Dagblað

Útgáva

Dagblað - 09.12.1925, Síða 1

Dagblað - 09.12.1925, Síða 1
KJÖTVERSLUN landsmanna er langt frá því að vera komin í það horf sem Tiðunandi getur talist. Flestum mun ljóst hver nauðsyn landbóndanum er að fá sem mest fyrir aðal íram- ieiðsluvöru sína og að markað- urinn fyrir hana sé sem trygg- astur, og minstum verðsveifl- um háður. Nú er það vitanlegt að sölu möguleikar á íslenzku kjöti eru bundnir þröngum takinörkum þar sem nærri eingöngu er um saltkjötssölu að ræða og það aðallega i einu landi. Hingað iil hefir kjötið að mestu leyti verið saltað og annara kjöt- verkunaraðferða að engu gætt nema það litla sem hefir verið reykt til neyzlu innanlands. Mest alt saltkjötið hefir verið flutt til Noregs og selt þar lágu verði, jafnvel lægra en hér- iendis. Og vegna þess hve markaðurinn er þröngur höfum við að mestu leyti orðið að sætta okkur við það verð sem Austmenn vildu horga. Kjötsalan til Noregs hefir oft mátt heita neyðarúrræði og er þaö í raun og veru allaf, því þar getur aldrei fengist sannvirði fyrir þessa vörutegund miðað við kjöt annara þjóða sem keypt er sumstaðar dýrara verði, þótt það sé jafnvel verra. Norðmenn kaupa ekki íslenzkt kjöt af þvi að þeir framieiði ekki nóg kjöt sjálfir, heldur at' þeirri ástæðu að þeir geta fengið meira verð fyrir sitt eigið kjöt en það islenzka kostar og grætt þannig verðmismuninn. Norðmenn flytja töluvert af kjöti út úr landinu, einkum á brezkan markað, og íslenzka kjötið kaupa þeir því aðeins í 8róðaskyni en ekki af raunveru- le8U þörf. — þessum ástæðum getur saltkjötssaiaQ tiI Noregs aldrei orðið tiygg 0g er þúu j)ví sjZ[ örugg til frambúðar. Okkur er þvi brýn nauðsyn að reyna af fremsta megni að afla okkur nýrra markaða, sem vænlegri eru til frambúðar en norski markaðurinn. Tilraunir hafa verið gerðar þá með sölu á kældu og frosnu kjöti til Bretlands og Belgíu en reynsla er ekki fengin fyrir því enn hvernig þær tilrauuir muni gefast þótt nokkur von sé um góðan árangur og hærra útkomu- verð en salan til Noregs hefir gefið. Ekki er ólíklegt að fá mætti einnig nokkurn markað _ fyrir annað kjöt en saltað og nýtt. Einu sinni var mikið talað um söluhorfur á þurkuðu kjöti, og komst það svo langt, að á Alþingi 1918 var mikið rætt um einkaleyfi til útflutnings á þurk- uðu kjöti. Var það lagt fyrir þingið í frumvarpsformi, og vildi landbúnaðarnefnd N. d. samþykkja það, en við 3. umr. var það felt með 1 atkv. mun, og var þar með úr sögunni. Hvað formælendur þess hafa vitað um söluhorfur, er þeim ókunnugt, sem þetta ritar, en hafi þær einhverjar verið, þá er varla ekki loku fyrir það skotið að enn sé einhver söluvon, og að m. k. er þetta þess vert að vera athugað. Hangikjötið íslenzka hefir alt- af verið talinn herramanns mat- ur, og er ekki ólíklegt að fleir- um mætti wkenna átið« en okk- ur sjálfum. Gæti það verið mik- ill ávinningur, að fá erlendan markað fyrir íslenzkt hangikjöt, og þyrfti að gera ítarlegar til- raunir um sölu á því, og er ekki ólíklegt að afla mætti því þess álits, að það yrði eftirsólt vara. Kjötmarkaðurinn þarf að rýmk- ast, svo salan sé ekki lengur bundin við verðlag í einu landi og eftir því sem selja mætti kjötið verkað á fleiri vegu, er meiri von um rúman markað og gott verð, og það er hér aðalatriðið. Ofviðri og hrakningar. Norðanpósturinn er 18 tíma yfir Holtavörðuheiði. Einn maður gefst upp og er grafinn i fönn. í fyrrakvöld brast hér á ofsa- veður af norðri með snjóhreyt- ingi og hefir það haldist síðan. Annarstaðar hafði veðrið skollið á fyr, og t. d. á ísafirði var komin stórhríð strax á mánu- dagsmorgun. Pósturinn, sem gengur frá Borgarnesí norður yfir Holta- vörðuheiði var á suðurleið og lagði upp frá Grænumýrartungu kl. 10 á mánudagsmorguninn, voru þeir 5 saman með marga hesta. Veður var sæmiiegt um morg- uninn en nokkur ófærð á heið- inni. Um kl. 2 voru þeir komn- ir á miðja heiði og var veðrið þá farið að versna en þó ekki svo að ekki væri ferðafært og héldu því áfram fram hjá Sælu- húsinu, sem er á miðri heiði. En veðrið fór versnandi og nokkru eftir að þeir fóru fram hjá Sæluhúsinu varð einn mað- urinn viðskila við þá ásamt 4 hestum, og fóru hinir að leita hans, en við það fóru þeir út af réttri leið og mistu af síma- línunni, sem þeir höfðu fylgt þangað til. Skömmu síðar eða um kl. 4 skall á iðulaus blindhrið svo ekki varð við neitt ráðið, hest- unum töpuðu þeir út í hríðina og var þá ekki annað að gera en reyna að ná gangandi til bygða. Einn þeirra, Ólafur Hjalte- sted kaupm. hér í bænum varð magnþiota er leið á kvöldið og voru þá engin úrræði önnur en grafa hann í fönn og var þar hlúð að honum eins og hægt var>

x

Dagblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.