Dagblað

Tölublað

Dagblað - 05.12.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 05.12.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ 65 Borðstofuborð rtr eik krónur. fffúsgagnrverslunin í úSirRjustrœíi 10. fram. Enginn getur efast um að þetta sé nauðsynlegt mál, en sé nokkur sá maður til; óska ég að hann komi fram á sjónar- sviðið með sínar röksemdir, bygðar á réttum grundvelli. Síðan grein S. E. birtist í Morg.bl. hefi ég á hverjum degi vonast eftir að einhver góður maður beitti sér fyrir þessu opinberlega. En hvergi hefi ég séð neitt um það. En hér er um alvarlegt nauðsynjamál að ræða frá mínu sjónarsviði. Ég skora á alla hlutaðeigandi menn að hugleiða þetta mál og beita sér fyrir framkvæmdum þess nú þegar. — Séu einhverir sem ekki hafa kynt sér ritgerð S. E., vil ég benda þeim á hana í 311. og 312. tbl. Morgunbl. G. Kr. B. Hlutverk blaðanna. Kafli sá, sem hér fer á eftir, er tekinn úr einkabréfi til rit- stjóra Dagblaðsins. Er hin kjarn- yrta umsögn höf. um ísl. blaða- mensku fyllilega athyglisverð. »Af greinum stjórnmálablað- anna á stundum, virðis engu likara en að óminnishegri riki yfir ritgöfgi höfundanna, enda skiljanlegt þar eð hver flokkur hyggur sina stefnu sanna og rétta og beitist fyrir eflingu hennar af fremsta magni. Hleyp- ur oft hiti í blóðið er harnar sókn. En þó að það sé nauð- synlegt að fylgjast með í stjórn- málasennum landsins, þá eru dálkafyllur flokksblaðanna um opinber mál þó helst til fábreytt- ur og fátækur lestrarforði handa alþjóð. Pess vegna þurfa að vera til önnur blöð en æst ílokks- blöð. — Blöð, sem flytja stuttar og aðgengilegar greinar, sögur, Ijóð o. 11. ritað á lipru, óþving- uðu, fjörugu en þó fáguðu máli. Tilgangur þeirra skyldi vera sá, að lýsa líf manna, lyfta hug þeirra yfir rykmekki daglega stritsins og fá þá til að hugsa um annað æðra en matinn, vinnuna og svefninn, þann og þann sólarhringinn. Þau ættu að lýsa í skýrum, skáldlegum dráttum ýmsum hliðum mann- lífsins og kenna mönnum þannig að greina milli góðs og ills. Víðhygli hins volduga anda stafar af því, hve víða hann flýgur um heima hugsana og hrifninga á vængjum blaða og bóka. Blöðin skyldu því sýna oss leiftur líðandi stundar í list- um og bókmentum, en bækur siðan geyma fyrir framtíðaraugu. þetta er útdráttur úr mínum ein- kennilegu skoðunum um blaða- mensku og skiíting hennar. Af þessu leiðir svo, að eg met »Dagblaðið« mest blaða þeirra íslenzkra er eg hefi lesið«. B. G. Borgin. SjávarfölL Síðdegisháflæður kl. 8,38 í kvöld. Árdegisháflæður kl. 9 í fyrramálið. Nætnrlæknir Ólafur Jónsson, Von- arstræti 12, sími 959. Næturvörðnr i Rvíkur Apóteki. Tíðarfar. Norðlæg og vestlæg átt víðast í morgun, en hvergi frost nema á ísafirði 1 st. — 1 Kaup- mannahöfn var 2 st. hiti, í Færeyj- um 7, Leirvik 6, á Jan Mayn 5 st. frost og í Angmagsalík 9 st. frost í gær. — Loftvægislægð fyrir norð- austan land. Búist er við norðvest- lægri átt. allhvassri sumstaðar á Norður- og Vestur-landi og snjó- komu viða á Norðurlandi. ÍDagðíað. Bæjarmálablað. Fréttablað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Sími 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. JteBsnr á niorgnn. Dómkirkjan kl. 11 séra Friðrik Hallgrímsson. Kl. 5 flytur séra Bjarni Jónsson erindi um’kirkjuþingið í Stockhólmi. Frí- kirkjan kl. 2 séra Árni Sigurðsson og kl. 5 séra Haraldur Nielsson próf. Landakotskirkja kl. 9 árd. liá- messa og kl. 6 síðd. guðsþjónusta með prédikun. 3 nyjar mjólknrsölubnðir voru lög- giltar á síðasta bæjarstjórnarfundi eftir tillögum heilbrigðisnefndar. Ein fyrir Mjólkurfélag Vatnsleysu- strandar í húsi Ingvars Einarssonar nr. 12 viö Miðstræti. Önnur fyrir Alþýðubrauðgerðina, í húsi Hann- esar Ólafssonar nr. 2 við Grettis- götu. Og þriðja fyrir G. Ólafsson & Sandholt í húsi þeirra nr. 36 við Laugaveg. Botnvörpnngarnir fara nú hver af öðrum á veiðar. Farnir eru Belgaum, Egill Skallagrímsson, Skallagrimur, Tryggvi gamli, Draupnir. Otur og Hilmir. Clementína er einnig farin til Pingeyrar og leggur þaðan k veiðar. Yerkakvennnfélagið Framsðkn hélt afmælishátíð sína i Iðnó í gær- kvöld. Var þar margt til skemtunar og fjölmenni mikið. Skemtunin fór ágætlega fram og verður hún end- urtekinn i kvöld. Nýmtoli það, sem húsgagnaverzt- unin í Kirkjustræti 10 hefir tekið upp í auglýsingaskyni er bæði frum- legt og athyglisvert. Verzlunin er nú þegar þekt, þótt hún sé ekki göm- ul, og mun mörgum þykja gott að fá þar 50 kr. virði af vörum fyrir að sýna 5 kr. seðil. Ætti því að geta borgað sig að athuga númerin á þeim seðlum sem mönnum fer handa á milli til jóla. Peningar: Sterl. pd................ 22,15 Danskar kr............. 114,35 Norskar kr.............. 93,25 Sænskar kr............. 122,36 Dollar kr................ 4,58 Gullmörk............... 108,99 Fr. frankar.............. 17.78 Hollenzk gyllini........184,11

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.