Dagblað

Eksemplar

Dagblað - 08.12.1925, Side 1

Dagblað - 08.12.1925, Side 1
Priðjudag /w #" I. árgangur. 8. desember Ty I ^ #^/S 259. 1925. Aft/Mlf tölublað. iFSSTARF einstaklingsins ræður mestu um hvert hlut- skifti hans verður i lifinu. Fjölbreytni, atvinnuveganna er nú orðin miklu meiri en áður var, þótt íslendingar sé ekki enn sambærilegir við aðrar þjóðir, þar sem atvinnulifið er mörgum sinnum fjölþættara og miklu fleiri leiðir til sjálfsbjargar. Verkaskifting er alstaðar nauð- synleg, og einhæfni í atvinnu- rekstri leiðir öðru fremur til kyrstöðu og afturfarar, og hlýt- jjir að verða þess valdandi, að «rlend yfirráð nái því tangar- haldi á lifi manna og athöfn- un\, sem hægara er að komast undir en losa sig við. — Afkoma einstaklingsins mótast einkum af tvennu: hvert lífsstarf hann vel- ur sér og hvernig hann rækir stöðu sína. Ýmsar ytri aðstæður koma einnig hér til greina, og geta valdið miklu um hver ár- angurinn verður af æfistarfinu. Reynir mest á manngildið að mæta andstæðunum og sigrast á þeim erfiðleikum sem að- staðan skapar. Ekkert er eins nauðsynlegt og það, að hver og einn velji sér starf og stöðu eftir því sem hneigð hans bendir helzt til, og má því aðeins vænta góðs ár- angurs af æfistarfinu, að ein- staklingurinn iendi á réttri hillu í lífinu. En mörgum skjátlast í sjálfsvalinu um lífsstarfið, og einmitt þess vegna verða mis- tökin svo mörg í athafnalífinu. Mörgum hugsandi mönnum er það nú áhyggjuefni, hvert stefn- ir í atvinnuvali hinnar uppvax- andi kynslóðar. Flest bendir til að unga fólkið sé að verða frá- fiverft allri algengri vinnu, og að það eigi flest aðeins eitt sam- eiginlegt takmark, en það er að ka*a sem hægast og ininst fyrir lífinu 0g lifa sem mest á kostnað annara án verulegs erfiðis. ^er á landi hneigist hugur ungra manna einkum að einu starfi, en það ^er verslun. Verslunarstéttin er þegar orð- in meira en nógu fjölmenn, og sízt þörf fyrir hina miklu við- komu verslunarhneigðra manna. Ef svo heldur áfram, horfir þar til vandræða, því verslunarat- vinna hér á landi er svo þröng- uin takmörkum bundin vegna legu landsins og annarar að- stöðu, að einungis ákveðinn fjöldi manna kemst þar að, svo lífvænlegt geti talist. Hver og einn reynir að koma ár sinni sern bezt fyrir borð, svo róður- inn að þessu sameiginlega tak- marki verði sem hægastur. Allir gera það sem þeir geta til að bera sem mest úr býtum, en reynslan verður sú, að hver þvælist fyrir öðrum og einn dregur annan niður, og hin sameiginlega útkoma verður fá- tækt og framtaksleysi. Fólk verður að skilja, að ein takmörkuð atvinnugrein getur ekki tekið við nema ákveðinni tölu manna, og því nauðsynlegt að snúa sér einnig -til fleiri hliða, þar sem betri úrkostir bíða athafnamannsins. í öllum iðnaaörgreinum erum við mjög skamt á veg komnir, og þar vantar hæfa menn á öll- um sviðum. Sá vísir að inn- lendum iðnaði, sem hér er kom- inn upp, gefur vonir um að þar sé mikils að vænta, sem mörgum manni getur orðið að arðvænlegu lifsstarfi. En okkur vantar fleiri menn til viðbótar þeirn, sem fyrir eru. f*ar er bæði skortur á fjölhæfum at- hafnamönnum til að brjóta nýj- ar leiðir og endurbæta gamlar vinnuaðferðir, og einnig tilfinn- anleg vöntun á óbreyttum verka- mönnum til framkvæmda nauð- synlegustu iðnaðarstarfa. þangað ættu menn fremur að sækja til fjársöfnunar og fremdarorðs, en inn fyrir búðarborðið og myndi það mörgum reynast arðvænleg leið til sjálfbjargar. Utan úr heimi. i _______ Khöfn 7. des. 1925. ðfriðnrÍDn í Sýrlandi. Símað er frá París, að eftir ákaflega harða árás hafi Frökk- um tekist að undiroka Drúsa- flokkinn í Sýrlandi. Hafði verið barist með öllum hugsanlegum nýtizku stríðstækjum, flugvélum, tanks o. s. frv. Bardaginn fór fram af hinni mestu grimd. Frá Pýzkalaudi. Simað er frá Berlin, að Hin- denburg hafi beðið Luther og alla ráðherrana að gegna stjórn- arstörfum áfram, þangað til nýja ráðuneytið sé myndað. Khöfn, FB. 8. des. ’25. Einræðið á Spánl. Simað er frá London, að fregnritari á Spáni fullyrði, að alt sé eins og það áður var. Rivera ráði einn öllu. Alþjóðabandalagsfandnr. Símað er frá Genf, að fram- kvæmdarráð Alþjóðabandalags- ins komi saman á morgun til þess að ræða ýms merk mál, t. d. sameiginleg samtök og und- irbúning afvopnunar. Síma-kappteflið. Bor ð I. ísland. Noregur. Hvítt. Svart. 19. Bg3—h2 c7—c6 20. d5xc6 b7 Xc6 21. bfl—e2 Borð II. Noregur. ísland. Hvítt. Svart. 19. a2xb3 f7—f6 20. e5xf6 Rd7Xf6 21. Df4—g4

x

Dagblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.