Dagblað

Eksemplar

Dagblað - 04.12.1925, Side 2

Dagblað - 04.12.1925, Side 2
2 DAGBLAÐ Leikir ogleikhús. Frh. Svo mátti heita þögn uppi á fjölunum, sem þá voru íslenska leiksviðið. Bæjarbúar voru reynd- ar orðnir 2600 manns, en stoð- irnar sem bezt höfðu stutt allar þessar tilraunir, voru farnar undan þeim. En það þýddi næstum meira, að um ait land var hallæri frá 1882—87, sem lamaði þessar tilraunir. Pó tóku félagsmenn stúkunnar Einingin sig til og byrjuðu sjónleiki aft- ur í Glasgow. Þeir léku þar »Skuggasvein«, »Vesturfarana« eftir Matth. Jochumsson,»ímynd- unarveikina« eftir Moliere, »Box og Kox« »Valdsmaður kon- ungsa, og fleira mun það hafa verið. Aðalmaðurinn í þessum ieikum og langbezti leikarinn var Guðlaugur Guðmundsson, og af konum, sem þar lékn, má nefna Guðrúnu Vigfúsdótt- ur. Félagsmenn og félagskonur hundrað til tvö hundruð manna félags eru of fáir til að úr þeim verði valdir margir góðir leik- endnr. 1888 hafði Good-Temlarhúsið verið reist, og það heföi Jón Guðmundsson getað kallað þall- hús, því upphækkað leiksvið var í húsinu, og jafnvel búnings- herbergi. í Good-Templarhús- inu var leikið frá 1890—1895 við og við. Meðai annars var þar sýnt »Æfintýri á Gönguför«, »Víkingarnar á Hálogalandi«, »Nýársnóltin«. Yms leikrit í ein- um þætti hvert, og munu »Vík- ingarnir« einkum hafa verið það, sem dró eftirtekt Dana og fleiri Norðurlandabúa að leiktilraunum hér á Iandi. Þar lék Stefanía Guðmundsdóttir i fyrsta sinn. En það voru nú ekki Templarar einir, sem höfðu pallhús að bjóða. Valgarður Breiðfjörð hafði bygt leikhús 1894, sem var að mörgu leyti gott, ef kuldinn hefði ekki verið svo óþolandi þar, og léku stúdentar 1894—’95, og voru þar leikin: »Hjá höfn- inni«, eftir Einar Benediksson. oFrænka Charlesa, »Systkinin i Fremstadak eftir Indriða Ein- arsson og»Hellismenn«eftirsama. þar var leikin »Sængurkonan« eftir Holberg og «Gestir í sum- arleyíinu« eftir Hostrup, og franskt leikrit, sem hét »Gjald- kerinn«. Við þessa leiki var það einkum Sigurður Magnús- son frá Flankastöðum, sem vakti eftirtekt á sér. Sama má segja um Árna Eiríksson og Þóru Sigurðardóttur, sem léku lengi eftir það, næstum því hvenær sem leikið var síðar meðan þau lifðu. 1896 mátti heita svo aö uppi væru tvö leikfélög, og bærinn var þá tæplega svo stór að þess væri þörf. íbúarnir voru 3800 manns. Ýmsir voru til bæði menn og konur, sem höfðu sýnt að þeir gátu leikið, en kraftarnir gátu ekki verið dreifð- ir í tvo flokka. Leiksýningarnar voru fremur í hættu staddar, og tvískiftingin þá var mjög óvænleg fyrir leiksýningarnar, sem síðar voru væntanlegar. — Svo bættist ofan á rígurinn á milli þessara tveggja pallhúsa, sem Jón Guðmundsson myndi hafa kallað húsið sem leikið var í. — Frh. Borgin. Sjávarföll. Síðdegisháflæður kl. 7,55 í kvöld. Árdegisháflæður kl. 8,15 í fyrramálið. Nætnrlseknir. Daníel V. Fjeldsted, Laugaveg 38. Sími 1561. Nætnrvörðnr í Rvíkur Apóteki. Tíðarfar. Hægviðri um land alt en breytileg vindstaða. Heitast í Vestmannaeyjum 5 st., kaldast á Raufarhöfn 1 st. frost. í Færeyjum var 4 st, hiti, í Leirvik 6 st., í Kaupmannah. 6 st. trost, á Jan Mayen 4 og í Angmagsalik 8 st. frost í gær. — Búist er við suðlægri átt með úrkomu á Suðvesturlandi. Botnvörpnngarnir eru nú sem óð- ast að búast á veiðar og mun þeir. fyrstu fara út i dag. Voru sumir þeirra tilbúnir í gær, en vélstjórar höfðu áður krafist kauphækkunar og heimtuðu ákveðið svar áður en lagt yröi út. Samkomulag mun hafa náðst i gærkvöld. Merbileg mynd er nú sýnd á Nýja Bíó. Er hún sögulegs efnis, frá dög- um Georgs 4. og gerist bæði i Eng- landi og Fraklandi. Er myndin bæði skrautleg og með afbrigðum vel leikin. *2)a§Glaé. Bæjarmálablað. Fréttabinð. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Simi 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. Söng'gkemtnn Sigurðar Birkis var aflýst í gærkvöld, vegna litillar að- sóknar. Hljómleikar Páls og Emils voru aflýstir i fyrrakvöld af sömu ástæðum. Ber þetta vott um furðu lítinn áhuga fyrir fögrum listum en þó sérstaklega hljómlist, og styngar óþægilega í stúf við aösóknina aö »böllunum« og öðrum álíka skemt- línum. Villijálmur Finsen ritstj. fór með Lyru í gærkvöld áleiðis til Noregs. Málverkasýning Finns Jónssonar er opin í siðasta sinn i dag. Hjnskapnrheit sitt opinberuðu L des. þau María Ágústsdóttir, cand. phil. (dóttir Á. Jósefssonar heil- brigðisfulltrúa) og Sigurður Stefáns- son stud. theol. — Sigurður hefir nýskeð lokið grískuprófi og hlaut I. einkun (13 stig). i , Jarðarför frú Áslaugar Blöndahi fer fram á morgun og hefst meö húskveðju á heimili þeirra hjóna Lækjargötu 4, kl. l*/a. Gluggar eftfr John Galsworthy voru leiknir hér í fyrsta sinn í gær- kvöld. Orðsending. Herra ritstjóri I Geriö svo vel aö láta þá hin&' mikillátu ijóðelsku kunningja, eu ekki að sama skapi gætnu, er rituðu greinarkorn gegn okk- ur í heiðrað blað yðar 1. des.. þ. á., vita, að svar við grein þeirra birtist í Morgunblaðinu. Við teljum óþarft að hafa svo mikið við þá, að svara þeim sérstaklega. Rvík, 3. des. ’25. Tveir kunningjar.

x

Dagblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.