Dagblað

Eksemplar

Dagblað - 14.12.1925, Side 1

Dagblað - 14.12.1925, Side 1
UM Karlakór K. F. U. M. var mikið rætt á síðasta bæj- arstjórnarfundi, vegna styrks til utanfarar, sem flokkurinn hafði sótt um. Karlakór K. F. U. M. er elsti og stærsti söngflokkurinn hér í bæ, og eiginlega sá eini, sem starfandi er. Miklir söngkraftar eru þar samankomnir og flokk- urinn undir ágætri stjórn. Karlakór K. F. U. M. er bæj- arbúum svo vel kunnur, að ó- þarft er að lýsa honum ná- kvæmlega og hefir flokkurinn jafnan átt óskiftum vinsældum að fagna meðal allra söngelskra bæjarbúa. — Síðustu árin hefir flokkurinn haft hug á að fara utan og er því máli svo langt komið, að síðasta Alþingi sam- þykti til þess 8000 kr. íjárveit- ingu með því skilyrði að Reykja- vikur bær legði einnig til 4 þús. 'kr. í sama augnamiði. Þessar 4 þús. kr. hefir fjárhagsnefnd tek- ið upp í fjárhagsáætlun bæjar- ins fyrir næsta ár, og út af því spunnust umræðurnar. Jafnaðarmenn höfðu borið íram breytingartillögu um að flokkurinn syngi úti fyrir al- menning. a. m. k. þrisvar á sumri, en Gunnl. Claessen hafði borið fram aðra tillögu um að fella styrkinn niður. 1 umræðunum kom það í ljós, að nafn kórsins var þessum mönnum helst þyrnir í augum. Gunnl. Claessen taldi litla frama- von af utanför flokksins og Ðiyndi músíklífi bæjarins vera öieiri fengur að fá hingað 40 ttianna orkester undir stjórn Jóns Leifs eins og komið hefir fíl mála. — Jafnaðarmenn gengu uú lengra en að binda styrkinn skilyrðinu um útisönginn og kröfðust nú einnig nafnbreyting- ar því enginn ástæða væri fyrir ^eykjavíkurbæ að veita fé til að a«glýsa K. F. U. M. meðal út- Irndinga. — Þessi deila um nafn- Jð er vægast sagt hjákátleg, því auðvitað er það aðalatriðið hvernig flokkurinn kemur fram en ekki hvert nafn hans er. Ef sanngjarnlega er litið á, er ó- mögulegt að ætlast til að hann fari að skifta um nafn sem hann hefir altaf borið, og þetta getur engum verið neitt aðalatriði, þótt sumir hafi af einhverjum ástæð- um gert það að kappsmáli, Væri illa farið ef þessi fjár- veiting til flokksins yrði feld og þar með loku skotið fyrir að hann geli farið utan. Það ættu menn að geta verið sammála um, hverjar trúarskoð- ar, sem menn hafa, því þær koma þessu xriáli ekki við. Utan úr heimi. Khöfn 12. des. 1925. Náraaslys. Símað er frá Birmingham, að sprenging hafi orðið í kolanámu þar í nánd og hafi 40 manna beðið bana. Bandaríkjamenn og Bússar. Símað er frá Washington, að senator Borah hafi borið fram frumvarp urn það í Senatinu (Öldungadeildinni), að Banda- ríkin viðurkenni ráðstjórnina í Rússlandi. Dýrt handrit. Simað er frá London, að ný- lega hafi fundist handrit eftir Shakespeare og var það selt á 20,000 pund sterling. Iíhöfn, FB. 13. desf ’25. Falsknr seðlabanki. Símað er frá Lissabon, að fé- lag nokkurt hafi stofnað banka og gefið út seðla. Fyrir upp- hæð, er svarar til 5 milj. sterl- ingspunda, keyptu þeir eignir og seldu aftur og komust þann- ig yfir ógrynni af verðmætum peningum, er þeir lögðu inn í erlenda banka. Ríkisbankinn í Portúgal verður að borga brús- ann. Fjöldi manna handsam- aður. Hrít þrælasála. Símað er frá Riga, að lög- reglan hafi handsamað marga meðlimi félags, er starfaði að hvítri þrælasölu í Lettlandi sið- asta árið. Ungar stúlkur voru sendar f hundraðatali til Argen- tínu og Brasilíu. Verðið 3000 til 10.000 dollarar. Björgun lierskipa. Símað er frá London, að 20 af hinum söktu þýsku herskip- um í Scapa FIow hafi verið lyft aftur á yfirborð sjávar. Frá Alþjóðabandalaglnu. Símað er frá Vínarborg, að stjórniu í Angora hafi skipað utanríkisráðherranum, að hverfa þegar aftur á fund Alþjóða- bandalagsins. Ráðherranum var skipað að fara í flugvél. Símað er frá Genf, að Alþjóða- bandalagið hafi ákveðið að gangast fyrir því, að afnumie verði lög og reglur um áritanir vegabréfa. Fjárraál Frakka. Símað er frá París, að álit manna sé, að skattafrumvörp Loucheur’s verði feld og hann fari frá. Frankinn fellur stöðugt vegna úrræðaleysis stjórnarinnar. Isl. erlendis. Gnðinnndnr Hagalín rithöf- undur er ennþá í fyrirlestrarferð ungmennafélaganna á Hörðu- landi. Hefir hann verið á því ferðalagi í alt haust, haldið fyr- irlestra um land vort og þjóð, bókmentir og menning, og sýnt skuggamyndir héðan.

x

Dagblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.