Dagblað

Tölublað

Dagblað - 02.12.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 02.12.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 ^tjórrimálafundur í Hafnarfirði. Nýir frambjóðendnr til Alþingis Sig. Eggerz bankastjóri hafði boðað tii almenns fundar í Hafn- arfirði í gærkvöld og var þess getið á fundarboðinu, að hann mundi flytja þar erindi um stjórnmál. Engum ulanhéraðsmönnum naun hafa verið boðið á fund- inn en nokkrir Reykvíkingar voru þar mættir. Sig. Eggerz hóf fyrstur máls og talaði um stjórnmál yfirleitt. Dvaldi hann lengst við bauka- málin og taldi mikla nauðsyn á n^jum seðlabanka, sem hefði eingöngu seðlaútgáfuna á hendi og væri jafnvel æskilegast að væntanlegur ríkisveðbanki væri látinn annast hana. Var hann mótfallinn því að Landsbankan- um væri veittur einkaréttur til seðlaútgáfunnar. Því næst mintist hann á gengismálið og taldi sig fylgja hægfara hækkun krónunnar i upprunalegt gullverð. Einnig mintist hann á fræðslu- málin og taldi sig þar eindregið fylgjandi aukinni alþýðumentun, því hún væri í rauninni sú undirstaða sein framtíð þjóðar- innar bygðist á. t*ar á eftir mintist hann á flokkaskiftinguna í þinginu, sagði sögu siðustu stjórnarskifta og hvernig afstaða flokkanna til stjórnarinnar væri nú innbyrðis. Að lokum vék hann að sjálf- stæðismálunum: var mótfallinn mannfækkun i hæztarétti, taldi mikla nauðsyn á sendiherra í Kaupmannahöfn og vildi ekki hrófia við stjórnarskránni, hvorki um fækkun ráðherra né þinga, eða öðrum atriðum er máli skifta. Lýsti hann yflr því að hann mundi verða í kjöri, til alþingis, i kjördæminu ef hann hefði nógu mikið fylgi að baki sér, og virtist hann ekki efast um að svo mundi vera. Jón Þorláksson fjármálaráð- herra tók næstur til máls og lýsti yfir framboði Ólafs Thors, en hann hefði ekki getað komið á þennan fund vegna forfalla. Svaraði fjármálaráðherra að nokkru ræðu Sig. Eggerz, varði N otið gerðir landsstjórnarinnar og hélt skyldi fyrir íhaldsflokknum. Haraldur Guðtnundssou kaup- félagsstjóri tók einnig til máls og lýsti yfir væntanlegu fram- boði sínu. Vék hann síðan orð- um sínum til fyrri ræðumanna og þó einkum til fjármálaráð- herra. Talaði hann mest um skattamálin og deildi þar fast á ihaldsflokkinn og stefnu hans í þeim málum. Sig. Eggerz talaði aftur og svaraði fyrri ræðumönnum. Einnig töluðu Sigurg. Gíslason verkstjóri og Magnús Jónsson bæjarfógeti nokkur orð. Því næst héldu þeir sína svarræð- una hver, Jón Þorláksson. Har. Guðmundsson og Sig. Eggerz. Síðan var fundi slitið. Stóð hann yfir ca. 4 kl.tíma og fór vel og skipulega fram. Fundarmenn munu hafa verið um eða yfir 400. Sannr járnbrantnkéngsinB. iingalaus og ég tók við honum sem gesti mín- nm; hann þurfti að fá sér stöðu, og ég útveg- aði honum hana. Með minni aðstoð — a. m. k. að nokkru leyti — hefir orðið maður úr hon- ®m. Hann hefir ætíð verið velkominn gestur á mínu heimili, og við mitt borð, hann hefir komið og fariö, sem einn af mínum nánustu, tr mér óhætt að segja. En alt þetta eru smá- munir, sem eigi er vert að nefna. Cortlandt brosti einkennilega, það átti að lýsa kaldhæfini, en nábleikt andlit hans varð eins og skinin og ber hauskúpa ásýndar. Málrómur bans hafði einkennileg áhrif á áheyrendurna, °g Anthony starði á hann vandræðalega og for- v»ða og hugsaði með sér, að þetta væri ein- kennilega farið að því, að veita gjöfum móttöku. Cortlandt hélt uppi úrinu frammi fyrir þeim. — í borgunarskyni fyrir smávægilega vináltu tnína hefir hann gefið mér þenna grip úr gulli °g gimsteinum, fallegasta gripinn er ég hefi séð ® *fi rainni. Ég hafði aldrei búist við öðru e,ös þakklæti. Það er svo alt of mikið, en mað- ur getur þó eigi skorast undan að taka við vinargjöf án þess að sýna með þvi megnt van- þakklætj — eða hvað? Einhversstaðar í Austur- ^ndum er það siður að skiftast á vinagjöfum. ar getur enginn tekið við gjöf án þess að gjalda líku líkt, og mér hefir ætið þótt þetta fallegur siður. Hann sneri sér nú að Kirk í fyrsta sinni, siðan hann tók til máls. Við höfum verið vin- ir, herra Anthony, og ég vil nú i endurgjaldz- skyni gefa yður nokkuð, sem ég hefi talið mjög verðmætt, og sem ntargir aðrir virða mjög mikils. Hann þagnaði á ný, og háðslegum grettu- kipringi brá fyrir á vörum hans, — bros gat það eigi talist. Svo hélt hann áfram : — Já, það er þá þetta: Ég ætla að gefa yð- ur — konuna mina. Þér hafið átt hana frá upphafi, og nú er hún yðar eign. Næsta augnablik var steinhljótt og hræðilegt; hinir ungu menn drógu varla andann. Þeir sátu steinhissa með opinn munninn, sem lurkum lamdir, og virtust helzt hallast að þvi að skoða þetta sem Ijótt og óskiljanlegt spaug. En brjál- semisbjarminn í augum Cortlandts og lfkbleikt, steingerfingslegt andlit Kirks sannfærði þá samt um, að hér væri fuil alvara á ferðum. Sumir þeirra göptu að eins, hinir hlóu heimskulega og ætluðu alveg að rifna af hlátri. Cortlandt sneri sér hróðugur við. Kirk var lengst að átta sig, en er hann loks- ins komst í skilning um, hvað gerst hafði, skeði það í einu vetfangi. Borðið hentist til, eitthvað

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.