Dagblað

Tölublað

Dagblað - 11.12.1925, Blaðsíða 4

Dagblað - 11.12.1925, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐ Úr ýmsum áttum. Silfnrrefir frá Kanada til Noregs. Dagblaðið hefir fyrir skömmu sagt frá silfurrefarækt í Noregi og víðar. Nú er þessi atvinnugrein að færast í aukana um allan Noreg. Blöðin eru full af tófum og gaggi, og ræktun- arstöðvar þjóta upp eins og gorkúlur á gömUim haug út um allar sveitir. Sérstaklega hafa Sunnmæringar mikinn áhuga á refarækt þessari. Nýskeð komu 137 silfurrefir með »Bergensfjord« frá Kanada, sem látnir voru í land i Björgvin og áttu að fara í ýmsar áttir vestanfjalls og á- líka margir fóru austur til Oslóar. Síðustu árin hafa allmargir haft góðar tekjur af silfurrefa- rækt sinni. En öllu má ofbjóða, og er ekki ólíklegt, að margur kollhlaupi sig í kapphiaupi þessu. Silfurrefir eru dýrar skepnur og þurfa góða meðferð. Orænlandsraálið. Greinar Helga Valtýssonar ura græn- landsmálið, er »Dagblaðið« flutti i haust, hafa fyrir skömmu verið teknar upp í norska blaðið »Gula Tidend« í Björgvin. Hákon Noregskonnngnr hefir lagt til þjóðleikhússins 20 þús. kr. árlega, samkv. skuldbindingu, eins og Oscar II hafði gert frá því leikhúsið var stofnað fyrir 22 árum. Lætur hann nú mar- skálk sinn tilkynna leikhússtjórn- inni, að frá næsta Dýári verði tillagið aðeins 10 þús. kr. — Stendur kouungl. sætið að jafn- aði autt. Mundi það vera lands- málsbaráttan sem þessu veldur, eða útgjöld við orður og titla, eins og látið er í veðri vaka? »Grindaboð«. Snemma í nóv- ember ráku Færeyingar »grind« á land i Vági á Suðurey. Voru um 300 hvalir í vöðunni. Er sjaidgæft í Færeyjum að fá grindaboð á þessum tima árs. I. P. Miiller er um þessar mundir á ferðalagi um Þýzka- land. Honum og kerfi bans er hvervetna tekið með kostum og kynjum. Atvinna. Afgreiðslumannsstaðan við Vörubílastöð Keykjavíknr er laas frá 1. janúar 1926. Umsóknir með tiltekinni launakröfu sé komnar til Gnðn. S. Guðraundssonar, Grundarstíg 15, fyrir 15. þ. m. v Stjórnin. gefum við lO—Í20°/o frá hinu áður afarlága verði á öllum Karlmanna- og Drengjafatnaði. Notið nú tækifœrið og kaupið jólagjafirnar. Ekkert er velkomnara en: Slií'sl, trefill, sokkar, manclietskyrta, föt, frakki eða kápa. — Verð og vörugæði hvergi í bænum eins gott og hjá okkur. Pess vegna þurfum við ekki að hafa happdrætti. ^Jarslunin „cSngólfur", Sími 630. Laugaveg 5. Sjómenn! Hafið þér athugað hvað sjófötin hafa Iækkað mikið hjá mér, og hvað miklu er úr að velja? O. Blling-sen. M.s. Aldan lileönr til Vestinannaeyja næstkom> andi mánudag (14. þcssa máuaOar). Flutningur tilkynnist sem fyrst. rNfic. Bjarnasou

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.