Dagblað

Tölublað

Dagblað - 30.11.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 30.11.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ Leikir ogleikhús. Frh. 1873 tók Stúdentafélagið sig til og ákvað að það skyldi leika. Skandinavía var þá að verða að sjúkrahúsi, og stúdentarnir sneru sér að Glasgow. Far var stór salur í miðju húsinu, og með því að setja þar upp pall bæj- arins og upphækkuðu bekkina frá Jóni Guðmundssyni, var þar betri staður til að leika í, en á Skandinavíu. Þar kom fram um veturinn »Skuggasveinn« Matt- híasar Jochumssonar, sem vdr breyting á »Útilegumönnunum«. Þar kom »Nýjársnóttin« aftur, og þar voru leiknir »Hellis- menn« i fyrsta sinni. Þess utan var »Sængnrkona« Holbergs leikin þar, og »Neyddur til að giftasta, eflir Moliére. Væntan- lega hafa hinir ódauðlegu guðir öfundað Stúdentafélagið af allri þessari voða þjóðrækni, því Sig- urður Guðmundsson málari dó seint á sumri 1874, og Jón Guð- mundsson seldi Þjóðólf, og féll frá litlu siðar. En við eigenda- skiftin hætti Þjóðólfur að vera leiksaga Reykjavikur. Sigurður Guðmundsson hafði málað tjöld og andlit leikenda. Jón Guð- mundsson hafði klappað hátt og feimnislaust, og hrópað »bra- vó«, hvenær sem honum þótti vel leikið. Þjóðólfur hafði ávalt hrósað og mælt með hverju því, sem mæla mátti með, þegar leikið var. En nú byrjaði hann oft að rifa niður þessar tilraun- ir bæjarmanna, einkum af því að fátækt fólk væri að sækja leikina meira en það hefði efni á. — Það var fjárhaldsmenska fyrir fátæka. Þessar þrjár stoðir voru falln- ar undan leiktilraunum bæjar- manna, og þeim, sem við þær höfðu fengist, var það mikill skaði. Samt lék ýmislegt heldra fólk bæj- arins »Misskilninginn« eftir Gold- smith, og 1879—80 léku stú- dentar, kandidatar og nokkrar yngismeyjar bæjarins, »Apríl- narrana« og »Nei« eftir Heiberg, »Andbýlingana« eftir Hostrup og »Jeppe paa Bjergeta eftir Holberg. Þá var aftur leikið á Skandinaviu, og eins veturinn 1881—82, og var þá leikið »Æfln- týri á gönguför«, þýtt á íslenzku, »Nýjársnóttin«, »Milli bardag- anna« eftir Björnson, þýtt á ís- lenzku, og »Pernillu stutta jóm- frú stétt«, þýtt eftir Holberg. Leikirnir voru farnir að íslenzk- ast algerlega. Við öll þessi tæki- færi og upp undir 1890 var það aðallega Morten Hansen, sem lék hlægileg hlutverk með af- brigðum, og 1882 kom Kristján Þorgrímsson fram í fyrsta sinni sem leikari. Borgin. Sjávarftfll. Síðdegisháflæður kl. 5,18 i dag. Árdegisháflæöur kl. 5,35 i fyrramálið. Nætnrlæknir Ólafur Porsteinsson, Skólabrú 2. Sími 181. Nætnrvörðnr i Rvíkur Apóteki. Tíðarfar. Norðlæg átt víðast i morgun og alstaðar frost. Mest á Hólsfjöllum 7 st., Raufarh. 4, ísaf. 3, annarstaðar 1—2 st. í Khöfn var 2 st. frost, Færeyjum 2 st. hiti, á Jan Mayen 6 st. frost, og í Ang- magsalik, í gær, 4 st. frost. — Loft- vægishæð 744 við Vesturland. Búist er viö fremur hægri norðlægri og norðvestlægri átt með snjókomu sumstaðar á Norður- og Vesturl. Stndentadagnrinn. Á morgun efna stúdentar til hátiðahalda, eins og undanfarin ár. Kl. 1 safnast stú- dentar saman á Mensa og ganga paðan í skrúðfylkingu að Háskól- anum. Sveinn Björnsson, fv. sendi- herra flytur ræðu af svölum Al- þingishússins, en Iúðrasveitin spil- ar á undan og eftir. Kl. 4'/» verður fjölbreytt skemtun i Nýja Bíó, og um kvöldið verður danzleikur fyrir stúdenta haldinn i Iðnó. Iglendingabók liggur frammi i anddyri Háskólans á morgun, og geta þeir sem vilja skráð þar nöfn sin. Hjóskapnr. Á laugardaginn voru gefln saman í hjónaband Sofiía Johnsen (dóttir Gísla konsúls) og Isleifur Arnason stud. jnr. frá Geitaskarði. Voru þau gefin saman í Dómkirkjunni af séra Bjarna Jónssyni. XálTerkagyning Finns Jónssonar verður ennþá opin í nokkra daga. Esja fer héöan liklega ekki fyr en á miðvikudagskvöld. H)ag6lað. Bæjarmálablað. Fréttablað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Simar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 siðd. Afgreiösla: Lækjartorg2. Sími744. Opin alla virka dsga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. Alliance Framjaise. Fundifélagsins sem halda átti í kvöld (30. nóv.) er af sérstökum ástæðum frestað til næsta miðvikudagskvölds (2. des.) og hefst þá kl. 8'/j í litla salnum hjá Rosenberg. Lögreglncftirlitið. Dagblaöið þyk- ist vita, að lögreglan gæti vandlega þeirra fyrirmæla, sem henni eru gefin um strangt eftirlit með lokun kaffihúsa og ölbúða hér i bænum, en heyrst hefir að spilað sé sum- staðar og knattborðsleikir iðkaðir fram eftir, nóttunni. En væntanlega erlitiðeftir þessueins ogöðru, sem lögreglunni kemur við. Peningar; Sterl. pd....... Danskar kr...... Norskar kr...... Sænskar kr...... Dollar kr....... Gullmörk........ Fr. frankar .... Hollenzk gyllini Pósthvarf í Esju. Kyrsetning og rjettarrannsókn. Á laugardagskvöldiö barst póststjórninni skeyti frá Esju um aö póstsins frá Húsavik væri saknað. Skipið var þá á leið frá Vestmannaeyjum og kom það hingað i gærmorgun, en var bannað að leggja að landi. Lagðist það út á ytri höfn og fór lögreglan strax á skipsfjöl og var þegar hafin rjettarrannsókn. Stóð hún yfir til kvölds, en ekkert varð upp- víst um hvernig á pósthvarfinu stæði. Engum farþegum var hleypt í land fyr en rannsókn var um garð gengin og kom skipið ekki upp að hafnarbakk- anum fyr en kl. 6 i gærkvöld. Póstsins hafði verið saknað eftir að Esja fór frá Raufar- 22,15 113,88 93,27 122,54 4,58>/* 108,98 17,94 184,37

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.