Dagblað

Tölublað

Dagblað - 07.12.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 07.12.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ hvað eftir annað að bræða hjarta hennar, og innilegast bráðnar það þó, þegar hún heyrir hann spila á harmonik- una fyrir utan, og endar þátt- inn með því að segja: »Ó, er það ekki himneskt?« Haraldur Á. Sigurðsson leik- ur Lundúnabullu, sem er i fin- um fötum, en hefír sett á sig svip og slíkt gerfi, sem enginn efast um að þrælmenni verði að hafa. Sú andlitsgrima tók af allan efa. Frú Soffía Kvaran leikur Trú. Fyrir tuttngu árum hefði engin hérlend leikkona getað leikið slíkt hlutverk. Hún er ákaflega skömmustuleg í fyrstu, en þeg- ar hún sér að Johnny er henni hliðhollur og hefír talað máli hennar, þá byrjar hún að gefa honum gætur, og tilburðir henn- ar, þegar hún er að laða hann til að kyssa sig, og sakleysi hans, þegar hann lét leiðast til þess, var mjög fín og afarsenni- leg meðferð á þeim afdrifaríka atburði. Arndís Björnsdóttir lék Mary dóttur hjónanna. Hún er því nær ný leikkona, en hvenær sem hún leikur, má ávalt sjá að það er »dama«, sem á leik- sviðinu er. Samleikurinn var góður, og það er eigindi, sem grær fastar og fastar við sýningar Leikfé- lagsins, en vantar einna mest i tilraunir annara. Fyrirkomulagið á leiksviðinu hafði góð áhrif á áhorfendurna, en vegna þess hve það er lítið, má ekki hafa þar of mikið af húsgögnum, því leikendurnir hverfa innan um þau. Fví verð- ur að taka það fram, að þessi tvö blómsturglös sem voru á borðinu, huldu hvað eftir ann- að andlitin á leikendunum, svo engan geðblæ var á þeim að sjá, og ætti þau að víkja úr sessi fyrir lágri blómsturskál, sem sjá má andlitin yfír, neðan af gólfínu. Allar ljósbreytingar á leiksviðinu voru góðar. Af samvizkusemi eða »horror vacui« — hræðslu við auða rúmið — hefir inngangur leiks- ins verið prentaður á leikskrána. Fað er lýsing á umhverfínu, sem ekki verður séð. Slikar lýsingar eiga heima i skáldsögnm, en ekki í leikritum. Lýsingin sem Trú gefur á húsinu er þúsund sinnum skýrari. Þar er lagt átta sinnum á borð á dag, fjórum sinnum fyrir eldra fólkið í hús- inu og fjórum sinnum fyrir vinnufólkið. Það sýnir rótgróna brezka heimilishætti, þar sem allur dagurinn fer í það að matast. Þess er að vænta að bæjar- búar leggi frá sér þvottastamp og sópa nokkrar kvöldstundir, þegar leikið verður núna fyrir jólin, og lita á gluggafægingar í London eins og þær eru sýndar í leikhúsinu. Þeim verður það eflaust til upplyftingar og gleði í stritinu, — og þess þurfa þeir Borgin. Sjávarföll. Siðdegisháflæður kl. 10,30 í kvöld. Árdegisháflæður kl. 10,55 á morgun. Næturlæknir Gunnlaugur Einars- son, Stýrimannastíg 7. Simi 1693. Neturvörður i Laugavegs Apóteki. Tíðarfar. Óstöðugt veður og breyti- Ieg vindstaða. Mikil rigning i morg- un í Vestmannaeyjum og Raufar- höfn. Heitast var í Vestm.eyjum 7 st., Hornafirði 6, Seyðisf. 5, Rvik 4 st., annarstaðar 0—3 st. — í Fær- eyjum var 9 st. hiti og á Jan Mayen 3 st. frost. — Loftvægisl. við Suð- vesturl. Búist ervið allhvassri norð- lægri átt með snjókomu á Norðurl. Útskurðarsýning var opnuð i gær i litla salnum bjá Rósenberg. Er par sýnt mikið af smiðisgripum Stefáns sál. Eirikssonar hins odd- haga, og einnig nokkrir gripir gerð- ir af Soffiu dóttur hans. Hjúskaparheit sitt hafa nýlega op- inberað ungfrú Jakobina Pórðardótt- ir, Bergst.str. 37, og Einar Ásmunds- son járnsmiðameistari, Lækjarg. 10. Jnpiter heitir nýr botnvörpungur, sem kom hingað í gær. Hefir Bel- gaum-félagið látiö smiða hann í Englandi, og er bæði stór og vand- aður. Skipstj. er Pórarinn Olgeirsson. Jarðarför frú Áslaugar Blöndahl fór fram á laugardaginn að við- stöddu miklu fjölmenni. Séra Frið- rik Hallgrímsson flutti húskveðju og kirkjuræðu. Sérstakur söngflokk- ur, undir stjórn Páls ísólfssonar, ^DagBíaé. Bæjarntálablað. Fréttnblad Ritstjóri: G. Kr. Gaðmundsson, Lækjartorg 2. Simar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 siðd. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Sími744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. söng bæði í heimahúsum og í kirkjunni, og einnig söng Simon Pórðarson einsöng. Nánustu ætt- ingjar og vinir báru kistuna aft kirkjunni, en stjórn Verslunarráðs- ius inn. Út úr kirkjunni báru hana ræðismenn erlendra ríkja, en inn l kirkjugarð skólabræður Sigfúsar. Góðnr gestnr. Eggert Stefánsson söngvari er á leið hingað meö ís- landi, og mun hann dvelja hér nokkurn tíma. Lcikfélag Reykjavíknr lék Glugga, eftir John Galsworthy í 2. sinn i gærkvöld. Næst mun verða Ieikift um miðja vikuna. Peningar; Sterl. pd............... 22,15 Danskar kr............. 114,06 Norskar kr.............. 93,24 Sænskar kr............. 122,33 Dollar kr.............. 4,57*/t Gullmörk............... 108,81 Fr. frankar ............ 17,96 Hollenzk gyllini....... 184,09 íslendingnr kjörinn formaöur Stúdentafélagsins í Þrándheimi, Porlákur Helgason stud. techn.* sem nemur verkfræöi við Tek- nisk hoiskole, hélt fyrirlestur um Island og íslenzka menn- ingu þ. 14. þ. m. í Stúdeutafé- laginu þar í bæ. Var gerður góöur rómur að máli hans. Síðar á fundinum vorn stjórn- arkosningar og var Þorlákur kosinn formaður félagsins meö 109 atkv. Næstur honum varð lektor Due með 49 atkv. en aðrir fengu um 20 og þaðan af færri. Þetta mun í fyrsta sinn, aö íslendingur er kosinn formaður í útlendu stúdentaféiagi, a. m. k- svo stóru (um 700 meðl.).

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.