Dagblað

Tölublað

Dagblað - 13.12.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 13.12.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ 1^“ Hattaverslun M. LEVÍ heflr fengið Jólahatta með jólaverði. ^DagSlaó. Utan úr heimi. Khöfn, FB., 11. des. ’25. Tyrklr og Mosnl-raálið. Simað er frá Genf, að Tyrkir ibafi ekki tekið þátt í Alþjóða- bandalagsráðsfundinum. Utan- rikismálaráðherra þeirra gekk af fundi i gær í reiði og hélt heim- leiðis. Hinir tyrknesku fundar- mennirnir eru þó kyrrir. Sátta- tilraunir halda áfram. Beiði Tyrkja. Símaö er frá Vínarbprg, að fréttaritari Politiken hafi talað við utanrikismálaráðh. Tyrkja, er kvað þá reiðubúna til þess að taka afleiðingum af verkum sínum. Stjórnarskiíti í Finnlandi. Símað er frá Helsingfors, að stjórnin hafi farið frá vegna þess að þingið neitaði að veita fjárupphséð til flotaaukningar. Frá bæjarstjórmrfundi. Aukafundur var haldinn i bæjarstjórninni i fyrrakvöld til að ræða um fjárhagsáætlun bæj- arins fyrir næsta ár. Umræðnr urðn iangar ög fóru víða. Stóð fundur frá kl. 5 til kl. rúml 1V* með stundarbléi og varð þó ekki lokið atkvæðagreiðslu. Ýmsar breytingartillögur höfðu komið fram við frumv. fjárhagsnefndar, einkum frá jafnaðarmönnum og Gunnl. Cl. — Borgarstjóri tók fyrstur til máls og mælti með tillögum fjárhagsnefndar og skýrði einstök atriði. Einnig vék hann að þeim breytingartillögum sera höfðu koraið, taldi sig geta samþykt sumar þeirra, en verm mótfallinn öðrum. — Héðinn Valdimarsson tók næstur til máls og hélt fram breytingartillögum þeirra jafnað- armannanna og einnig sumnm Samsöngur Karlakórs K. F. U, M. verður endurtekinn í Nýja Bió sunnu- daginn 13. þ. m. kl. 3. e. h. Aðgöngumiðar seldir i dag í Nýja Bfó frá kl. 11 f. h. ga&sgs&ieegtssgsgsss breytingartili. Gunnl. Classens. M. a. vildi hann láta hækka fjárveitingu til nýja barnaskól- ans, úr 200.000 upp í 300,000 kr. Til húsabygginga vildi hann láta veita 75 þús. kr. á þessu ári, en bygt yrði fyrir a. m. k. 300,000 kr. en það sem umfram er ijárveitinguna yrði fengið að láni. — Utanfararstyrk til K. F. U. M. vildi ræðum. binda því skilyrði, að söngflokkurinn kendi sig ekki við K. F. U. M, því það væri »póiitiskt trúboðsféIag«, sem ekki ætti að styrkja af op- inberu fé. Vildi hann láta söng- flokkinn kenna sig við bæinn eða landið. Gunnl. Claessen mælti með breytingartillögum sinum og vék einnig að ýmsu fleiru. M. a. taldi hann laun borgarstjóra of lág, miðað við kanp annara starfs- manna bæjarins, rafmagnsstjóra og hafnarstjóra, og bar fram til- lögu um að samræma betur þessi laun framvegis. Ein af breytingartill. G. Cl. var um 12,000 kr. fjárveitingu til utanfara fyrir bæjarfulltrúa og borgarstjóra, til að sjá sig um í bæjum erlendis og kynn- ast ýmsu viðvikjandi stjórnar- fari bæjanna. Taldi ræðum. að margir bæjarfulltrúar myndu hafa gott af slíku ferðalagi, og gæti orðið bænura til hagsbóta. Styrkinn til K. F. U. M. vildi hann fella niður, en aftur á móti styrkja Jón Leifs til að koma bingað raeð 40 manna orkester á næsfa sumri. Frh. Btejarmálablað. Fréttablað. Ritstjóri: G. Kr. Gaðmandsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Simi744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. '&tí&r Augiýsiugum í Dag- blnðið má skila i prentsmiðj- uaa Gutenberg eða á afgreiðslc hlaðsins. Sírai 744. Borgin. Mj&varffill. Siðdegisháflæður kl. 3,38 f dag. Árdegisháflæður kl. 4 í nótt. Nætnrlæknir Friðrik Björnsson, Thorvaldsensstræti 4. Sími 1786. Næturvörður í Rvíkur Apóteki. Stjórnarkostnaður Reykjavíkur er petta ár talinn 130,093 kr. en næsta ár er hann áætlaður 136,313 kr. Stafar hækkunin af pví að laun ýmsra starfsmanna bæjarins fara hækkandi eftir embættisaldri Gluggrar vcrða leiknir í kvöld. Að- sókn hefir verið góð pað sem af er og virðist leikurinn falla bæjarbú- um vel i geð. v Útskurðarsýning Stefáns Eiriks- sonar og Soffíu Stefánsdóttir verður lokað kl. 10 i kvöld. Ætti fólk að nota daginn sem bezt til að sjá pessa merkilegu sýningu. ísland fór héðan í nótt. Farpegar: ungfrú Júlíana Sveinsdóttir, Kol- beinn Sigurðsson skipstjóri, Einar Storr kaupm., Jón Heiðberg heild- sali. Rasmus verkfr. og frú, F. Ambich o. fl. Tvelr »happaseðlar« frá Húsgagna- versluninni i Kirkjustræti 10 eru enn komnir fram, nr. 221151 og hlaut hann Jón Arnórsson i Suður- pól, en hinn nr. 375715, handhafh Erlendur Þórbergsson Grettisg. 29.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.