Dagblað

Tölublað

Dagblað - 14.12.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 14.12.1925, Blaðsíða 3
Ð A G B L A Ð 3 Ileztar vörur! *^| jKP** verð! clbla~útsata. 200 kr. klœdskerasaumud föt nú d kr. 160,00 165 - do. 130,00 Í48 - do. 115,00 115 - do. V 90,00 110 - föt 85,00 95 - — 80,00 78 - — 65,00 65 - — 53,09 60 - — 50,00 42 - — , . . . . 35.00 Skyrtur, Sokkar. Nærföt, Treflar. Flibbar o. fl., alt með 10-200/o. Bláu regnfrakkarnir margeftirspurðu, seljast til jóía mjög ódýrt. Vandaðar regnkápur, sem áður voru seldar á 33 krónur, seljast nú fyrir aðeins kr. 25,50 — og- ívlt eftir þessu. Munið eftir Verkamannabuxunum góðu og ádýru Á þeim gefum vér nú 15°/o afslátt. Kærkomnasta jólagjöfin er fatnaður frá Versluninni „INGÓLFUR", Laugaveg- 5. Sannr járnbrantakóngsing. staðinn, og það gerði ég líka. Ég gaf — gaf honum — þig! Hún horfði á hann og skildi auðsjáanlega ekkert í þessu. Hann kinkaði kolli. — Ég sagði, að hann hefði átt þig frá upp- hafi, og að nú gæfi ég honum þig. Hún rak upp hátt hljóð og stóð svo grafkyr eins og steini lostin. Hann mælti: — Ég hefi altaf vit8Ö að ég var fyrir, en nú hefi ég loksins lokið verki minu, og þess vegna fer ég mína leið. En — þið fenguð þó bæði meira heldur en þið höfðuð búist við, eða hvað? — Hefir þú sagt þetta við hann? Hefir þú sagt það — svo allir hinir heyrðu? Ó — ó! Hún hörfaði undan skjálfandi og sveip- aði silkikjólnum fastara að barmi sínum. Hún var skjálfhent, hár hennar, er hrunið hafði nið- ur, er hún stóð upp, féll nú um háls hennar og herðar. Hún hvarflaði augunum um alt her- bergið, eins og til þess að ganga úr skugga um, að þetta væri þó ekki að eins andstyggileg mar- tröð. En svo náði viljakraftur hennar tökum á henni. Hún þreif hann í axlirnar og hristi hann úkaflega, miklu sterkara en ætla mátti, að hún Þefði krafta til, og á meðan hreytti hún út úr sé* í sífellu heiftar-orðum, sem hvorugt þeirra *kildj. Já, ég gerði það, sagði hann. Nú er hann þín eign. Pú getur fengið hann. Hann hefir ver- ið elskhugi þinn — — — Hún hratt honum frá sér með þvilíku afli, að hann var nærri þvi dottinn. — Það er lýgi! Þú veizt, að það er lýgi! — Það er satt. Ég er þó ekki fábjáni. Hún sló saman höndunum í örvæntingu. — Hvað hefirðu gert? Hvað heldurðu annars að þessir menn hugsi? Heyrðu nútil! Þú verð- ur að stöðva þá nú þegar. Segðu þeim, að þetta sé ekki satt. Hann virtist ekki heyra til hennar. — Ég fer héðan á morgun, mælti hann. En ég iæt aldrei skilja mig frá þér, hvað svo sem þú gerir, og ég læt þig heldur ekki fá leyfi til þess. Nei, nei! Taktu hann núna, ef þú vilt hann, en þú getur ekki vígst honum fyr en að mér látnum. Og ég dey ekki svo bráðlega — því lofa ég þér. Ég ætla mér að lifa. — Þú getur ekki farið —--------- — Það fer gufuskip héðan á morgun. — Skilurðu þá ekki, að þú verður að vera kyr og skýra þessum mönnum frá málavöxtum? Þeir hljóta að halda, að þú hafir sagt satt; þeir munu trúa þvi, sem þú sagðir. — Já, auðvilað trúa þeir því, sagði hann harkalega. Það var einmitt þess vegna, að ég gerði það á þenna hátt. Það er alveg það sama,

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.