Dagblað

Útgáva

Dagblað - 09.12.1925, Síða 2

Dagblað - 09.12.1925, Síða 2
2 DAGBLAÐ 1 skeyti til Fréttastofunnar segir, að »Ólafur Hjaltested hafí kvartað um lasleika, nokkru eftir að þeir fóru frá sæluhús- inu, og ágerðist hann er veður versnaði. Fór svo, að hann treystist eigi til að halda áfram ferðinni. Dvöldu þeir hjá hon- um lengi, en afréðu loks að búa um hann þar sem bezt í fönn, en leita svo hjálpar. Bjuggust þeir við að ná Fomahvammi á tiltölulega skömmum tima. Varð þetta úr. Bjuggu þeir sem vand- iegast um Ólaf, klæddu hann í olíuföt utan yfir ferðaföt, hlóðu utan um hann gæruskinnum og póstpokum, og voru vongóðir, er Fréttastofan átti tal við þá í gærkvöld, að Ólafi myndi liða sæmilega í snjófönninni, unz bjálp bæri að«. Siðan héldu hinir áfram og fundu bráðlega símalínuna aftur og komust við illan leik að Fornahvammi kl. 4 um nóttina. Höfðu þeir þá verið 18 klukku- stundir á ferðinni, sem annars er 5 tima ferð. Maðurinn, sem þeir mistu af um daginn var kominn þangað á undan þeim. Strax og þeir komu að Forna- hvammi var brugðið við að leita Ólafs, en hvorttveggja var að þeir voru ekki vissir um stað- inn og veðrið afskaplegt, enda varð leitin árangurslaus. En i morgun var gert ráð fyrir að hefja leit á ný. Flestir hestarnir voru ófundnir í gærkvöld og mikið af fóstfíutningnum. í morgun var ekki hægt að ná sambandi við Borgarnes né Fornahvamm vegna símslita. »I)ansiun nndir hlíðnm« — Á Útsíra i Noregi (eyja fyrir vestan Stafangur, langt undan landi, 414 íbúar) var fyrir skömmu kosin hreppsnefnd, 12 manna. Kosningu hlutu 11 kon- ur og — 1 karlmaður. Hefir verið reynt að ónýta kosningu þessa. en ekki tekist. Stjórnar- ráðið sér engin úrræði til að ráða við hinar ráðríku konur á Út- sira! — Þær sitja. Manni dettur i hug vikivakinn gamli: Danzinn undir hliðum hann er sig ei seinn Atján voru konurnar, en karlinn hann var einn! Borgin. SjávarfðH. ÁrdegisháOæður kl. 11,30 í nótt. [Siðdegisháfiæður kl. 1,10 á morgun. Sólarnpprás kl. 10,9. Sólarlag kt. 2,24. Meetnrlaeknir. Daniel V. Fjeldsted, Laugaveg 38. Simi 1561. Nætnrvörðnr í LaUgavegs Apóteki. Tlðarfar. Norðanstórviðrið, sem skall á í fyrradag, helzt ennþá, en veðurskeyti hafa ekki komið frá mðrgum stððum vegna simslita. Lítið frost er par sem til spyrst og sumstaðar frostlaust. Á Akureyri var 2 st. hiti í morgun og 4 st. hiti i Seyðisf. — í Khöfn var við frost- mark (0) í morgun, og eins á Jan Mayen, en i Angmagsalik var 12 st. frost í gær. — Loftvægislægð fyrir suðaustan land. Búist er við svip- uðu veðri. Eiríknr rauði, hinn nýi botnvörp- ungur Geirs Thorsteinsson & Co, sem getið var um i blaðinu i gær, kom hingað frá Englandi í nótt. Með honum komu Geir Thorsteins- son og frú, og frú Málfríður Oddsson. Botnvörpnngarnir sem út voru farnir, hafa undanfarna daga legið inni á Vestfjörðum vegna ofveðurs- ins. Hefir frézt um flesta þeirra og margir sent skeyli um góöa liðan. Syningin á útskurði Stefáns Ei- rikssonar og Soffíu Stefánsdóttur í litla salnum hjá Rosenberg er dag- lega opin frá kl. 10—10. Sýningin mun aðeins verða opin í 2 daga enn, og því ættí fólk ekki að láta dragast að lita þar inn. Karlakór K. F. U. M. heldur sam- söng í Nýja Bió kl. 7'/» 1 kvöld, und- ir stjórn Jóns Halldórssonar rikis- féhirðis. Má þar áreiðanlega vænta góðrar skemtunar. ísland kom hingað kl. 11 i morgun en kl. 1 var það ekki komið inn á höfnina, vegna þess að hafn- sögumaðurinn haði ekki komist út i það vegna ofveðursins. Símalit hafa víða orðið í gær og í nótt, og er nú sambandslaust við margar stöðvar. # Feningar; Sterl. pd................ 22,15 Danskar kr............. 114,06 Norskar kr.............. 93,19 Sænskar kr............. 122,38 Dollar kr................ 4,58 Gullmörk .............. 108,87 Fr. frankar.............. 17,79 Hollenzk gyllini....... 184,09 HÞagBlaé. Bæjarmálablað. Fréttablað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstimi kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Sími 744, Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuöi. Prentsmiöjan Gutenberg, h.f. Herkileg sýning. ísleuzk list. Tréskurðarlistin er elzt þeirra íslenzkra lista, sem handlægnt þarf til jafnt hugvitinu, og sú eina, sem getur raunverulega talist þjóðleg. Menn geta verið rithöfundar og skáld, án þess að hafa nokkurn snefil af hand- lægni. En myndlistarmaðurinn eða útskurðarmeistarinn getur ekki verið snillingur án þess að vera skáld. Stefán Eiriksson hlýtur að hafa verið hvorttveggja, lista- maður og skáld. Enginn ísiend- ingur mun hafa verið eins »odd- hagur«, enda hlaut hann af því viðurnefnið, sem sérkendi hann frá öllum öðrum. Stefán odd- hagi var snillingur, sem lengi mun minst, þvi verkin halda uppi nafni bans margar aldir fram. Stefán hlaut listeðlið í vöggugjöf, og blutskifti hans varð svipað æfikjörum annara listamanna, sem eru svo óhepn- ir að fæðast tslendingar, þótt sumir sæki þangað einmitt sér- kenni sín og aðalþrótt. Nýskeð hefir verið opnuð sýn- ing á smiðisgripum Stefáns, þeim, sem bægt hefir verið að ná til og er það fyrsta heildar- sýningin af verkum hans. Dæt- ur hans hafa gengist fyrir sýn- ingunni og á elzta dóttir hans, Soffía, marga gripi á sýning- unni. Sýnir hún greinilega hverr- ar ættar hún er og heldur uppi merki föður síns með mikilli sæmd. Lítið rúm leyfir ekki langa lýsingu á mörgum hluturu, en; geta verður hins helzta.

x

Dagblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.