Dagblað

Útgáva

Dagblað - 04.12.1925, Síða 1

Dagblað - 04.12.1925, Síða 1
FULLKOMIN friðun ákveðinna fiskisvæða, fyrir veiöum botnvörpunga, er eina ráð- ið sem vænta má, að komi að varanlegu gagni til viðhalds fiskiveiðunum. Liggur þá bein- ast fyrir að alfriða einhverja firði og flóa þar sem fiskurinn er vanur að halda sig og hafa menn einkum viljað láta friða Faxafióa í þessu augnamiði. Nú síðast hefir nýafstaðið fjórðungsþing Fiskifélagsins sam- þykt áskorun til aðalstjórnar Fiskifélagsins, um að hlutast til um að þing og landsstjórn beiti sér svo fyrir þessu máli að Faxaflói fáist alfriðaður fyrir veiðum botnvörpunga. En þetta friðunarmál hefir fleiri hliðar en vilja okkar sjálfra. Kemur hér bæði til greina al- þjóðaréttur og hagsmunir út- lendinga, sem auðvitað vilja ekki láta skerða réttindi sín nema þeir sannfærðust um að það væri þeim sjálfum fyrir beztu. Ef friða á einhver ákveðin svæði utan við núverandi land- helgislinu, verður að fá til þess samþykki annara þjóða. Sjórinn utan við landhelgina er óskift alþjóðaeign og þessi sameigin- íegu réttindi telja flestir svo mikils virði, að fullyra má að þeir samþykki engar breytingar á þessum réttindum sínum nema þeir séu samfærðir um að það geti orðið þeim sjálfum til hagn- aðar. Pví er það fyrsta skilyrð- ef við viljum hrinda þessu Wðunarmáli áleiðis, að fá aðr- ar þjóðir til að sannfærast um nauðsyn þess, og samþykkja síðan breytinguna. Eru það fyrst og fremst Norðurlandaþjóðirnar ag svo Pjóðverjar, Bretar og ^rakkar sem fá verður til að ^Mlast á réttmæti þessara umleit- aQa og munu þá aðrar þjóðir verða auösóttari til samkomu- iags. __ Vísindalegar sannanir faekkun fiskjarins \ vegna mnar takmarkalausu ránveiði er áreiðanlega vænlegasta úrræð- ið til að sannfæra hlutaðeigend- ur um nauðsynina á alfriðun ákveðinna fiskisvæða. Má með réttu halda því fram, að búast megi við gjöreyðingu fiskjarins á miðunum hér við land áður en langir tímar líða, ef þessi leið verður ekki farin til viðhalds og eflingar fiskiveiðunum. Pessu atriði þurfum við að halda ákveðið fram og hvika í engu frá nauðsyn vorri og réttum mélstað. Við erum svo hepnir að eiga sérfræðing á þessu sviði, sem víst er um að hefir mikinn áhuga á málinu og er svo þekt- ur erlendis að mikið tillit er tekið til orða hans og er hann allra manna líklegastur til að hrinda málinu áleiðis. Ætti því sem fyrst að fela Bjarna Sæ- mundssyni undirbúning málsins og sjá svo um að hann geti einhuga og óskiftur unnið að framgangi þess. Auðvitað verð- ur hann að njóta öfiugrar að- stoðar þings og stjórnar og má ekkert tilspara að árangurinn geti orðið sem beztur. Verði þessi leið farin, má fastlega búast við að ekki verði langt að bíða viðunandi úrlausn- ar í þessu nauðsynjamáli. Á bæjarstjórnarfundi i gær var samþykt tillaga frá Þórði Sveinssyni þess efnis, að húsa- leigulögin yrði afnumin nú þegar. Tillagan var samþykt með 8 atkvæðum gegn 6. Borgarstjóri og Sigurður Jónsson greiddu ekki atkvæði. Verður nánar sagt frá fundi bæjarstjórnarinnar á morgun. Utan úr heimi. Khöfn, FB„ 3. des. ’25. Fjármál Frakka. Simað er frá París, að Louc- her fjármálaráðherra hafi lagt fram frumvarp um að gefa út 6V2 miljarða af nýjum seðlum. Er það óhjákvæmilegt vegna innlausnar skuldabréfa ríkisins, útgefnum vegna styrjaldanna í Marokko og Sýrlandi. Seðlarn- ir verða dregnir inn aftur í febr- úar. Stjórnin ætlar í millitiðinni að útvega jafnháa upphæð með álagningu nýrra skatta. Álitið er að þingið muni neyðast til að samþykkja frumvarpið. Setuliðið íer úr Iföin. Simað er frá Köln, að setu- liðið hafi hafið burtförina. Khöfn, FB. 4. des. ’25. Locarno fánura skrýdd. Símað er frá Locarno, að bærinn hafi verið fánum skrýdd- ur á þriðjudagskveld i tilefni af undirskrift samningsins. Öllum kirkjuklukkum borgarinnar var hringt. Friðarverðlaun Nobels. Símað er frá Oslo, að Nobel- nefnd Stórþingsins hafi ákveðið að úthluta engum friðarverð- launnm á þessu ári. Kipling veikur. Símað er frá London, að Kipling sé fárveikur af luugna- bólgu. John Galsworthy, sem Leik- félagið kynnir gestum sinum þessa dagana, er einn af merk- ustu skáldum Breta. Hann var í kjöri fyrir skömmu um heið- urs-rektorsstöðuna við St. An- drew-háskólann í Skotlandi á- samt prófessor Friðþjófi Nansen. Hlaut Galsyvorthy 160 atkvæði, en Nansen 216.

x

Dagblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.