Dagblað

Tölublað

Dagblað - 08.12.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 08.12.1925, Blaðsíða 2
2 D A G B L A Ð Ástandið í Rússlandi. Eitt af heimsblöðum Ameríku »Herald T ribune« hefir nýlega birt skýrslu eftir fregnritara sinn, hinn skarpskygna og víðförla Arthur Ruhl, sem einnig hefir ritað fyrir önnur stórblöð vest- anhafs. Er skýrslan um Rúss- land, ítarleg, merkileg og fróð- leg lýsing á lífi og starfi þjóðar- innar. Birtist útdráttur frásagn- arinnar hér vegna þess að hún virðist óhlutdrægari en flestar- þær greinar sem við eigum að venjast. Stjórnaríarið. Ruhl kveður stjórnina hafa ótakmarkað alræðisvald, stjórn- málafundir séu bannaðir nema á eigin ábyrgð, málfrelsis njóti enginn né ritfrelsis og sé þung hegning, ef út a.f er brugðið. Menn eru dæmdir til fangelsis- vistar og jafnvel til Síberiuvist- ar ef mikil brögð eru í tafli eða menn eru grunaðir um njósnir. Óvild Sovjetstjórnarinnar til kirkju og kristindóms sé mögn- uð og uppeldismálin sé falin umboðsmönnum stjórnarinnar og börnum æðri stéttanna, sem áður voru, er gert erfitt fyrir um alla mentun og kristindóms- fræðslu. Stofnsnir stjórnarinnar. Rrátt fyrir alt þelta telur Arthur Ruhl upp margt stjórn- inni til ágætis, svo sem við1 reisn verslunar og iðnaðar. Mat- vælaverslun er i góðu lagi og engin skortur á vörum, jafnvel þeim sem komi að langar leiðir og ríkisverslun með vefnaðar- vörur er rekin með nýtizku- sniöi, en þó til hagsmuna fyrir ríkið. Iðnaðarstofnauir stjórnar- innar eiga öröugra uppdráttar sumstaðar, sakir hrávöruskorts og ónógs reksturfjár. Verkstjórn við stofnanirnar er falin þeim einum, sem verklega þekkingu hafa til bruns að bera, en auð- sveipir sljórnarsinnar verða þeir menn að vera, enda þótt af aðalsbergi séu brotnir. En þá eru þeim góð laun vís. Ágóðan- um af stofnunum stjórnarinnar er varið þannig: 30% rennur í ríkissjóð, 30°/» «1 bættra vinnu- aðferða, 20% i \|arasjóð og 20°/« er lagt við höfuðstólinn. Ákvæð- isvinna er lögskipuð, en verka- menn fá uppbót fyrir það sem umfram er unnið. Laun yfir- manna og verkstjóra eru ákeð- in, en ivilnun fá þeir á ýmsan hátt i stað peninga ef þeir eru stjórnsamir. Verklegar írarakvæmdir. Samgöngur eru í góðu lagi og gott að ferðast, Ferðalög eru ódýr, fæði og gisting er selt sanngjörnu verði. Ferð i strætis- vögnum kostar 10 aura og góð- ur málsverður 1 krónu. Blóm- leg héruð mæta auganu hvar sem fariö er. Nýreist hús, þar sem áður voru rústir eða auðn ein, og kirkjur í bezta ástandi fyrir forgÖDgu safnaðanna. Líkamsment. íþróttir, einkum róðraríþrótt og knattspyrna, eru mjög stund- aðar af æskulýðnum, og er stjórnin þar hlyntari verka- mannabörnunum en æðri stéttar erfingjunum. Samkepni uin í- þróttir er mikil, einnig útávið, einkum við Finna, nágranna- þjóöina fræknu. Skólamálin. Umboðsmaður stjórnarinnar, Lunacharsky, er fræðslumála- stjóri, sem lætur mjög til sín taka mentun barna og unglinga af verkamannastétt, og er kenn- ingum Marx mjög haldið að nemendunum. Þó að börnum verkamanna sér gert greiðar fyr- ir, er öllum frjáls aðgangur að skólunum. Að vísu kvarta for- eldrar þeir sem tilheyrðu æðri stéttunum undan ójöfnuði og eins því, að kensla í trúarbrögð- um sé bönnuð i skólunum. Yfirleitl virðistþóalþýða manna ánægð með stjórnarfarið og eng- inn hörgull framar á neinu sem þarf til lifsviðurhalds. Hin trú- hneigða þjóð fer sínu fram um guðsdýrkun, hvað sem stjórnin segir og á stjórnin þar við svo ramman reip að draga, að hún fær ekki ráðið vi§ neitt. ^DagGlaé. Bæjannálablað. Bréttablað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viötalstími kl. 5—7 siðd. Afgreiðsla: Lækjartorg 2. Sími 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. Borgin. Sjávarföll. Síðdegisháflæður kl. 11,30 í kvöld. Árdegisháflæður kl. 12,5 á morgun. Nætnrlæknir í nótt er Ólafur Gunnarsson, Laugaveg 16. Sími 272. Næturvörður í Laugavegs Apóteki. Tfðarfar. Norölæg átt viðast. Of- viðri hér í Reykjavík og Dærri jafn hvast í Stykkishólmi og fsafirði. Stórhríð á ísafirði i gær og í morg- un og 4 st frost. í Stykkishólmi var 2 st. frost og á Hólsfjöllum 1 st. Annarstaðar frostlaust, heitast á Seyðisfirði 7 st. — í Kaupmanna- höfn var 1 st. hiti, í Leirvík 9, Færeyjum 8, á Jan Mayen 0 og í Angmagsalik 12 st. frost i gær. Loft- vægislægð við Suðausturland. íaland er væntanlegt hingað í fyrramálið. Nýr botnvörpnngnr eign Geirs Thorsteinssonar & Co er væntan- legur hingað í dag. Heitir hann Eiríkur rauði og er smíðaður í Eng- landi og kvað vera mikið skip og vandað. Hjúskapnr. A laugardaginn voru gefin saman í hjónaband ungfrú Ólöf Bjarnadóttir (Jenssonar lækn- is) og Jón Hallvarðsson lögfr. Sápnbnðin sem lengi hefir verið á Laugaveg 40 er nú flutt á Laugaveg 36, i hið nýja liús Guðm. Ólafsson- ar og St. Saudholt bakarameistara. Tóbaksverslnnin er gefin frjáls frá næstu áramótum eins og kunnugt: er. Munu þá ýmsir hugsa sér til hreyfings um tóbakssölu og eru pegar tvær verslanir stofnaðar, sem aðallega versla með tóbaksvörur. Fyrsti banknseðillinn af verðlauna- seðlum Húsgagnaverslunarinnar í Kirkjustræti 10 er kominn fram. Hann er no 262742 og var gefinn til baka i Nýja Bió l gærkveld. Jón Helgason Miðstræti 8 hrepti hnossið.. En hver verður næstur?

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.