Alþýðublaðið - 19.07.1923, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.07.1923, Blaðsíða 1
aðið Gefiö út af ^>ýöwiIoL:lrnam 1923 Fimtudaginn ta. júlí. 162. tSIubiað. „Oft er það gott, sem gamlir kveía" Áttræður gáfumaður á Vestur- landi skrifar >Alþýðublaðinu< nýlega: >Nú megið þið ... standa vel á verði til haustsins að brýna alþýðuna, því þekki nú ekki ís- lenzka þjóðin sinn vitjunartíma betur en þjóðin austurlenzka forðum, .þá er þessi þjöð dauða- dæmd, — ef >MorgunbIaðs<- klíkan og ailir hennar dilkar verða í meiri hluta. Síðasta þing ber merki þess, hvað holt það væri þjóðiríni. I>að er sorglegt að sjá bændur fylla þann flokk og vinna það til að svfkja kjós- endur sína og þjóð — efalaust at eigtngjörnum hvötum. Þegar maður lítur yfir alt í heild sinni, þá sér maður glögt, að sú óham- ingju-alda, sem hú fiæðir yfir land vort, stafar frá stjórnartíð Jóns og Magnúsar, því heíðu þeir ekki að eins hugsað um sig og sína vini, kaupmenn og braskara, þá hefðu aldrei orðið hér megn peningavandræði eða það, sem af því Ieiðir. Flestum hugsandi mönnum er farion að ofbjóða kaupmanna- sægurinn í landi voru. Það er orðið sýnilegt, að sá gorkúlna- gróður drepur állan þjóðþrifa' gróður niður.< Erlend sönskeyíi. Khöfn, 17. júlí. Verksmiðjur Tkiissens teknar, Havas-fréttastota skýrir svo frá:. Verksmiðjur Thiissens (í Hamborg, stendut í skeytinu) hafa verið teknar. Ástæðan er sú, að stjórn þeirra (í Hamborg). hefir neitað að greiða kolaskatt. Bannið í Bandaríkjunnm. Frá Lundúnum er símað: Sendi- herra Breta í Washington hefir sent embættisskýrslu til stjórnar- innar um áfengisbannið í Banda- ríkjunum. Hefir skýrslan verið birt, og sýnir hún, að bannið gefst vel, en blaðið >Times< birtlr þrjár langar greinir, sem eru á gagnstæðu máli, eftir ein- staka menn. Spcllvirkin íRuhr-hérnðnnum. Frá Berlín er símað: Blöð } itnaðarmanna í Ruhr-héruðun- um skora á stjórnina að ranh- saka uppljóstur manns, er dæmd- ur hefir verið til dauða, um það, að fyrir spellvirkjunum sé staðið af flokki, sem hafi miðstöðvar í Frankfutt og Augsburg. Um daginn og veginn. Pétnr A. Ólafsson ræðismað- ur tór til útlanda með Botníu síðast. Ætlár hann til Eystrasalts- landanna og ef til vill til Balk- anskagá-bndanna líka til þess að, rannsaka horfur um solu á síld og fiski í þessum löndum. Skrlfstofustjórasklftl eru orð- in á skritstofu borgarstjóra. Hefir Sveinn Sigurðsson cand. theol. látið af því starfi, en við hefir tékið Jón Sigurðs8on skrifari, Hans Beltz hélt slaghörpu- kvöld í gær við mikla aðdáun áheyrenda, sem maklegt var, því að hann íék af hinni mestu kyngi. En of fátt var áheyrenda. Koma þar einnig frara afleið- ingarnár af óstjórninni i landinu og 4 atvinnuvegum þess. Eolafarmur er nýkominn til gasstöðvarinnar. Gasstöðin kaupir nú kol milliliðalaust, síðan ihaust, er það kom í ljós, að hún gat fengið kolin beint ódýrara en fyrir milligöngu milliliðanna. Barn drukknar. Þriggja ára drengur, Sverrir að nafni, sonur Brynjólfs Björnssonar tannlæknis, var i gær f fylgd með bróður sínum að sækja mjólk að Elliða- vatnl irá sumarbústað þar 1 grendinni. A leiðinni datt dreng*- urinn niður um gat á brú yfir álinn og drukknaði. Reyndi móðir hans að biarga honum, en tókst ekki. Cfamalmennaskemtun verður í sunnudaginn kemur, ef veður leyflr, með sama sniði sem að undanfornu. Samkomustaðurinn verður túnið hjá . Elliheimilinu. Rennur ágóði, sem verða kano, til heimiíisins. >VísIr< er við bága heilsu þessa dágana. Hann bilaði sem sé dálítið f höfðinu um daginn, þegar kaupdeilah við h.f! >Sleipni< stóð yfir, sem von var, því að >enginn getur þjónað tveimur herrum<, én hann vildl koma sér vel við báða aðilja og of- reyndi höfuðið á því; varð hon- um þá 8Ú skyssa að bera fjand- skapinn við sjómennina. >Svo er nú líka samvizkan sftelt að bíta og slá.< Fær hann fiog af þvf annan hvern dag og reynir þá að draga úr kvölunum með þvf að telja sér trá um, að eiginlega hafi nú hans skoðun orðið ofan á hjá sjómönnum (!) O-jæja, vesa- llngurinn! I>að er ekki gustuk að eyðileggja þessa fróun, meðan honum er að skána, þó hún sé raunar ekki annað en ímyndun og órar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.