Dagblað

Tölublað

Dagblað - 15.12.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 15.12.1925, Blaðsíða 2
2 D A G B L A Ð Khöfn, FB., 15. des. ’25. Kússur og Alþjóðabaudalagið. Símað er frá París, að Tsch- itscherin hafi sagt í viðtali við blaðamann, að ástæðan fyrir því, að Rússland hafi engar til- raunir gert til þess að fá inn- töku í Alþjóðabandalagið væri sú, að margir meðlimir þess neituðu að viðurkenna ráðstjórn- ina rússnesku. Fullyrðir Tsch- itscherin, að Rússland væri fúst á, að afnema her, eyðileggja vopnaverksmiðjur og vinna að því, að á komist veraldarsam- tök um takmörkun eða afnám vígbúnaðar. Skaðbætur Grikkja til Búlgara. Símað er frá Aþenuborg, að stjórnin hafi fallist á, að greiðá Búlgörum skaðabætur þær, sem Alþjóðabandalagið ákvað i til- efni af landamærastriðinu grisk- bulgarska. Borgin. Sjávarföll. Síödegisháflæður kl, 5,3 í dag. Árdegisháflæður kl. 5,25 i nótt. Nytt tangl kviknaði í morgun kl. 5,58. Næturlæknir. Daníel V. Fjeldsted, Laugaveg 38. Sími 1561. N’æturvörðnr í Rvíkur Apóteki. Tiðarfar. Suðvestlæg átt vígast en hvergi hvast og frostlaust alstaðar. í Færeyjum var 2. st. hiti á Jan Mayen 10 st. frost og í Angmagsa- lik 1 st. frost í gær.s— Loftvægis- hæð 772 vestur af írlandi og djúp loftvægislægð suður af Grænlandi. Búist er við poku og úrkomu í dag á Suður- og Vesturlandi. Farfieg'ar með Gullfossi frá út- löndum auk peirra sem taldir voru í gær: Árni Jónsson olpm., Mogen- sen forstjóri, Haltdór Kr. Porsteins- son skipstj., Jóhann Porsteinsson kaupm., Svavar Guðraundsson versl- unarm., Jakoh Jónsson stúdent, ungfrú Marta Stefánsdóttir o. fl. Lyra liggur hér út í ílóanum vegna poku, en kemur inn strax og henni léttir. Fór frá Vestm.eyjum í gærkv. Hjúskapur. í dag verða gefln sam- an i hjónaband ungfrú Elín Haf- stein og Ásgeir Porsteinsson verkfr. Ágætir borgunarskilmálar. '&fT“ NB. Síðasta tækifæri fyrir jólin. HLJÓÐFÆRAHÚSIÐ. Audlát. Snorri Sturluson verslun- armaður frá ísafirði, en áður í Flatey, lézt á Landkotsspitala í fyrradag, eftir langar legur. Hann var maður á bezta aldri, vel geflnn og duglegur, eins og hann álli ætt til. Hann lætur eftir sig konu og 1 barn. Botnvörpungíirnlr, Skúli fógeti var sóttur inn í Sund í gær og mun hann fara á veiðar á morgun. Baldur kemur væntanlega innan að í dag og mun leggja út á Fmitu- daginn. »Júlabók Æskunuar« er nú fyrir nokkru komin út, fjölbreytt að efni og skrautleg að útliti. Meira er til hennar vandað en áður og lista- mennirnir Björn Björnsson og Tryggvi Magnússon gert sitt til að gera hana prýöilega. Upplagið sem selt verður í bókaverslunum er mjög lítið og mun nú bráðum uppgengið. Bókin er tilvalin gjöf handa börn- um og unglingum og kostar að einá 1 krónu. V)ag6laó. BæjarmálablmL Fréttablað. Ritstjóri: G. Kr. Giiðnmndsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445,. Prentsmiðjan Gutenherg, h.f. Sfma-kappteflið. Borð I. ísland. Noregur. Hvítt. Svart. 21. Hd8-d2 22. Be2—f3 Hd2—d4 23. Hhl—el Kg8—f7 24. b2 —b3 cfi—c5 B o r ð II. Noregur. ísland. Hví'tt. Svart. 21. RÍ6—d7 22. H f3 X f8 Kg8XHf4 23. Be2-e5 Rd7XBe5 24. Dg3XRe5 Kf8—g8

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.