögUísumra jafnvel svo, að henni er ekki trúað af þeim, sem minst þekkja til okkar, hvað þá af öðrum. (Sbr. lýsingn »Móra« á landi og þjóð). En hinsvegar er oft glögt gestsaugað, og útlend- ingurinn tekur eftir því, sem fram bjá okkur sjálfnm fer af vana og meðfæddu athugunar- leysi. Það er sjálfsagt að taka tillit til þess, sem réttilega er bent á og engu síður þótt það séu útlendingar, sem þar bafa orðið. Er að mörgu leyti tak- andi meira mark á athugun þeirra, heldur en áliti okkar sjálfra, þvi mikil sannindi eru i gamla málshæUinum: »blindur er hver i sjálfs sín sök«. Og svo er einnig þess að minnast, að hafa skyldi holl ráð, hvaðan sem þau koma. -m.-n. Utan úr heimi. Khöfn, FB., 28. nóv. '25. Ný stjórn ( Frakklandi. Briand heflr myndað eins kon- ar centrum-ráðuneyti, sem þó verður að kallast vinstrimanna stjórn. Briand er forsætis og utan- ríkisráðherra, Chautemps dóms- málaráðherra, Daladier innan- rikisráðherra, Leucheur fjár- málaráðherra, Painleve hermála- ráðh. Ætlað er að ráðh. muni fvamvegisnjóta jafn mikils trausts hver hjá sínum flokki. Fjár- málanefnd var strax sett á stofn fjármálaráðh. til aðstoðar. íjóðverjar samþykbja ákrarð- •nir LoGarno-fundarins. Simað er frá Berlin, að Lo- carno-samþyktin hafi verið sam- þykt í gær við þriðju umræðu í þinginn. Fjármál Finna. Simað er frá Helsingfors, að . rikisdagurinn haíl lögleítt gull- myntarfót. JarðarfSr Alexondra. Símað er frá London: Hin opinbera jarðarför fór fram í Westminster í gær með ákaflegri viðhöfn. Kistan verður ílutt i dag í kyrþey til Windsor og jarðsett þar. Khöfn 29. nóv. 1925. Uudirskrilt Locarno-samn- ingBÍns. Símað er frá Berlin, að full- trúanefndir eigi að skrifa undir Locarno-samþyktirnar,^ ásamt Hindenburg. Fór hann í dag til London. Undirskriftinfer fram á þriðjudag. Hðfnðfataskifti. Símað er frá Konstantinopéí, að þjóðþingið hafi bannað með lögum að nota hin gömlu forn- helguðu höfuðföt Tyrkja, fezana og túrbanana. Margir ættflokkar hafa gert þetta að trúaratriði og eru mjög gramir yfir þessutn nýju lögum. Pðlfor. Simað er frá Osló, að Sver- drup efist nú mjög um, að hægt verðí að láta verða af fransk- norsku pólförinni. Smyglaraskipið komið til Vestmannáeyja. (Eftir símtali í morgun). í gær kom mótorskip að nafnt Mystere inn til Vastm.eyja, til að fá sér malvæli. Er það sama skipið og sézt hefir þar úti fyrir og grunað var um vínsmyglun. Lögreglan fór strax á skipsfjöl og rannsakaði farm skipsins, Og reyndist hann vera 15 þús. litr. af áfengi. Eftir skipsskjölunttm að dæma átti skipið að fara til Rússlands. Skipstjóri heíir verið settur i varðhald og rannsókn hafin. n

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.