Dagblað

Tölublað

Dagblað - 01.12.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 01.12.1925, Blaðsíða 1
Þriðjudag 1. desember 1925. H)agBlað I. árgangur. 253. tölublað. FULLVELDI íslands var lengi mesta áhugamál mikils hluta landsmanna, og margir töldu öllu náð, þegar fullveldið fékst viðurkent — á pappírnum. Síð- an hafa flestir lifað í þeirri sælu iru, að sjálfstæðismálinu væri endanlega borgið og út af því þyrfti ekki framar að bera nein- ar áhyggjur. Mætti því eingöngu gefa sig við innanlandsmálun- um innan hinnar rúmgóðu um- gjarðar fullveldisins. Þeir sem efast hafa um að sjálfstæðismálinu væri fullkom- lega leitt til lykta með sam- bandslögunum frá 1. des. 1918, hafa annaðhvort verið álitnir fól eða fáráðlingar, og ekki þyrfti að eyða orðum að jafn- sjálfsögðu atriði og því, að full- veldi vort væri fullkomið og ^aranlega trygt. Þegar sambandslögin voru á döfinni, var töluverður hluti manna sem efaðist um ágæti þeirra, og nokkrir sem sýndu því ákveðna andstöðu strax í upphafi. — Og það er óhætt að slá því föstu, að sjálfstæðismál íslendinga er engan veginn úr sögunni, þótt sambandslögin sé komin til framkvæmda, það sem þau ná. Sjálfstæðismál landsins eru svo margþætt og víðtæk, að aldrei má slá af þeim hendinni. Og eftir fenginni reynslu er full ástæða til að taka fastari tök- "m á þeim en verið hefir og bvika í engu frá réttum mál- stað bg rétti vorum samkvæmt lögunum. Hrein og undirhyggju- laus samvinna á sameiginlegum grundvelli við sambandsþjóðina er jafn-sjálfsögð fyrir því, þótt velvakandi séum vér Islending- ar i öllum málum vorum út á v'° sem inn á við. Gleði vor T"r fengnum sigri á sjálfstæðis- brautinnj a ekki eingöngu að skapa 0SS þrótt til friðsamlegra framkvæmda innanlands, heldur einnig faera oss þá útsýn, sem til mestrar blessunar megi ^erða þjóð vorri. Utan úr heimi. Khöfn, FB„ 30. nóv. '25. Baunið í Noregi. Símað er frá Bergen, að Mowinckel hafi skýrt frá því, að stjórnin hafi í hyggju, að leggja fram frumvarp til Þjóð- aratkvæðagreiðslu á komandi vori, um brennivínsbannið. Otfriðri í Miðjarðarhafi. Símað er frá Sikiley, að vegna geysilegs óveðurs i Mið- jarðarhafi hafi flóðbylgjur víða geysað á land og valdiö stórtjóni. Béttarbót hjá llúsamn. Símað er frá Mpskwa, að stjórnin hafi ákveðið, að fólk geti í flestum tilfellum fengið aftur erfðarétt sinn. Innlend tíðindi. um laugardögum fyrir allar stórhátíðir. t*á séu verslanirnar lokaðar og alls ekki verslaö með vínin. ísafirði, FB., 30. nóv. '25. Umdæmisstúkan hér hélt fund með kjósendum laugardagskvöld. Um 300 mættu. Þessar tillögur voru samþyktar í einu hljóði: Fundurinn skorar á Alþingi, að gera á næsta þingi þær breytingar á áfengislöggjöfinni, að útsala Spánarvína eða opin- berar veitingar verði eigi hafð- ar á öðrum stöðum en þeim, þar sem meiri hluti kjósenda samþykkir með leynilegri at- kvæðagreiðslu og bæjar eða sveitastjórn leggur á samþykki sitt. Fundurinn skorar á ríkis- stjórnina: 1. Að láta þeim einum eflir verslun Spánarvina, sem ekki versla með neina aðra VÖru- tegund. 2. Að skipa svo fyrir að áfengisverslun rikisins sé iokað kl. 6 síðdegis, aö undanskyld- Frumlegir ritskýrendur. Svo virðis.t sem mikill áhugi sé að vakna vor á meðal fyrir íslezkum bókmentum. Fyrir skömmu gaf prófessor Sigurður Nordal út Völuspá með skýringum og nú í ár hafa þeir S. Á. Gíslason og tveir aðrir vísindamenn, sem fyrir hógværð- arsakir vilja ekki láta nafna getT ið, tekið sér fyrir hendur að skýra hin torskildustu atriði í kvæðum Bjarna Thorarensen's. Þrátt fyrir það þótt þessir menn séu ekki á eitt sáttir, þá bera þó skýringar þeirra vott um gjörhygli vísindamannsins og frumleik hugsjónamannsins. Deilan á rót sína að rekja til þess, að S. Á. G. hafði í blaða- grein farið nokkrum orðum um hamra mótlætisins, sem hvíldu á sumum mönnum. Þetta finst »tveim kunningj- um« óviðkunnanlegt orðalag, en S. Á. G. fann stoð sína i orð- um Bjarna Thorárensen's í kvæðinu um Odd Hjaltalín og hermir S. Á. G. erindið á þessa leið: — »Enginn ámæli peim, sem undir hömrum liggur, þótt hann æpi ekki eftir nótum«. Þessi óráðvandlega meðferð fumtaxtans varð »tveim kunn- ingjum« þyrnir í augum, og auk þess töldu þeir skilningi S. Á. G. á erindinu ábótavant. Samkvæmt þekkingu sinni á eðlislögmálum mannlegs likama ályktuðu þeir, að björgin sem B. Th. talar um (hamrar S. Á. G.) gætu ekki verið heil klettabelti, þar sem hverjum manni væri ofvaxið aö gefa hljóð frá sér undir slikum

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.