Dagblað

Tölublað

Dagblað - 12.12.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 12.12.1925, Blaðsíða 2
2 D A G B L A Ð Reikningar Reykjavíkurbæjar 1924 ogfjár- málastjórnsemi. Frh. Skuldir. t*etta ár (1925) byrjaði með rúml. 9 milj. kr. skuld — yfir 3A milj. vaxtabyrði, auk afborg- ana — á þessum litla bæ og fyrirtækjum þeim, sem hann ber ábyrgð á. t*etta þykir sutnum fulltrúum bæjarins heldur lítið, svo fúsir eru þeir að leggja út í nýtt og nýtt, áður en losnað er við ann- að i staðinn. Vextirnir einir gera nú varla minna en 25 kr. á hvert mannsbarn í bænum, eða sem svarar 200 kr. fyrir 8 manna skyldulið. Ekki lækka útgjöldin meðan svona er stjórnað, og svona haldið áfram. Sýnist því mál að taka i taumana. Eignir. Móti þessum ógrynnis skuld- nm eru eignir bæjarins teygðar upp og taldar enn meiri (yfir 13 milj. minnir mig), svo ekki litur efnahagurinn mjög illa út á pappírnum. En, hvers konar eignir eru þetta? Lítill hluti eignanna eru jarð- eignir, sem uppskera fæst af, eða fjármunir, sem gefa örugga vexti. Meginhlutinn felst í óarð- bæru landi (»lóðum«), húsum (án leigu), hafnarvirkjum, vatns- leiðslu, rafleiðslu, gasstöð og óvissum skuldum. Skattur, skattur og aftur skattur á skatt ofan, eru einu tekjurnar af mestöllum eignun- um. Pær eru því nálega að öllu leyti háðar utanaðkomandi afla, eignum bæjarmanna og afkomu þeirra. — Hvaö verður þá úr þessum tekjum, hver á að borga alla skattana, þegar afli bregst, eigna- ráð eru tekin af mönnum, og allir þurfa að biðja sér brauðs? B i ð j a — nei, ég ætlað að segja — heimta brauð, heimta hus, heimta vinnu. En hvar á að h e i m t a, þegar bærinn er orð- inn gjaldþrota og ríkið megnar ekki að bjálpa, og allir bæjar- menn eru orðnir svo jafnir, að engum finst skylt að bjarga sér sjálfur. yitðing eigna. Landsneplar og melabörð bæj- arins 2,200,000 kr. — Næstum því eins og bújarðir allar í lang- mestu sýslu landsins (Árness.). Gufunesið, kaupverð 150,000 kr., Vatnsréttindi 157,000 kr. (Sogið 30,000 og Elliðaár 90,000 hjá bænum, og lika 37,000 hjá Raf- veitu). Vatnsplpurnar 1,092,672 kr. Gasstöðin 529,402 kr. Raf- veita 3,355,310 kr. — Þar i eru heimtaugar 346,378 kr. Vitanlega skattur að langmestu leyti, er nam hundruðum kr. á hvert hús, og stöðvarhúsin langt úr öllu hófi yfir fasteignamat. Höfn- in b,486,í28 kr. — Þar í er t. d. dýpkun hafnar yfir 3/a miljón (529,000 kr. Og enn eru holræsi, götur, vellir, og þessháttar 635,000 kr. f*etta jafngildir því, efbænd- ur virtu sjálfir jarðir sínar í hæsta stríðsára verði, bættu þar við háu verði fyrir jarðrask, slétt- ur og hlöð, vegi um túnið, út á engjar og þar fram eftir götum. Hvernig ætli bönkunum litist á þessháttar veð, ef bændur kæmu með það til þeirra? Rað sýnist fremur barnalegt, að telja svo og svo rniklar »skuldlausar eignir« hjá hverju sérstöku fyrir- tæki, sem þó eru enn í botn- lausu sknldafeni. Frh. Borgin. Sjávarföll. Siödegrsháflæður kl. 2,53 í dag. Árdegisháflæður kl. 3,15 i nótt. Næturlæknir í nótt er Guðmundur Guðtinnsson, Hverfisg. 35. Sími 644. Nætnrvörður í Laugavegs Apóteki. 7. vika vetrar hefst. Tiðarfar. Hægviðri um land alt og breytileg vindstaöa. Snjókoma i Rvík og St.hólmi. Frost alstaðar, mest á Hólsfjöllum 9 st., minst í Vestm.eyjum og St.hólmi 1 st. Eng- in veðurskeyti frá ísaf., Raufarhöfn og Hornaf. — í Khöfn var 2 st. hiti i Leirvík 2, Færeyjum 0, JanMayen 7 st frost. — Loftvægisl. við Norð- urland. Búist er fyrst við breytilegri vindstöðu en síðan norðvestlægri át á Suður og Vesturlandi með snjó- komu viða. haghlaðið kemur út á morgun — sunnudag árdegis. — 2)ag&lað. Bæjarmálablað. Fréttnblað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Sími744. Opin alla virba daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. Jólaverðið byrjað. T. d. 12 manna matarslell (postulíns) kr. 117,00, 6 manna matarstell (steintau) aðeins kr. 32,00. Notið tækifærið. — versl. l*örf'0 Hverfisgötu 56. Sími 1137. U'alleg’t er hangikjötið í Hagbarðs-glugga á Laugav. 26. Messnr á morgnn. Dómkirkjan kl. 11 séra Bjarni Jónsson og kl. 5 séra Friðrik Hallgrímsson. Frikirkjan kl. 5 séra Á. Sigurðss. Landakotskirkja kl. 9 f. h. há- messa kl. 6 e. h. guðsþjónusta meö prédikun. l)r. Páll E. Ólasoti flytur háskóla- fyrirlestur í dag kl. 6—7 um Arn- grím lærða og fyrstu kynni úllend- inga af isl. fræðum. ísland fer héöan kl. 12 í nótt á~ leiðis til útlanda, Kurlukór K. F. U. M. endurtekur samsöng sinn í Nýja Bíó á morg- un kl. 3. Kjúpur hafa veiöst miklu minna í haust en í fyrra. Er þvi helst kent um, að henni hafi fækkað mikið í fyrra, vegna hinsgengdarlausa dráps. Sbip sokkið. Botnvörpungurinn íslendingur, sem var í vetrarlagi inn á Eiðsvík, sökk á fimtudagsnóttina. Er talið vist, að leki hafi komist að honum í ofviðrinu. Eigandi skips- ins er Sigm. Jóhannesson heildsali Fasteignaeigendafél. heldur fund i Bárunni kl. 8 í kvöld. Verður þar rætt um bæjarstjórnarkosningarnar. Peningar; Sterl. pd................ 22,15 Danskar kr............. 114,06 Norskar kr.............. 93,19 Sænskar kr............. 122,38 Dollar kr................ 4,58 Gullmörk............... 108,87 Fr. frankar.............. 17.39 Hollenzk gyllini...... 184,03

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.