Dagblað

Tölublað

Dagblað - 03.12.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 03.12.1925, Blaðsíða 1
Fimtudag. 3. desember 1925. I. árgangur. 255. tölublað. ÍníUÐuN íiskimiðanna hefir |Í öðru hvoru verið til um- ræðu á seinni árum, hæði á mannfundum og i blöðunum. Síðan fiskveiðarnar breyttust í núverandi horf og urðu að tekjumésta atvinnuvegi lands- manna, hafa augu almennings smámsaman opnast fyrir þörf- inni á öryggisráðstöfunum til varnar og ieflingar þessari arð- 'sömu atvinnu. Aðalatriöið hefir þar verið tal- ið verndun fiskimiðanna gegn ólöglegum veiðum og ágangi innlendra og erlendra fiskiákipa. Aðaí framkvæmdirnar hafa þess vegua stefnt í þá átt, og hafa strandvarnarskipin óneitanlega ¦ gert mjög mikið gagn þótt varzla þeirra hafi ekki reynzt fullnægj- andi. Strandvarnirnar eru ein- hver óhjákvæmilegasta sjálsvörn íslendinga eins og nú er bögum háttað og öll nauðsyn er á að þær séu enn auknar að mikl- um mun. Að því hefir alt af nokkuð verið unnið síðustu árin, fyrst með þvi aö taka Þór til strand- varnanna og einnig með þvi að hafa litla gæzlubáta á ákveðn- um fiskimiðum nokkurn hluta ársins. En siðasti áfanginn i þessari sjálfsvarnarbaráttu okk- ar er samþykt síðasta Alþingis, um kaup á nýju strandvarnar- skipi, sem nú hefir verið samið um að smiðað verði í Kaup- ^Qannahöfn. Þegar löggæzla þessi er komin 1 viðbót við eftirlit þeirra skipa sem fyrir eru, má telja land- nelgisgæzluna komna i viðun- andi horf, a. m. k. fyrst í stað. En það er ekki nóg, að land- helginnar sé vandlega gælt, því Htt strandvarnirnar væru í a8*tu lagi gefa þær mjög litla tryggingu fyrir viðhaldi fiskjar- lns» en það er einmitt aðal at- nðið 0g undirstaða þess að öskveiðarnar geti orðið okkar arðvænlegur atvinnuvegur til "ambúðar. Ýmsir haia talið að fiski- mergðin umhverfis ísland væri óþrjótandi og lengi fram eftir mun engum hafa kOmið til hug- ar að fiskurinn mundi nokkurn tima geta gengið til þurðar. En það er djúpur brunnur sem ekki verður uppausinn og með þeim gengdarlausa veiðiskap sem nú er rekinn hér á miðunum, má fastiega gera ráð fyrir því að fiskmergðin fari minkandi. Vísindalegar rannsóknir hafa einnig leitt í Jjós, að þessi ugg- ur um úrdrátt fiskveiðanna er ekki ástæðulaus og alt bendi til að þess verði e. t. v. ekki langt að biða, að fiskaflinn fari þverrandi ef ekki eru gerðar nauðsynlegar ráðstafanir til varnar eyðingunni. Það er einkum eitt atriði sem vænlegast þykir til góðs árang- urs, 'en það er friðun heillra fiskimiða fýrir uppgripaveiði og er þá auðvitað aðallega átt við veiðar botnvörpunganna. Friðun einhverra fiskimiða vorra er þvi ánnar áfanginn i sjálfsvörh okkar um viðhald fiskiveiðanna. Kaupgjaldsdeilan. Sættir komnar á. — Samn- ingar gilda til 1. jan. 1929. Þegar fulltrúar Sjómannafé- lagsins höfðu með samþykki meiri hluta fundarmanna i fyrra- kvöld fengið fult umboð til þess að ráða til lykta kaupgjalds- málinu fyrir hönd sjömahna, var þegar í stað byrjað á sanin- ingum við útgerðarmenn. Var unnið að samningum, með að- stoð sáttasemjara Georgs Ólafs- sonar, nær óslitið þar til i gær- kvöld að sættir koinust á, og kaupgjald ákveðið þannig: Núverandi kaupgjald helzt til áramóta, en úr því verður mánaðarkaup háseta 235 kr., mátsveina 309 kr., aðstoðar- manns í vél 360 kr„ kyndara 336 kr. og 300 kr. Lifrarpen- ingar 28 kr. á fat. Kaupgjaldið nær til ársloka 1926, en þá skal kaupið ákveð- ið fyrir næsta ár eftir dýrtíðar- vísitölum og miðað við búreikn- ing Hagstofunnar, þannig að visitalan i , október er lögð til grundvallar kaupinu fyrir 1926, og þannig skal farið að ár hvert til ársloka 1928, að kaup sé miðað við vísitöluna 1. okt. ár- ið fyrir að kaup og lifrarhlutur hækkar eða lækkar, eftir þvi sem vísilalan segir til. Er þá loks endir bundinn á kaupgjaldsmálið, og er því treyst- andi, að allir hlutaðeigendur megi vel viö una málalokin. Utan úr heimi Khöfn, FB., 1. des. '25. , Langflug á niefta ári. Símað er frá París, að itölsk, brezk, frakknesk) og þýzk flug- félög hafi í hyggju að bindast samtökum um að láta fara fram Atlantshafsflug samfara hnatt- flugi á komandi vori. Flugvélar af likri gerð og Amundsens verða notaðar. Khöfn, FB. 2. des. '25. Unðirikrift Locarno- samn- ingsins. Símað er frá London, að full- trúar 7 þjóða hafi í gær skrifað undir Locarno-samninginn, og lögðu þannig hornsteininn undir Evrópufriðinn. f stórpólitiskum ræðum skýrðu Chamberláin, Bri- and og Stresemann, að hinn gamli andi tortrygni og úlfúðar Hlyti nú að hverfa fyrir vakn- andi bróðurhuga milli rikjanna. Viðhöfnin kvikmynduð. Breta- konangnr hefir gert Chamber- iain að riddara sokkabandsorð- unnar.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.