Dagblað

Tölublað

Dagblað - 17.12.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 17.12.1925, Blaðsíða 1
Fimtudag 17. desember 1925. ÍOaaðfað I. árgangur. 268. tölublað. HLJÓMLISTARLÍF Reykja- víkur hefir lengst af verið íremur fábreytt og athafna- líliö. Sú félagsstarfsemi, sem ýms- ir áhugasamir meun hafa kom- ið á fót til eflingar hljómlistár- lífinu hefir átt erfitt uppdráttar og venjulega staðið og fallið með forgöngumönnunum. Jarðvegurinn fyrir þessa göf- ugu list hefir ekki verið nógu frjór, og mun þar um mestu valda sá »nýlendubragur«, sem hér er á öllu bæjarlífi. Stjómarvöld bæjarins hafa samt ekki látið framgang hljóm- listarinnar afskiftalausann og oft verið þar víðsýnni en í öðrum málum. — En samt mun bæj- arstjórnin, eða öllu heldur fjár- hagsnefnd hennar, aldrei hafa verið ríflegri í. fjárframlögum par um, en einmitt nú þar sem áætlað er að veita 14 þús, kr. til ýmsrar hljómlistarstarfsemi. Þessi upphæð skiftist þannig niður, að til Lúðrasveitarinnar er gert ráð fyrir að veita 3000 kr. til Páls fsólfssonar »til efl- ingar hljómlistarlífi í bænum« 5000 kr., til Hljómsveitar Reykja- víkur 2000 og utanfarstyrkur til Karlakórs K. F. U. M. 4000 kr. Auk þessa hefir verað talað um, að bærinn ábyrgðist alt að 10 þus. kr. styrk handa þýzk- im orkester-flokk, sem ráðgert «r að komi hingað næsta sum- ar undir stjórn Jóns Leifs. Er búist við að förin geti ekki svarað kostnaði og þurfi því að fá þennan styrk, eðá a. m. k. nokkurn hluta hans. Óneitanlega er þetta til sam- aQs nokkuð stór upphæð eftir °kkar mælikvarða. En samt er pað svo, að enginn styrkurinn m* falla niður ef nokkuð á að bæta úr fábreytni músiklífsins. Hafa áður verið leidd rök að Í>ví, að Karlakór K. F. U. M. væri vel kominn að 4 þus. kr. styrknum og öll nauðsyn á, að fa hann. — Væri beinlfnis illa Sert að fella hann niðnr því þá % EJg-g-ert Stefánssoii aöugvarl. Mynd þessi er tekin eftir málverki (rauðkrítarmynd) sem lista- maðurinn Gunnlaugur Blöndal gerði í haust i París, þegar Eggert dvaldi þar. Grein um söngvaraun er á 4. síðu í blaðinu. fengi þeir ekki heldur landsjóðs- styrkinn, sem er helmingi hærri og gætu þess vegna ekki farið utan eins og þeir hafa ætlað sér. Telja má víst að utanförin gæti orðið þeim til gagns og okk- urs einnig til nokkurs álitsauka ef vel tekst. Hinar styrkveitingarnar munu flestir telja sjálfsagðar néma ef vera kynni styrkinn til Jóns Leifs, enda er það stærsta upp- hæðin. En ábyggilega væri það mikill fengur fyrir músik-llf bæjarins, að fá slíkan ilokk hing- að, en samt myndi það enn meiri vinningur fyrir landið sjálft, að svo stór hópur mentamanna frá einui mestu menningarþjóð heimsins fengi tækifæri til að kynnast lífi voru og öllum stað- háttum, þvi fátt getur okkur verið bagalegra en ókunnugleiki útlendinga og rangar hugmynd- ir um land og þjóð. Væri gott ef bæjarstjórnin sæi sér fært að veita allar þessar upphæðir til eflingar hljómljstar- lífi voru. Þær eru allar bundn- ar við næsta ár og a. m. k. tvær þeirra verða ekki endur- teknar fyrst um sinn. Gelur það ekki talist nein bruðlunarsemi þótt veitt sé meira fé eitt ár en annað til sérstakr- ar menningarstarfsemi, og væri meiri þörf á, að spara ýms önn- ur óþarfari útgjöld. Síma-kapptefiið. Borð I. ísland. Noregur. Hvítt. Svart. 25. Kbl—c2 Bh6—f8 ) Borð II. Noregur. fsland. Hvftt. Svart. De5—b8 Ha7—c7

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.