Dagblað

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagblað - 10.12.1925, Qupperneq 1

Dagblað - 10.12.1925, Qupperneq 1
Fimtudag 10. desember 1925. I. árgangur. 261 tölublað. agBlaé MIÐSTÖÐ bæjarsimans er sú starfstðð, sem hér mun mest notuð, enda er tal- síminn eitt af dýrmælustu þæg- indum bæjarmanna. Talsímanot- endum fjölgar líka ineð ári hverju og eru þeir nú orðnir sem næst tveim þúsundum, sem hafa sér- stakan síma. Er talsímanotkun óvíða meiri miðað við fólks- fjölda. — Síminn er nú orðinn okkur svo samgróinn og flest- um ómissandi, að telja má víst, að notendum hans haldi áfram að fjölga með hverju árinu sem iiður. Fyrst þegar talað var um að leggja hér síma, töldu sumir það meslu fásinnu. Fví slíkt »sport« væri ekki við okkar hæfi, og langt mundi þangað til slíkt væri límabært. En reynsl- an hefir orðið noklcuð önnur, og munu nú fáir, setn vildu missa þessa búskaparbót, sem öðru fremur hefir dregið úr fá- sinninu og fært samau fjarlægð- irnar. — En samt er það svo, að símasamband vort innbyrðis og við umheiminn er ekki í svo góðu lagi, sem vera þyrfti og verður ekki hjá þvi komist fyr en síðar að gera þá aukningu og endurbætur, sem nauðsyn- legastar eru. — Einkum er það bæjarsiminn, sem mikil þörf er á, að sé í sem beztu lagi, en á því hefir oft viljað verða nokk- ur misbrestur. Fyrir skömmu var bæjarsim- inn endurbættur að nokkrum mun, en ekki er hann enn í því lagi, sem æskilegt væri og er þess ekki að vænta meðan betri útbúnaður er ekki fenginn. Bezta endurbótin, sem hér væri haegt að gera, er að fá nýtt skiftiborð, sem væri að miklu !eyti sjálfvirkt (»Centralbatterí«- kerfi) og má telja það misráð- að því var ekki komið á Þegar siðasta endurbót var gerð. í*að er orðin einskonar hefð, að kenna símastúlkunum um alt það ólag, sem er á bæjar- simanum, en það er að flestu leyti óréttmætt því aðallega er slíkt að kenna ágöllum sima- kerfisins sem notað er. Utan úr heimi. Khöfn, FB., 8. des. ’25. Samsteypnstjórn í Þýzkalandi. Símað er fráBeriin, að Hind- inburg hafi í gær tekið á móti foringjum flokkanua og skorað alvarlega á þá, að mynda stjórn á rúmum grundvelli. Skoraði hann á Socialdemokrata að taka þátt í stjórnarmynduninni. Frá Alþjóðnbandalngsfundinuni. Símað er frá Genf í gær, að fulltrúafundurinn sé byrjaður. Á dagskrá eru þessi mál: Grisk- Búlgarska misklíðin, fjármál Austurrikis og afvopnunarrnálið. Fjármál Belga. Símað er frá Brussel, að fjár- málaráðherrann hafi skorað á ameriska og brezka fjármála- menn að lána Belgíu 150 milj- ónir dollara til þess að tryggja myntina. Nýjar álögur í Frakklandi. Símað er frá París, að Lou- cheur hafi lýst því yfir, að eina úrræðið til þess að koma á jafn- vægi í ríkisbúskapnum, sé að þyngja skattana að miklurn muu. Ætla menn, að þingið muni styðja stefnu fjármálaráð- herrans. Brozkir njósnarar í Frakklaudi. Simað er frá París, að lög- reglan hafi í gær handsamað 3 njósnarmenn, er njósnuðu um fyrirkomulag á flugher og flug- stöðvum Frakka. Njósnuðu þeir þar fyrir brezka hermálaráðu- neytið. Atburðurinn hefir vakið áfarmikið uppnám, en annars eru upplýsingar enn þá ó- fullkomnar. Mosul-málið. Atkvæðagreiðsla fer bráðum fram um Mosul-málið. Álitið er, að Tyrkir muni ef til vill grípa til vopna, verði úrskurðurinn Bretum í vil. Frá hraknígum norðanpösts. ÓIAfur Hjaltested fundinn. I gærmorgun var aftur hafin leit frá Fomahvammi að Ólafi Hjaltested og fanst hann þar sera hann hafði verið grafinn í fönn. Var staðurinn auðfundinn því félagar hans hötðu skilið þar eftir 4 hesta og bundið þá á streng. Var missagt í blaðinu í gær að þeir hefðu ekki verið vissir um staðinn, heldur var það aðeins vegna ofveðursins, að þeir komust ekki þangað á þriðjudagsmorguninn. Ólafur var með lífsmarki, er hann fanst, og voru lífgunartil- raunir þegar gerðar. Ekki náð- ist strax í lækni, en von var á honum á hverri stundu í gær- kvöld. En síðan hefir ekki náðst sambaud við Fornahvamm. Hestarnir eru allir fuudnir, nema einn, sem ábyrgðarpóstur- inn var á. Einn af þeim sem fanst var svo aðfram kominn, að honum var ekki iífs auðið. Skemdir á Skallagrími. Skallagrímur mun hafa orð- ið verst úti af botnvörpungun- um, sem lent hafa í ofviðrinu. Kom hann hingað inn í morg- nn, allur mjög brotinn ofan þilja.

x

Dagblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.