Dagblað

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagblað - 07.12.1925, Qupperneq 1

Dagblað - 07.12.1925, Qupperneq 1
Mánudág Wm w\ M /. árgam 7. desember T///7/7/1 //7/M 1925. íH/Hv/yfMy tölubla BÓKAÚTGÁFA hér á landi er talin vera meiri en hjá öðrum þjóðum, ef miðað er við fóiksfjölda. Og vist er það að furðu mikið er árlega gefið hér út af bókum og mætti virð- ast, að það væri ekki sérlega arðvænleg atvinnugrein a. m. k. ekki fyrir alla sem við hana fást. Flestum bókaútgefendum muu lika reynast seintekinn gróðinn og ritmenska hefir hing- að til ekki verið talin heppileg leið til fjáröfiunar, enda munu islenzkir rithöfundar yfirleitt hafa komist í nánari kynni við sult og örbirgð en auð og alls- nægtir. Vafasamt er hvort lestrarþrá almennings er meiri hér en ann- arstaðar og oft hefir bókhneigð íslendinga verið rómuð um of. A. m. k. er nú orðið svo, að iestrarþrá almennings er engrar sérlegrar aðdáunar verð. Lítur jafnvel út fyrir að bókalestur fari minkandi þrátt fyrir aukinn iasrdóm og margfalt fleiri og betri mentunarskilyrði en áður var. Meðan fólkið lifði fábreyttara llfi en nú tíðkast og einhæfnin var helzta sérkennið í atvinnu- háttum og andlegu lifi, var fróð- leiksfýsn fjöldans meiri og bet- ur notað hvert tækifæri sem gafst til fróðleiksauka eða skemt- unar. Þá voru bækurnar sjald- gæfir dýrgripir sem vel var farið uaeð og lesnar og lærðar af öianni eftir mann. Þessi minkandi bókhneigð al- uiennings bendir til að hér sé um andlega afturför að ræða og er því brýn þörf til rækilegra athuguna og úrbóta til betra viðhorfs. — f*ar er eitt spor til réttrar áttar, að gera mönnum Sem auðveldastan Iesturinn með utgáfu ódýrra bóka og aðgengi- *e8ra, en það er hægra sagt en gert. f>ótt bókaútgáfa sé hér miðað við- fólksfjölda, er hún samt ýmsum erfiðleikum hundin, sem einkum kemur fram ' háu verðlagi. Vegna þess hve lesendatalan er takmörkuð, hljóta bækurnar að verða dýrar, því litlu munar í útgáfukostnaði, hvort upplagið er haft mikið eða lítið. Við ákveðna sölu sem miðuð er við meðaltal reynslunnar er bókaverðið sett og verður auð- vitað að vera því hærra sem búast má við minni sölu. Það er rangt að kenna útgefandum um dýrleika bókanna þar á almenn- ingur fyrst og fremst sökina. Ef kanpendur væru fleiri gætu bækurnar verið ódýrari og færi þá hvorttveggja saman: fleiri lesendur og ódýrari bækur og gæti það orðið öllum að ómet- anlegu gagni. Grluggar. Eftir John Galsworthy. Meðan Reykjavikurbúar eru að þvo og sópa húsin sin hátt og lágt fyrir jólin, fægir gamli Bly gluggana á leiksviðinu i húsi þeirra March-hjónanna i London, með öllu þvi heim- spekishjali, sem hann hefir get- að týnt upp á æfinni. Á heim- spekinni hefir hann þurft að halda, þvi Trú dóttir hans hefir kæft barnið sitt nýfætt, og er nýkomin úr tugthúsinu, og bíð- ur úti meðan hann reynir að koma henni i vist þar i húsinn. Húsbóndinn, Geoffry March og Johnny sonur hans, sem hefir verið 4 ár í heimsstyrjöldinni, og ungfrú Mary dóttir Geftrys eru öll mannúðarfólk, sem viija hjálpa stúlkunni og taka hana. En þegar húsmóðirin kemur, er hún á móti þvf og álítur mann- úðina flónsku. Heimilisfólkið kallar matseljuna til ráðagerðar, því hún hefir verið matselja hjá föður herra March og er vön að sigla milli skers og báru. Hvað hún segir, er nokkuð ó- ljóst, en stúlkan er ráðin. En fljótt sést það á Trú litlu (frú Kvaran), að hún er laus á kostunum, og Johnny (Indriði Waage) kyssir hana i borðstof- unni. Matseljan (frú Marta Kal- man) rekur upp hljóð, þegar hún sér það. Frú March kemst að því af hverju matseljan hefir hljóðað og rekur Trú burtu, en Johnny tekur það ákaflega óstint upp og býr sér skotgröf uppi á lofti, og fæst ekki til að koma niður. Frú Guðrún Indriðadóttir lék frú March prýðisvel. Altaf er hún »dama«, og lika þegar hún sýnir frú March fulla, síðast í þriðja þætti. Hana hefir maður séð heyja margt stríðið með snild, en fá hlutverk hefir hún farið betur með en þelta. Hún er bindindiskona, sem kunnugt er, og áhorfendurnir pískruðu sin á milli: »SkaI hún nokkurn tima hafa fundið á sér?« Það sem hún sagði i þetta sinn, var þetta: »Stúlkan vill að hún sé elskuð, og það viljum við öll; enginn getur bjargast nema hann elski«. Þetta er liklega bending frá höfundinum sjálfum. Gamla Bly lék Brynjólfur Jó- hannesson, nýr leikari má heita, og er enginn efi á því, að hann kom fram sem verkamaður, sem vanur er að umgangast fólk og glugga i bókum. Hann hefir drukkið sig fullan út af dóttur sinni í siðasta þætti, sér alt tvö- falt og sýndi það ágætlega vel. Geoffry March er ríkur borg- ari og skáldsagnahöfundur, sem ræður ekki nokkrum hlut á heimilinu, og hann lék Ágúst Kvarar, svo vel fór á. Johnny son hans leikur Ind- riði Waage, og sýndi í því hlut- verki svo mörg umskifti í fram- komu, látbragði og svip, að það bendir á miklu tilbreytingargáfu og gott leikaraefni. Með matseljunni, frú Mörthu Kalman, kora ánægjan og hlát- urinn til áhorfendanna. Ást þess- arar góðu sálar á Johnny ætlar

x

Dagblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.