Dagblað

Eksemplar

Dagblað - 30.11.1925, Side 1

Dagblað - 30.11.1925, Side 1
Mánudag 30. nóvember 1925. I. árgangur. 252. tölublað. kDagGlað YITNISBURÐUR einstaklings- ins um menn og málefni ræður tíðum mestu hver heildarniðurstaðan verður hjá fjöldanum, og hvern veg al- menningsálitið stefnir. Hih sam- eiginlega umsögn, sem skapar almenningsálitið er máttug og áhrifamikil og nær hámarki sínu i ríkjandi heimsskoðun. FJestir eru svo gerðir, að þeim «r ekki sama hvað um þá er sagt og una því illa, að þeir séu mjög affluttir, einkum við ókunnuga, eða ranglega sagt frá því, sem miklu varðar að rétt sé með farið. — Reyndar verða sumir að sætta sig við það hlut- skifti, að orð þeirra og athafnir sé rangfærð og umsnúin, og alt, sem er aðhafst jafnan lagt út á versta veg. Þeir verða einskonar bitbein rógbera og níðtanna, og þegar almenningsálitið réttJætir lastmælgina mun mörgum flnn- ast það þungt í vöfum. Það er ilt fyrir einstaklinginn að búa við rangdæmið en samt enn verra fyrir heilar þjóðir. Og flestum reynist erfið leiðin til réttlætingar þegar sækja verð- ur í móti andstöðu heildarálits- ins, eða gegn stóradómi arftek- innar heimsskoðunar. Sjálfdæmi íslendinga er mjög einhliða og ósjaldan ranglátt, vegna misskilins frægðarorðs smáþjóðarinnar um löngu liðin afrek. — Reyndar er sjálsálitið •og traustið á sfna eigin hæfí- ieika nauðsynlegt en þvf verð- ur að vera svo í hóf stilt að það leiði ekki til öfga ættar- drambs né þjóðernis-gorgeirs. Þess vegna er oft takandi nieira mark á áliti aðkomu- mannsins en heimaalningsins, og hafa t. d. margir útlending- ar verið glöggskygnari á bresti vora og þjóðargalla heldur en vér sjálflr. — l*að er siður en svo, að vitn- isburður margra útlendinga sé réttur og óhlutdrægur og er um- sö8o sumra jafnvel svo, að henni er ekki trúaðafþeim, sem minst þekkja til okkar, hvað þá af öðrum. (Sbr. lýsingu »Móra« á landi og þjóð). En hinsvegar er oft glögt gestsaugað, og útiend- ingurinn tekur eftir því, sem fram bjá okkur sjálfum fer af vana og meðfæddu athugunar- leysi. Það er sjálfsagt að taka tillit til þess, sem réttilega er bent á og engu siður þótt það séu útlendingar, sem þar hafa orðið. Er að mörgu leyti tak- andi meira mark á athugun þeirra, beldur en áliti okkar sjálfra, því mikil sannindi eru í gamla málshættinum: »blindur er hver i sjálfs sín sök«. Og svo er einnig þess að minnast, að hafa skyldi holl ráð, hvaðan sem þau koma. -m.-n. Utan úr heimi. Khöfn, FB., 28. nóv. ’25. Ný sfjórn f Frahklandi. Briand heflr myndað eins kon- ar centrum-ráðuneyti, sem þó verður að kallast vinstrimanna stjórn. Briand er forsætis og utan- rikisráðherra, Chautemps dóms- málaráðherra, Daladier innan- rikisráðherra, Leucheur fjár- málaráðherra, Painleve hermála- ráðh. Ætlað er að ráðh. muni fvamvegis njóta jafn mikils trausts hver hjá sínum flokki. Fjár- málanefnd var strax sett á stofn fjármálaráðh. til aðstoðar. Pjóðverjar samþykkja ákvarð- anir Locarno-fundarins. Símað er frá Berlin, að Lo- carno-samþyktin hafí verið sam- þykt í gær við þriðju umræðu í þinginu. Fjármál Flnna. Simað er frá Helsingfors, að . rikisdagurinn hafí lögleitt gull- myntarfót. Jarðarför Álexöndru. Símað er frá London: Hin opinbera jarðarför fór fram í Westminster í gær með ákaflegri viðhöfn. Kistan verður flutt í dag í kyrþey til Windsor og jarðsett þar. Khöfn 29. nóv. 1925. Undir8kriít Locarno-samn- ingsins. Símað er frá Berlín, að full- trúanefndir eigi að skrifa undir Locarno-samþyktirnar,^ ásamt Hindenburg. Fór hann í dag til London. Undirskriitinfer fram á þriðjudag. Höfuðfataskifti. Símað er frá Konstantinopél, að þjóðþingið hafí bannað með lögum að nota hin gömlu forn- helguðu höfuðföt Tyrkja, fezana og túrbanana. Margir ættflokkar hafa gert þetta að trúaratriði og eru mjög gramir yfír þessum nýju lögum. Pólför. Símað er frá Osló, að Sver- drup efíst nú mjög um, að hægt verðí að láta verða af fransk- norsku pólförinni. Smyglaraskipið komið tll Vestmannaeyja. (Eftir simtali í morgun). í gær kom mótorskip að nafni Mystere inn til Vastm.eyja, til að fá sér matvæli. Er það sama skipið og sézt hefír þar úti fyrir og grunað var um vinsmyglun. Lögreglan fór strax á skipsfjöl og rannsakaði farm skipsins, og reyndist hann vera 15 þús. iitr. af áfengi. Eftir skipsskjölunúm að dæma átti skipið að fara til Rússlands. Skipstjóri hefír verið settur í varðhald og rannsókn hafln.

x

Dagblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.