Dagblað

Útgáva

Dagblað - 02.12.1925, Síða 1

Dagblað - 02.12.1925, Síða 1
Miðvikudag 2. desember 1925. I. árgangur. 254. tölublað. HÞagBlaé ÆNDAMENNINGIN ístenska hefir verið ljúfasta umræðu- efni nokkurra blaða undau- farnar vikur. Þykir Dagblaðinu því hlýða, að láta það mál ekki með öllu afskiftulaust. Er þá hendi næst að láta þá fá orðið sem mest þykjast hafa til brunns að bera í þessum efnum og birtist þá bér sem sýnishorn eftirfarandi greinar- stúfur eftir Halldór Kiljan Lax- ness (Vörður III 49 tbl.): — Sú tíð er liðin, að bóndinn sé burðarstoð íslenskrar menn- ingar. Hins ber að krefjast af nútíðarbóndanum, að hann kosti kapps um að ala svo upp sonu sína og dætur, að þau verði sem hæfusl til að veita þvi viðtöku sem menningarlindir nýrrarald- ar megna best að veita. Alþýð- an íslenska, bændastéttin, legg- ur efniviðinn af mörkum, manns- efnin, en þyggur að launum það sem synirnir eru menn til að miðla, er þeir hafa lagt að baki sér þjálfun mentanna, stig af stigi, og koma fram á sjón- arsviðið með krafta sína beizl- aða, auknu manngildi; þeir koma og hrinda nýjum skipum af stokkunum. Nú á dögum hvílir íslenzk menning á herð- um mentaðra vitsmunamanna, vísindamanna og snillinga til °rðs, myndar og tóns. — Fjas- ‘ð umdásemdiríslenzkrarbænda- 1Tienningar á vorum tímum, er ekki annað en samvizkulaust, pólitiskt skjall. f*etta ber eigi svo að skilja, sem standi íslenzkt bændafólk endilega á lágu stigi um vits- 1Tiuni eðaþekkingu;þeirsemkynst hafa ýmsum þjökuðum stéttum erlendra þjóðfélaga, vita að ís- !enzki bóndinn er í vitsmunatil- hh konungborinn samanborið við þær Hitt væri fjarstæða að halda þvj franij hann væri yfirleitt betur gefinn en aðrir evrópiskir stéttarbræður hans, og tek ég þ& sérstaklega til dæmis bændur á Norðurlöndum, en svo vill til að ég taia þar eigi af ókunnugleik, með því að ég dvaldi eigi allskamman tíma bæði meðal sænskra bænda og danskra, einmitt í því skyni að bera, saman við landann. Par sem mér virt- ist eigi hnífur gefandi milli gáfnafars manna 1 íslenzkum sveitum og skandinaviskum, duldist mér hitt eigi, að þekk- ing Norðurlandabóndans er yf- irleilt víðfeðmari, ekki að eins á búskaparefnum og búhags, heldur einnig á almennum svið- um. Að Norðurlandabóndinn ber á sér augljósari menningarblæ, en hinn islenzki, stafar af því að velmegun bans er meiri, — skilyrði lögð í hendur hans til að veita sér hluti, sem íslenzk- um vanhag tjáir ekki að láta sig dreyma um, auk heldur meir.------ Málverkasýning. Um þessar mundir hefir Finn- ur Jónsson opna málverkasýn- ingu i litla salnum hjá Rosen- berg. Sýning þessi er hin eftir- tektaverðasta og merkileg fyrir margra hluta sakir. Par gefst bæjarbúum kostur á að kynn- ast nýtlzku »Expressionisma«, þroskaðri en hér hefir sést áður. Myndir þær, sem Finnur sýn- ir, eru aðallega tvennskonar og allólfkrar tegundar. Þar eru landslagsmyndir, mannamyndir o. fl. þessháttar. Pessar myndir eru málaðar með föstum og á- kveðnum tökum, og sýna ljós- lega, að þar hefir ekki viðvan- ingur að unnið. Litirnir eru yfirleitt sterkir og hreinir, og í ágætu samræmi. Mætti nefna t, d. olíumálverkið úr Hamars- firði, Ziguiner »portrait«, »Sól- arlag við Djúpavog* o. fl. Hin síðastnefnda er einmitt ágætt sýnishorn af landslagsmyndum Finns. Þar eru allir litir svo sterkir og skærir sem frekast má verða, en svo vel samstiltir, að það raskar ekki samræmi myndarinnar, eða gerir hana »grell« og grautarlega, eins og oft er hætt við, þegar mjög sterkir litir eru notaðir. Annars er ekki ástæða til að fjölyrða um þessar myndir. Pær eru samskonar og hér hefir áöur verið sýnt, en eru með því bezta í sinni röð. En það, sem sýning þessi hefir nýtt að bjóða, eru »Com- positionirnar«, og þær eru það, sem flestum, er þangað koma, mun verða mest starsýnt á. »Moderne Kunst« er afar óvin- sælt orð í eyrum margra hér. Menn eru fullir andúðar og fyrirlitningar á öllu, sem því nafni nefnist. — Petta stafar ef- laust af vanafestu og afturhalds- semi fólksins, og er ekki hægt að hallmæla neinum fyrir það, þó hann felli sig ekki við nýj- ungar sem hann botnar ekkert í, En það stafar líka af mis- skilningi ýmsra, er við slíkt hafa fengist. Það er t. d. hinn mesti misskilningur, þegar menn mála »Composition«, að gefa henni nat'n, sem táknar eitthvað ákveðið (sögulegan atburð,»Sym- ból« eða þ. h.). það er ekki hægt að tákna slíka hluti með allavega litum þríhyrning- um og hringjum. Er því meir en von að þeim, er sér slíka mynd og les nafnið, sem alls ekki getur átt við myndina, þyki lítið til koma. Nafnið bendir til þess, að ætlun málarans hafi verið að sýna sem bezt það, sem myndin heitir, og þegar gengið er út frá þvi, eins og flestir hljóta að gera, verður myndin ekki annað en vitleysa, þó hún geti ef til vitl verið góð og gild sem »Composition«. »Composition« er ekki mynd af neinum sérstökum hlut, og hvorki »IlIustration«, »Symbol« né neitt af því tagi, en tilgang-

x

Dagblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.