Alþýðublaðið - 19.07.1923, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.07.1923, Blaðsíða 1
ublaðið Gefid lit af Alþýðnflokknnm 1923 „Oft er það gott, sem gamlir kveða“ Áttræður gáfumaður á Vestur- landi skrifar >Alþýðublaðinu< nýlega: »Nú megið þið ... standa vel á verði til haustsins að brýna alþýðuna, því þekki nú ekki ís- lenzka þjóðin sinn vitjunartíma betur en þjóðin austurlerzka forðum, þá er þessi þj'óð dauða- dæmd, — ef >Morgunblaðs<- klfkan og aliir hennar dilkar verða í meiri hluta. Síðasta þing ber merki þess, hvað holt það væri þjóðinni. Það er sorglegt að sjá bændur fylla þann flokk og vinna það til að svíkja kjós- endur sína og þjóð — efalaust at eigingjörnum hvötum. Þegar maður lítur yfir alt í heild sinni, þá sér maður glögt, að sú óham- ingju-alda, sem nú flæðir yfir land vort, síafar frá stjórnartíð Jóns og Magnúsar, því hetðu þeir ekki að eins hugsað um sig og sína vini, kaupmenn 0 g braskara, þá hefðu aldrei orðið hér megn peningávandræði eða það, sem af því Ieiðir. Flestum hugsandi mönnum er farion að ofbjóða kaupmanna- sægurinn í landi voru. Það er orðið sýnilegt, að sá gorkúlna- gróður drepur állan þjóðþrifa- gróður niður.< Erlend slmskejtl Khöfn, 17. júlí. Yerksmiðjor Tliussens teknar. Havas-fréttastota skýrir svo frí:. Verksmiðjur Thussens (í Hamborg, stendur í skeytinu) Fimtudaginn 19, júlf. hafa verið teknar. Ástæðan er sú, að stjórn þeirra (t Hamborg) hefir neitað að greiða kolaskatt. Bannið í Bandaríkjnnnm. FráLundúnum er símað: Sendi- herra Breta í Washington hefir sent embættisskýrslu til stjórnar- innar um áfengisbannið í Banda- ríkjunum. Hefir skýrslan verið birt, og 'sýnir hún, að bannið gefst vel, en blaðið >Times< birtir þrjár Iangar greinir, sera eru á gagnstæðu máli, eftir ein- staka menn. Spcllvírkin íRuIir-liéruðnnnm. Frá Berlín er símað: Blöð jafnaðarmanna í Ruhr-héruðun- um skora á stjórnina að rann- saka uppljóstur manns, er dæmd- ur hefir verið til dauða, um það, að fyrir spellvirkjunum sé staðið af flokki, sem hafi miðstöðvar f Frankfutt og Augsburg. Um dagiin og veginn. Pétur A. Ólafsson ræðismáð- ur fór til útlanda með Botnfu síðast. Ætlár hann til Eystrasalts- landanna og ef til vill til Balk- anskagá-landanna líka til þess að. rannsaka horfur um sölu á síld og fiski í þessum löndum. Skrifstofustjórasklftl eru orð- in á skritstofu borgarstjórá. Hefir Sveinn Sigurðsson cand. theol. látið af því starfi, en við hefir tekið Jón Sigurðsson skrifari, Hans Beltz hélt slaghörpu- kvöld í gær við mikla aðdáun áheyrenda, sem maklegt var, því að hann lék af hinni mestu kyngi. En of fátt var áheyrenda. Koma þar einnig fram afleið- 162. tölubláð. ingarnar af óstjórninni f landinu og á atvinnuvegum þess. Kolafarmur er nýkominn til gasstöðvarinnar.Gasstöðin kaupir nú kol milliliðalaust, síðan íhaust, or það kom í Ijós, að hún gat fengið kolin beint ódýrara en fyrir milligöngu milliliðanna. Barn drukknar. Þriggja ára drengur, Sverrir að nafni, sonur Brynjólfs Björnssonar tannlæknis, var í gær í fylgd með bróður sínum að sækja mjólk að Elliða- vatnl frá sumarbústað þar f grendinni. Á ieiðinni datt dreng- urinn niður um gat á brú yfir álinn og drukknaði. Reyndi móðir hans að bjarga honum, en tókst ekki. Gamalmeunaskemtun verður á sunnudaginn kemur, ef veður leyfir, með sama sniði sem að undanförnu. Samkomustaðurinn verður túnið hjá . Elliheimitinu. Rennur ágóði, sem verða kann, til heimilisins.. >Yísir< er við bága heilsu þessa dágana. Hann bilaði sem sé dálítið í höfðinu um daginn, þegar kaupdeilan við h.fl >Sleipni< stóð yfir, sem von var, því að >enginn getur þjónað tveimur herrum<, én hann vildl koma sér vel við báða aðilja og of- reyndi höfuðið á því; varð hon- um þá sú skyssa að bera fjand- skapinn við sjómennina. >Svo er nú líka samvizkan sífelt að bíta og slá.< Fær hann flog af því annan hvern dag og reynir þá að diaga úr kvölunum með því að telja sér trú um, að eiginlega hafi nú hans skoðun orðið ofán á hjá sjómönnum (!) O-jæja, vesa- Ilngurinn! Það er ekki gustuk að eyðileggjá þessa fróun, meðan honum er að skána, þó hún sé raunar ekki annað en ímyndun og órar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.