Dagblað

Útgáva

Dagblað - 16.12.1925, Síða 1

Dagblað - 16.12.1925, Síða 1
Miðuikudag 16. desember 1925. SJÚKRA.SAMLAG Reykjavíkur er einhvcr þarfasta stofnun sem hér er rekin, en samt $r það svo, að það hefir ekki fengið þá útbreiðslu, sem vænta mætti, og almenningur hefir lát- ið sig starfsemi þess of litlu skifta. f þau 16 ár, sem félagið er búið að starfa (stofnað haustið 1919) hefir það óneitanlega gert mjög mikið gagn, og hefði þó getað gert miklu meira hefði þáttaka almennings verið meiri. Er það vanalega svo um alla umbótaviðleitni, að hún á erfitt uppdráttar i fyrstu því fólk er lengi að skilja gagnsemi hennar og er þá oft furðu tornæmt á einföldustu hagsbóta-atriði. Slikum félagsskap sem sjúkra- samlagið er, reynist auðvitað ókleift að starfa að nokkru gagni án töluverðs styrks utan frá. Annars yrði iðgjöldað vera svo óhæfilega há, að flestir væri útilokaðir frá því. Samlagið hefir líka jafnan fengið nokkurn styrk, aðallega úr bæjarsjóði og að nokkru leyti af opinberu fé. Undanfarin ár hefir styrkur- inn úr bæjarsjóði verið 5 kr. á hvern samlagsmann, nema síð- astl. ár var hann ekki svo mik- ill því styrkveitingin var buud- in við 7500 kr. hámark, en á því ári voru féiagar þeim mun fieiri að samlagið fékk ekkert fyrir «a 90 meðlimi. I fjárhagsáætlun bæjarins fyr- ir næsta ár hefir fjárhagsnefnd iagt til, að styrkurinn verði alt að 8 þús. kr., en það svarar held- ur ekki 5 kr. á hvern samlags- mann því þeir munu nú orðnir um 1800. — Það verður ekki séð að nein hambærileg ástæða sé fyrir því að lækka styrkinn á hvern fé- tagsmann, því ef hann hefir Verið hæfilegur undanfarin ár er skd ástæða til að draga úr hon- una nú. — Jafnaðarmennirnir í b^ejarstjórn bera þ& breytingar- tillögn fram, að styrkurinn sé hækkaður upp í 10 kr. fyrir hvern samlagsmann en ekki hef- ir sú tillaga fylgi annara, enda virðist boginn vera þar full- hátt spentur. Hinsvegar er það öllum vitanlegt, að samlaginu er lifsnauðsyn á ríflegum styrk því þá aðeins má vænta þess, að það geti starfað að verulegu gagni. Virðist 5 kr. styrknum vera svo í hóf stilt að hann megi ekki vera minni og því sjálfsagt að veita hann umtölu- laust. — Sjúkrasamlagið erstofn- un, sem allir ættu að telja skyldu sína að hlúa að, en það gerir almenningur bezt með því, að gerast meðlimir, en forráðamenn bæjarins með því að skera ekki sjálfsagðan styrk um of við neglur sér. Innlend tíðíndi. Vík í Mýrdal, FB. 15. des. ’25. Skipstrand. Flutningaskipið Eina frá Ber- gen strandaði á Efri-Eyjarfjöru í Meðallandi mánudagsnótt. Skipá- höfnin, 14 manns, bjargaðist við illan leik. Fóru í skipsbátana og urðu utan við brimgarðinn, en brim var töluvert. Höfðust við þar úti, unz þeim tókst að lenda seint í gær. Fimm Meðal- lendingar fylgdu þeim eftir og gáfu visbendingar, þegar þeir töldu þeim fært að lenda. Skip- ið var með kol til ísafjarðar, 480 smál. Óvíst er um afdrif skipsins. Strandmennirnir verða fluttir landveg til Reykjavíkur. Ó. ísafirði, FB., 25. des. ’25. Slysfarir enn. Engir skaðar eða slys á sjó i siðasta stórviðri hér á VestQörð- um. Litlir skaðar einnig á fé- naði. Fé víðast komið í hús. Pó fenti fé í Borgarey, en fátt drapst. Tveir hestar töpuðust frá einum bæ á Langadalsströnd. Úr Bitrufirði er sannfrétt, að 16 ára piltur, Jón að nafni, yngsti sonur Sturlaugs bónda í Snartartungu, hafi orðið úti i fjársmölun. Margt af fé bóndans hefir einnig farist. Afli góður hér á smábáta. Vesturland. Reikningar Reykiavíkurbæiar 1924 ogfjár- málastiórnsemi. “ Frh. Níðst á fasteigendum. Háar tölur um álitlega eign á pappír hjálpa illa út úr ógöng- um. Lán ofan á lán fást ekki endalaust, til þess að losna við vexti og lyfta öllu þessu þunga hlassi. Vegna þess var í fyrra tekið það ráð, að tvöfalda alt í einu, í byrjun þ. árs, skattana á fasteigendum bæjarins. Af þeim er auðveldast að taka eignina í skattinn, þegar ekki er annað til í hann. Menn halda nú má- ske, að þetta hafi verið maklegt, fasteigendum hafi verið hlíft of mikið áður. Sýndar skulu fá- einar töiur til vitnis um það. í reikn. 1924 eru hreinsunar- gjöld (sal.hr., aska) lögð á hús- eigendur .... 100,619 kr. og sótaragjöld . . 49,683 — = 150,302 kr. Borgað er fyrir hreinsun: Salerni. 25127, ösku 38,111 = 63,238 kr. Sótaragj. og eldfærask. 22,964 — Alls 86,202 kr. Frara yfir kostnað 64,100 — Þ. e. nærri. 75#/o. Húseigendur voru látnir borga 74—75 kr. í skatt, meö hverjum 100 kr. í kostnað við hreinsunina. Og mun þó ekkert vera sparað til hennar. f vatnsskatt (116,077) voru líka lagðar að mestu á húseig- endur 55,883 kr. fram yfir árs-

x

Dagblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.