Dagblað

Tölublað

Dagblað - 01.12.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 01.12.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ kringumstæðum, heldur ætti skáldið hér við stóra steina (hnullungssteina eða skorsteina?), og hefir S. Á. G. nú sætt sig við þá skýringu. í*að má furðulegt heita, að hvorki visindamenn vorir né al- þýða manna skuli ekki fyr hafa rekið augun í þessa skýringu, svo einföld og sjálfsögð sem hún er. Því eins og kunnugt mun, hafa menn hingað til »misskil- ið« erindið á þá leið, að sá, sem um ræðir í kvæði B. Th. hafi hrapað fyrir björg og liggi fyrir neðan þau með »limu brotnaa. Mega nú allir sjá yfirburði hinn- ar nýju skýringar! Það má segja S. Á. G. til hróss, að enda þótt honum hafi fatast meðferð málsins i sum- um atriðum, þá á hann í raun ng veru upptökin að þessari andríku skýringu, enda þótt honum auðnaðist ekki að færa hana í alþýðlegan búning. Heið- urinn af því eiga »tveir kunn- ingjar«. — Hér hefir farið sem oftar, að um leið og vísindamenn deila, þá styðja þeir hverir aðra í sannleiksleitinni, hver sem skjöld- inn ber að lokum. Og mega þá allir vel við una. Tveir þakklátir Ijóðvinir. Dan m erkurf réttir. (Úr tilkynningu frásendih. Dana). Ofviðri á Norðursjónnm. I miðri vikunni sem leið, geisaði ofsaveður og stórhríð yfir Jót- landssíðu og Norðursjó. — Fór því konungur landveg yfir Ham- borg—Vlissingen, og kom til London á fimtudagskvöld með föruneyti sínu. Frá London var simað, að samgöngutruflanir sé á sjó og landi. — Tinnureitendur bændastéttar- innar hafa farið fram á 25% launalækkun, en verkamenn 10% kauphækkun. Úrskurðarmenn hafa fastákveðið 10% launa- lækkun frá> 1. des., og hefir það, samkv. blaðafregnum verið sam- þykt af báðum aðiljum. Minningarorð um Alexöndru drotningu. Á miðvikudag flutti formaður landsþingsins fagra minningarræðu eftir Alexöndru drotningu. Ólafur Krabhe Landsréttar- dómari, bróðir þeirra vitaverk- fræðings Úorvaldar og Jóns ís- landsfulltrúa í Khöfn hefir ver- ið skipaður prófessor í lögvís- indum við Khafnar háskóla. Borgin. Sjávarföll. Síödegisháflæður kl. 5,55 i dag. Árdegisháflæður kl. 6,15 í fyrramálið. Næturlasknir M. Júl. Magnús Hverfisgötu 30. Sími 410. Næthrvörðnr í Rvíkur Apóteki. Tíðarfar. Norðlæg átt víðast i morgun, en hægviðri alstaðar. Heit- ast var í Stykkish. 5 st., Rvík og ísaf. 4 st., Seyðisf. og Grindavík 3, Vestm.eyjum og Raufarh. 2. A Ak- ureyri og Hólsfjöllum var 5 st. frost, og í Hornaf. 3. — í Khöfn var 5 st. frost, Færeyjum 2, Jan Mayen 4 og í Angmagsalik 2 st. frost í gær. — Loftvægishæð 770 fyrir suðvestan land. Búist er við hægri norðvest- lægri átt. Páll ísólfsson og Emil Thorodd- sen hafa orðið við áskorun manna um að endurtaka hljómleika sina, og verða þeir í Nýja Bió annað kvöld kl. 7lh. Bæjarbúum er ekki vansalaust, ef meira fjölmenni verð- ur par ekki saman komið en síð- ast var, jafngóð skemtun og ósvikin list og hér er í boði. Lyra kom til Vestm.eyja í nótt, en er væntanleg hingað kl. 11—12 í kvöld. Dvölin hjá Schöller var leikin í 9. sinn á sunnudagskvöldið við góða aðsókn. Liklega verður leikurinn ekki sýndur oftar, pótt allir hafi ekki haft tækifæri til að hlæja að honum, en pað hafa allir gert, er séð hafa. Stúdentablnðið kemur út i dag fjölbreytt að efni og vandað. Jólamerki Thorvaldsensfélagsins eru nýkomin út, smekkleg að vanda. Má fastlega vænta pess, að hver og einn telji skyldu sína að kaupa jóla- merkin og að engin bréf verði án peirra frá pessum degi til jóla. HDagSlað. Bæjarmálablað. Fréttablnð. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Simar 744 og 445. Viðtalstimi kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Sími 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiöjan Gutenberg, h.f. Lækkun stóryatnanna. Eitt af þeim málum, sem mesta eftirtekt hefir vakið í Canada og Bandaríkjunum á síðustu árum, er lækkunin á vatnsborði stórvatnanna. Eins og flestir vita, þá eru hin miklu innanlandsvötn í Canada notuð til vöru- og fólksflutninga á sumrin. Flotar af vöru- og fólksflutningaskipum hafa siglt sökkhlaðin eftir þeim ár eftir ár. En nú á síðustu árum hafa þau lækkað svo mjög, að auðsætt hefir verið, ef ekki væri úr vatns- þurð þeirri bætt, þá fjaraði vatn- ið í þeim svo út, að þau yrðu stærri skipum ill-fær. Ástæðurnar fyrir vatnsþurð þessari eru ef til vill nokkrar, en sú helsta þeirra er að Chi- cago-menn hafa grafið skurð mikinn úr suð-vesturenda Mi- chigan-vatnsins í Mississippi- fljótið til þess að taka á móti saurrensli frá borginni og eftir því sem Chicago-borg hefir stækkað, hafa borgarbúar þurít á meiri vatnskrafti að halda til vatnsneyzlu í borginni og hreins- unar fyrir neðanjarðar saur- rennur, svo að yfirborð Michi- gan-vatnsins og annara stór- vatna í Austur-Ganada, sem við það eru tengd, hefir lækkað aö mun. Verkfræðingar beggja ríkj- anna, Canada og Bandaríkjanna, hafa setið á rökstólum undan- farandi til þess að finna ráð við hættu þeirri, er báðum ríkjun- um stafaði frá þessari vatnsþurð, en ekki fundið enn sem komið er. En nú hefir canadiskur verk- fræðingur komið fram með úr- lausn á þessu vandamáli, sem ekki aðeins tryggir vatnsnoagu stórvatnanna um alla ókomna tíð, heldur lýkur einnig upp heil?-

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.