Dagblað

Issue

Dagblað - 11.12.1925, Page 1

Dagblað - 11.12.1925, Page 1
 MARGAR eru þær vísinda- greinar, sem vér íslendingar höfum með öllu látið af- skiftalausar. Er það þó sök sér þegar um þau atriði er að ræða, sem ekki snerta oss beinlínis. En þegar vér eigum sjálfir hlut að máli getur það ekki talist vammlaust. »Lærðu að þekkja sjálfan þig«, segir gamall grískur málsháttur, og er meiri sannleikur og sálu- hjálp í honum fólgin en flestum öðrum boðorðum samantöldum. Og víst er um það, að eigi hin unga sjálfstæðisviðleitni vor ekki að fara i hundana, verðum vér sjálfír að taka alvarlega í taum- ana. JÞað mætti nefna mörg dæini því til sönnunar, að vér situm hjá og horfum á meðan aðrar þjóðir hefjast handa og gera alt, sem í þeirra valdi stend- ur til þess að efla vísindi og allskonar rannsóknir hver í sin- um heimahögum. Ein þeirra vísindagreina, sem er að heita má ósnert af oss og óþekt hér á landi, er mannfrœð- in, sem sé nákvæm rannsókn á þjóðbálki vorum og ættarein- kennum. Glöggar skýrslur vant- ar um flest, sem snertir vöxt og þroska þjóðarinnar. Merkileg grein og fyllilega at- hyglisverð birtist þetta ár í al- manaki Þjóðvinafélagsins. Höf- undurinn er próf. Guðmundur Hannesson. Hann gerir þar hæð íslendinga að umtalsefni, og kemst þar m, a. svo að orði: Sé það nú svo, eins og telja ^á víst, eftir siðustu rannsókn- Utl> vísindamanna, að velferð ^verrar þjóðar fari mest eftir hynfy|gjutn hennar, en miklu minna eftir ytri högum þá er það auS'jóst, að flestar framtiðar- horfur íslondinga eru undir því komnar hvernig fólkið í raun °g sannleika er.------- það er eflaust þýðingarmeira, vita hvernig og hvað vér í raun og veru, heldur en a 1 SugumoIdveður um hvað er sagt að vér höfum verið, hvað einhver smámenni hafi heitið og hvaða dag þau hafi fæðst og dáið. Að öðru leyti mætti þetta vel vera metnaðarmál fyrir oss, því ekki er það viðkunnanlegt, að geta ekki svarað einföldustu spurningum, t. d. um hæð ís- lendinga, hvort þeir séu hærri eða lægri en Norðmenn, Danir eða aðrar nágrannaþjóðir, ekki sízt þegar allar siðaðar þjóðir vita vel deili á sliku. Það mætti og hafa talsverða visindalega þýðingu, ekki sízt þegar um ýms vafaatriði er að ræða. Allar hinar Norðurlandaþjóð- irnar hafa verið all-vandlega rannsakaðar, jafnvel Færeyingar, en vér erum einir óþekt stærð að mestu leyti. Utan úr heimi. Khöfn, FB., 10. des. ’25. Dómnr í máli Vilhj. keisara. Simað er frá Berlin, að mála- ferðum Vilhjálms fyrv. keisara og ríkisins sé nú lokið. Málið var höfðað vegna eigna keisar- ans. Hann fær útborgað 30 milj. gullmarka. Einnig fær hann höll, húsgögn og dýrgripi, alls um 250 miljóna virði. Mosul-málin. Tilkynt var pr. Radio frá Ge- nova í gær, að ákveðið hafi ver- ið, að atkvæðagreiðsla fari fram bráðlega um yfirráðin yfir Mosul. Simað er frá Angora, að hinn væntanlegi úrskurður í Mosul- málinu hafi fyrir fram valdið miklum æsingum. Fjórir brezkir ferðamenn drepnir og breskir landamæraverðir á landamær- um Iraks drepnir. Flokkadrætt- ir fara fram gegn Bretum víðs- vegar í landinu. t Ólaíur Hjaltested kaupmaður. Svo fór, sem við var að búast, að Ólafur Hjaltested varð ekki vakinn aftur til þessa lifs. Læknirinn komst ekki vegna illveðurs að Fornahvammi fyr en í gærmorgun, og sá hann þá strax að hann var dáinn. Telur læknirinn það hafa skeð nokkru áður en hann fanst. Ólafs verður nánar minst síð- ar hér í blaðinu. Frá hrakningum norð- anpósts. Fornahvammi FB. 10 des. ’25 Tíu hestar fundnir lifandi og 1 dauður. Einn hesl með ábyrgð- ar póstinum vantar. Pósturinn fór í dag suður og allir félagar hans. Gott veður síðan í eftir- miðdag. Bæj arbnmia Öll bæjarhúsin á prestsetrinu Hösknldsstöðum i Húnavatns- sýslu brunnu til kaldra kola í ofsarokinu á þriðjudagjinn 8. þ. m. Litið bjargaðist, annað en embætlisbækur prests og sængurfatnaður. Tjónið er talið mjög mikið. Að Höskuldsstöðum er Jón Pálsson prófastur. Kirkja er á staðnum, og hafði fólkið bjarg- ast þangað.

x

Dagblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.