Dagblað

Tölublað

Dagblað - 12.12.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 12.12.1925, Blaðsíða 1
HERSKYLDA er ekki til í hinu islenzka ríki, hvorki að lögum né landsvenju. svo sem kunnugt er, og eig- um vér ekki fáa öfundarmenn erlendis af þeim ástæðum. — Ötlendingar lofa hástöfum þetta friðsama land.friðsamra borgara, sem lausir sé við það ok, sem herskyldan leggur öðrum ríkis- borgurum á herðar í hinum mentaða heimi. — Öllum þeim körlum, sem heilir eru og náð hafa lögaldri, er skylt að hlýða iögskipaðri skrásetning. Margir reyna að smeygja af sér oki þessu, og beita þá allskonar brögðum, miður heiðarlegura á stundum; er og slik aðferð illa liðin af öllum þorra manna, sem telur skylduna við föður- iandið helgari en svo, að hana megi rjúfa. — Með flestuni þjóðum fylgir landvarnarskyldunni áhætta. Þær þjóðir, sem enga alþjóðavernd hafa, verða að vera við öllu búnar, ef til ófriðar kemur, og er þá öllum voðinn vís, sem til víga eru kvaddir. Petta er hin dökka hlið herskyldunnar, sú er veit að stríði og blóðugum styrjöldum. Pessu böli er með réttu reynt að létta af þjóðun- um. Öflugri samtök um það hafa aldrei til verið fyr en nú ettir ófriðinn mikla. En, — hefir þá herskyldan engar bjartari hliðar? Pessari spurningu er þeim rinum fært að svara, sem reyusl- Qna hafa. Eru þeir teljandi hér ® landi, sem gengið hafa á mála með öðrum þjóðum, og geta af eigin reynd sagt sitt álit. En ef dæma skal eftir vitnisburði þeirra tnanna erlendra, sem landvarn- og herskyldu hafa gengt skemri eða lengri tíma, þá verða vísu margvíslegar siðferðis- ^egar og likamlegar hættur á ve8* þeirra, sem í herskólum eru °g herskyldu gegna, bæði á landi °8 sjó, en sá agi og það upp- eldi, sem herskólar veita viða í siðuðum löndum verður mörg- um sá styrkur til menningar, líkamlegrar og andlegrar, sem seint fyrnist í lifinu og sem ger- ir menn hæfari til margvíslegra starfa en ella. Petta er staðreynd, sem ekki verður á móti mælt. Nú vaknar sú spurning, hvern- ig vér fáum notið þeirra hags- bóta, sem herskyldan veitir, en séum um leið lausir við það böl sem henni er samfara, og verður næst að því vikið. Leikir ogleikhús. Frh. Þá vildi svo til, að Handiðna- mannafélagið Reykjavik fór að koma sér upp húsi, sem kent var við þá og kallað Handiðna- mannahúsið. Reykjavíkur orð- hepnin hefir kallað það »Iðnó«, og það nafn hefir þann kost- inn að vera fjórum sinnum styttra en hið eiginlega nafnið á húsinu. Iðnaðarmenn þurftu að leigja húsið öðrum, og bygðu það því svo, að þar er fast leiksvið, og stærra en nokkurt leiksvið áður hafði verið, og rúmgóður salur fyrir áheyrend- ur. Pegar þetta var í vændum, höfðu þeir Einar Kvaran, Björn Jónsson ritstjóri og fleiri gengið í það að koma saman í eitt fé- lag öllum þeim, sem áður höfðu leikið, og sýnt að þeir gátu eitt- hvað af hendi leyst. Leikfélagið var stofnað 11. janúar 1897. Leikfélagið lék í fyrsta sinni 18. des. 1897,' »Ferðaæfintýrið« og »Æfintýrið í Rósenborgargarði«, eða 101 ári siðar en leikið var í fyrsta sinni í Reykjavíkur- skóla hinum eldri, og þetta fé- lag hefir haldist við síðan með ýmsum nýjum viðbótum, og leik- ið hér i bænum frá því seint á árinu 1897 og til þessa dags. Þorvarður Þorvarðsson prent- smiðjustjóri var form. félags- ins fyrstu 7 árin. Næst honum gengu í það fyrstu árin leiðbein- arar félagsins. Indriði Einarsson var það i eitt ár, Einar Hjör- leifsson Kvaran í þrjú ár, Jón Jónsson Aðils og Bjarni Jónsson frá Vogi eitt ár, þá Jens Waage eitt ár. og Jón Aðils aftur. Af honum tók við Jens Waage, sem var það lengstum, en þó hafði Árni Eiriksson það starf með höndum um nokkurt skeið, þangað lil Jens Waage tók aft- ur við af honum. Árum saman réði hann hvað Ieikið var, og annaðist allar framkvæmdir við leikina, þó hann væri ekki for- maður að nafninu nema stund- um. 1921—22 og 1923—24 stóö frú Stefanía Guðmundsdóttir fyrir framkvæmdum félagsins og var formaður þess; 1923—24 var það frú Guðrún Indriða- dóttir, og nú er það Kristján Albertson. 1904, þegar Þorvarður þor- varðsson lét af formensku fé- lagsins, gaf hann út allrækilega sögu þess fyrstu 7 árin. Sögunni fylgja 6 myndir af lrelztu leik- endum þau ár, og eru þær af Árna Eiríkssyni, Friðfinni Guð- jónssyni, Gunnþórunni Halldórs- dótlur, Helga Helgasyni, Krist- jáni Ó. Þorgrímssyni og Stefaníu Guðmundsdóttur. Báðir voru þeir farnir að leika þá, Jón Að- ils og .Tens Waage, og Guðrún Indriðadóttir hafði leikið í »Es- meröldu« en var þá ekki bú- in að leika Glory Quate í »John Storm«, og hún þótti leika sér- staklega vel. Af leikendum, semt. léku 1904, og nokkur ár síðar, má sérstaklega nefna Guðmund T. Hallgrímsson, sem var sér- staklega falliun til að leika er- lenda tlzkumenn. Um sama leytið fóru að leika að jafnaði Þuríður Sigurðardóttir og Emilía Indriðadóttir, og af þeim sem nú eru dánir, er skylt að nefna Þóru Guðjohnsen og Andrés Björnsson.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.