Dagblað

Tölublað

Dagblað - 08.12.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 08.12.1925, Blaðsíða 3
DAG6LAÐ 3 \ , Loflskeytamenn og utgerðarmenn bafa nýlega gert með sér kaup- samning fyrir komandi ár. Jarðarför Friðjóns Kristjánssonar stud. theol. fer fram á morgun. Peningar; Sterl. pd............... 22,15 Danskar kr............. 114,06 Norskar kr.............. 93,24 Sænskar kr.............i 122,38 Dollar kr.............. 4,578/* - Gullmörk ................. 108,81 Fr. frankar ............ 17,79 Hollenzk gyllini....... 183,97 Ferðabókarblöð 1925, Frá Kína. 1. október. Ég talaði á tveim samkomum í Sítwan. Á sunnudaginn sóttu menn samkomuna mjög vel; um mesta annatímann bæltir þó kínverskum safnaðarmeðlimum mjög við að gleyma helgi hvíld- ardagsins. Séu þeir að einhverju háðir heiðnum mönnum, eins og oft vill verða, eru þeir neydd- ir til að vinna jafnt helga daga og virka. Kringumstæður eru líklega erfiðari i Sítwan, en á nokkr- um öðrum stað á starfsviði okk- ar í Kína, Hefir bærinn í mörg ár blátt áfram verið hringsettur af ræhingjum. Ekkert eftirlit geta kristniboðarnir veitt út- stöðvunum. í fyrstu og síðustu útstöðvaferð sinni lenti Anda í kióm ræningjanna. Kirkjuhúsinu í Sitwan mun ég seint gleyrna. — Hin miklu musteri eru ofboð sjaldan tákn þess að safnaðarlífið sé með miklum blóma. Fað er því ef til vill ekki ætíð óviðeigandi, að safnaðarhúsið hefir hlotið hið upprunalega nafn safnaðarins sjálfs, »kirkja«, þ. e. hús Drottins. En söfnuðurinn i Sítwan hefði átt betra hús skilið. Paö er svo litið, að börnunum verður að vísa frá almennum samkomum; en öllu verra er það þó, að húsið er svo lélegt og ljótt, að það jafnast á við samkomuhús útstöðvanna sumra. Er að því mikill bagi fyrir safnaðarstarf- semina. Ólafur Ólafsson. Fiskyeiðar í Da?)mörku 1924. Samkv. nýútkomnum skýrsl- um hefir sjávaraflinn f. á. num- ið samtals 441/8 milj. kr., eða nál. 10 milj. meira en 1923. — Tala þeirra manna sem fisk- veiðar stunda á sjó, er rúm 18 þúsund. — Skip og bátar, stórir og smáir, nema 15,400, og er fiskiflotinn allur nær 22'/2 milj. kr. virðingarverðs, en allur út- búnaður til fiskveiða nál. 18 milj. kr. virði. — Eins og kunn- ugt er, styrkir rikið fiskveiðarn- ar. Ríkið hefir lánað 1924 til báta- og skipakaupa 346l/2 þús„ kr., og lánsfélögum fiskimanna hafa verið veittar 105 þús. kr„ til útlána. Gamlar fornminjar. Skamt frá Haugasundi í Noregi hefir nýlega fundist haugur meö merkilegum fornminjum. Voru þar m. a. gullhringir, skjöldur,, spjót o. m. fl. Er talið, að haug- ur þessi sé frá 6. öld e. Kr„ Búist er við að finna þar fleira verðmætra muna. Sonnr jarnbrantakóngfslng. stundi Kirk upp, án þess að veita oröum hans eftirtekt. Konum hættir auðveldlega við afbrýðis- semi, eins og þér þekkið til, Runnels? Hvað haldið þér, að hún muni gera? — Verið ekki að brjóta heilann um það. Ég er að hugsa um Cortlandt. Hvað mun hann gera, ef hann verður þess var, að honum hafi skjátlast? — P*að neyðist hann til að verða. Ég ætla að segja honum það. Konan hans mun einnig segja honum það. Guð minn góður! Skiljið þér ekki hvernig þetta horfir alt saman fyrir mér? En annars í fullri hreinskilni, Runnels, þér efist þó ekki um mig? — Nei — en þvílikt og annað eins kvöld og þetta! Langt eins og heilt ár. Komiö nú með naér burt héðan. t*ér verðið að fara að hátta. — Eg held hreint ekki, að mér sé mögulegt að hugsa til að sofna, áður en ég hefi ráðið fram úr þessu. Hann varð alveg utan við sig á ný. Félagar mínir halda, að ég hafi svikið Wanninn, er gerði mig að vini sínum. — Við skulum ekki tala meira um þetta, og a> m. k. getum við ekki setið hér alla nóttina. þjónarnir verða steiuhissa á öllu þessu uppi- standi. Runnels gat fengið Kirk til þess að fara í yfirhöfnina og reyndi að telja um fyrir honum á allan hátt. Er þeir gengu fram svalgöngin, sem nú voru alveg tóm, sáu þeir Clifford bregða fyiir sem snöggvast; en þeir vóru alls annars hugar og veittu því enga eftirtekt, hvað hann gæti verið þar að gera einsamall svona seint. Er þeir komu út á götuna, sáu þeir, að klukkan hinumegin torgsins var orðin tvö. Þar eð engir vagnar voru sjáanlegir, og þeim fanst báðutn, að þeir þyrftu hressingar við, urðu þeir ásáttir um að fara gangandi til Aucon. Rétt á eftir hélt Cliíford hægt í áttina á eftir þeim, en gætti þess, að hæfilega langt væri á tnilli þeirra. Örvæntingarþrungin gremja lagðist eins og farg á huga Kirks, er honum varð það fyllilega Ijóst, hve víðtæk og alvarleg þessi ásökun Cort- landts í raun og veru var. Hami var hljóður, en svipur hans varð svo sár og sleingerfings- legur, að Runnels varð hálf skelkaður og var á báðutn áttum með, hvort hann ætti að fara frá honum eða ekki, er þeir skildust á horninu við Tivolí-hótelið. Er þeir höfðu boðið hver öðrum góða nótt, var Runnels kominn á fremsta hiunn með að snúa við og bjóða Kirk að vera hjá honum um nóttiua, en hann lét það þö vera. Hann hugsaði með sér, að það væri ltklega ekki

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.