Dagblað

Eksemplar

Dagblað - 05.12.1925, Side 1

Dagblað - 05.12.1925, Side 1
Laugardag 5. desember 1925. I. árgangur. 257. tölublað. VAFASAMT er hvort hégóma- skapur og alskonar tildur og tepruháttur á nokkurs- staðar betri viðtökum að fagna en einmitl hér í höfuðstaðnum. Ungir oflátungar og stærilátar stássmeyjar eiga þar forystuna. Hafi þeir eða þær tilt tánum út fyrir »poIlinn«, þá er nú ekki að sökum að spyrja. Því styttri sem dvölin var erlendis, þeim mun hærra hreykir hún sér sú drambsama drotning heimsk- an, í hyggju þeirra, þegar heim er komið. Málinu ástkæra, ylhýra, hefir þetta fólk drepið niður í útlenda deiglu. Orðin skiljast að vísu, að mestu, ef athygli er beitt, en hreimurinn og látbragðið alt er útlendum kaunuin hlaðið. Allar hreyfingar líkamans, höfuðs- handa- og fótaburður er sem væri þar uppdreginn apaköttur ú ferðinni. Pá er búningurinn. Sumar- hlætt að vetrarlagi og vetrarklætt að sumarlagi. Kjólarnir með ný- tísku sniði frá París. Stutt pyls er ná tæplega niður í hnésbæt- Flegið hálsmál niður fyrir axlir. Laxableikir, himinbláir eða skjallhvítir silkisokkar. ^aílaháir rúsleðurs eða saffians- skór með silfurspennum. »Selskabsdragt til daglig«, Uudbevar’s. En kápan? Eins »flott« og ^rekast verður á kosið. Heimatilbúið? Ekki ein spjör! ^aranlegt? Fleygt jafnóðum og slitnar og aDnað keypt i staðinn! Hollur fatnaður? ^erkin sýna merkin. Nábleik andlit, hryggskekkja, sífeldur *asleiki, blóðleysi og tæringar- vottur. Eurða var! Nóttunm er breytt í dag og deginum i nótt. Af hverju kemur kvefið og hóst- IQn? Hann kemur af »tískunni« °g þvi er nú ver. Utan úr heirni. Khöfn, FB., 4. des. ’25. Fjármál Frakka. Símað er frá París, að þingið hafi samþykt aukning seðlaút- gáfunnar með 6 atkvæða meiri- hluta. Umræður voru mjög ill- vígar og stóðu óskiftar í 20 kl.st. Einræði aflétt. Símað er frá Madrid að Rivera hafi afnumið einræðið. Þannigað í stað hershöfðingjanna komi menn í ráðherrastöður, sem ekki eru í hernum. Sjálfur er hann þó forsætisráðherra og kveður þingið ekki saman fyrst um sinn. Khöfn, FB. 5. des. ’25. Stjórnarskiíti í Pýzkalaudi? Símað er frá Berlin, að Luther ætli að segja af sér vegna sífelds ósamkomulags við þýzka þjóð- ernissinna. Vaxtahækkun í Englandi. Símað er frá London, að Eng- landsbanki hafi hækkað forvexti upp í 5°/o til þess að vernda gullið, þar sem 19 miljónir sterlingspunda hafa verið tekin út síðan gullinnlausn komst á og fluzt bæði til Bandaríkjanna og til Hollands. Danmerkurfréttir. (Úr tilkynningu frá sendih. Dana). FB,, 1. des. ’25. Prófessor Sig. Nordal hélt á laugardagskvöld ágætan fyrir- lestur um íslenzkar þjóðvísur í Dansk-Islandsk Samfund fyrir fjölda Dana og íslendinga. — Prófessor Finnur Jónsson sam- kynti próf. Nordal áheyrendum, og lét í ljós, að hann væri efni- legasti vísindamaður meðal hinna yngri íslendinga. — Hinu skýra og lifandi erindi Nordals var fagnað með löngu, dj’njandi lófataki. Mexíkó-stjórn hefiri sambandi við endurskoðun verslunarsamn- inga Mexíkó-ríkis sagt slitið verslunar- og siglingasamningi þeim, sem staðið hefir frá 3. maí 1910 milli Danmerkur, ís- lands og| Mexíkó. Er samning- urinn upphafinn með árs fyrir- vara og gildir til 26. nóv. 1926. — Samtimis er í ráði að undir- búa nýja samninga. Ellistyrktarsjóður fiskimanna. Fyrir stuttu birtist grein í Morgbl. eftir ritstjóra Sveinbjörn Egilson meðj yfirskrift: »Gamlir formenn« og fiskimenn, sem ég vildi gjarnan vekja athj’gli á. Ég. sem er gamall formaður hefi ekkert við þá ritgjörð að athuga, hún er sönn, sem lýsing. og sá hluti hennar, sem er frumhugmynd er að mínu áliti ágætur. Ég vil sérstaklega beina athygli manna að þessari frum- hugmynd hans. Hann leggur til að myndaður sér ellistyrktarsjóöur fiskimanna á botnvörpungum ísl. Pessi sjóð- myndunarhugmynd er sú allra bezta, sem ég minnist að hafa heyrt. Tillaga hans er að gefin sé ein tunna, lifrar úr hverri ferð hvers íslenzks botnvörpungs. Með þessu fyrirkomulagi mundi á tiltölulega stuttum tíma safnast tölverð sjóðs-upphæð minsta kosti með nú verandi lifrarverði. Álit mitt er að hvorugum aðila, sem hér á hlut að máli, sem eru útgerðarmenn og skips- menn, sem lifrarhlut hafa, muni neitt um þetta fjár-framlag. Og treysti ég fastlega að báðir eða allir lilutaðeigendur muni með fúsum vilja leggja þenna skerf

x

Dagblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.