Dagblað

Tölublað

Dagblað - 17.12.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 17.12.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 Utan úr heimi. Khöfn 15. des. 1925. Saraniugar milli Bdssa og Japana. Síraað er frá Moskwa, að samningar hafi verið nndirskrif- aöir við Japaui. Fá þeir olíu- vinslu og kolatekjuréttindi á Sachalin. zÆeð siðusíu sRiputn fíafir fíomið mjocj mifíið af smefífííegum tSélacjjöfum. Urah®tur á bifrelðura. Símað er frá Stockhólmi, að 'oý uppfynding hafi verið gerð á bifreiðum. Parf bifreiðarstjór- inn ekki að snerta á neinu nema- stýrinu. Uppfyndingin var sýnd í London og þykir slórmerkileg. Tyrkir og Rússar. Símað er frá París, að utan- ríkismálaráðherra Tyrkja hafi farið þangað skyndiför, til þess að tala við Tischitscherin. Viðtal- inu er haldið leyndu. Álíta margir, að þeir haíi rætt um möguleika og fyrir samvinnu milii Tyrk- lands Rússlands, ef til styrjaldar kæmi út af Mosul-málinu. Símað er frá Genf, að utan- ríkismálaráðherra Tyrkja hafi neitað að skýra frá viðtalinu, er hann var kominn þangað aftur. Kvað hann ekkert grunsamlegt þurfa að vera við það, að full- irúar tveggja ríkja, er hefðu sam- eiginleg áhugamál í Austurlönd- um, ætti tal saman. Stjórnarmyndun Pjóðverja. Símað er frá Berlín, að demo- kratar hafi lofað að gera tilraun til þess að mynda ráðuneyti. Khöfn, FB., 16. des. ’25. Árangur öryggissamþyktar. Símað er frá London, að að- al-umsjónarmaðurinn með þýzku skaðabótagreiðslunum haíi gefið út skýrslu um árangur þann, er orðið hefir af Dawes-samþykt- inni. Hefir hann orðið ágætur og fyrsta árið komið á jafnvægi í þýzka ríkisbúskapnum, fest þýzku myntina og Bandamenn fengið greiddan einn miljarð gullmarka. Fjármálavandrœði Frakka. Símað er frá París, að fjár- málanefnd neðri deildar þings- ins hafi lýst því yfir, að fjár- Halldór Sigurðsson Ingólfshvoli. málafrumvörp Loucheur’s séu þannig úr garði ger, að það hafi fyrirsjáanlega engan árang- ur, að leggja þau fyrir þingið. Hann breytti þá frumvörpunum, en nefndin hafnaði einnig breyt- ingunum. Sagöi hann þá af sér samstundis. Óeirðirnar í Sýrlandi. Símað er frá Damaskus, að bardagarnir séu byrjaðir aftur af sömu grimd og áður. Sýrlend- ingar höfðu bruggáð ráð um að drepa höfuðsmann Frakka, Jou- v°nil, en heuding ein réði, að það tókst eigi. Kipling á batavegi. Símað er frá London, að Kipl- ing sé dálítið skárri. Mosnlmálið. Símað er frá Genf, að úrskurð- ur í Mosulmálinu sé bráðlega væntanlegur, sennilega í dag. Hnefieikamaður myrtur. Símað er frá New York, að hnefaleikamaðurinn Battling Siki hafi verið myrtur í glæpamanna- hverfi borgarinnar. Korsk-Bússncskur verslunar- samningur. Símað er frá Osló, að norsk- rússneskur verslunarsamningur hafi verið gerður og undirskrif- aður í Moskwa. Fjárhagsörðugleikar Pjóðverja. Símað er frá Berlin, að fjár- hagsörðugleikar félaga fari vax- andi. í nóvembermánuði voru 800 gjaldþrot í borginni. Gluggar, sjónleikur í þrem þáltum eftir John Galsworthy, verða leiknir í dag (fimtu- daginn) 17. þ. m. kl. 8 síðdegis. í næst síðasta sinn. Alþýöusýning-. Aðgöngumiðar seldir í dag frá kl. 4—7. 8ími ÍSS. fæst í verslun Ámnnda Árnasonar.’ ©SÖT" Budda með nokkrum krónum í tapaðist í gærkvöld á Grettisgötu, Njálsgötu eða Frakkastíg. Skilvís finnandi skili henni á afgr. Dagblaðsins gegn fundarlaunum. MT ÁiKORiri. Hér með skoruiu við á verslun Kristínar J. Hagharð að láta nú ekki skorið neítóbak þrjóta fyrir jólin, eins og á fullveldis- daginn. Fjöldi neftóbaksneytenda.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.