Dagblað

Tölublað

Dagblað - 17.12.1925, Blaðsíða 4

Dagblað - 17.12.1925, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐ Eggert Stefánsson, söngvari. Við og við hafa borist iiingað fregnir af ferðum Eggerts Stefáns- sonar. Það hefir frézt, að hann hafi sungið í Winnipeg, Seattle, New York, París og fleiri stöðum, en aldrei hafa fregnirnar verið mjög Ijósar, því hann hefir ekki dval- ið lengi á hverjum stað. Eggert fór ungur utan, fá- tækur og lítt reyndur, en með bjargfastri sannfæringu um að sér myndi hepnast að syngja hljómfegurð islenzkrar tungu inn í tilfinningar erlendra manna. Nú hefir hann náð þeim þroska, að hann hefir séð sér fært að syngja fyrir hina vandlátu íbúa New-York borgar og Parísar. Erlend blöð sýna hvernig hon- um hefir hepnast það. Hljóm- listar gagnrýnandinn Louis Wu- illemin skrifar m. a. í »Paris- Soira 20. okt. s.l.: »— — gerir hann mjög hæfan til að hafa með höndum hlutverk eftir Wagner«. »— — hinar þrótt- miklu og sérkennilegu Melodies Islandaises hlutu þar í landa sinum M. Slefansson fyrsta flokks framberanda«. — í »ExelsÍor« (Paris) 28. okt. er grein eftir Edouard Tromp. Höf. segir, að hin trausta rödd hans hæfi vel hinum íslenzku þjóðlögum, og bendir einnig á að honum láli vel að syngja Wagner. Blaðið y>Comœdia« (Paris) flytur 2. nóv. mynd af Eggert og hrósar honum rnjög fyrir hljómleikana. Blaðið »Le Courrier MusicaU< fiytur 1. nóv. grein um hljóm- leika Eggerts. Er þar lýst ís- lenzkri músik, einkum þjóðlög- um, og minst á nokkur íslenzk tónskáld. [Eggert hafði áður skrifað grein í blað þetta um ísl. tónlist]. Hrósar blaðið söng Eggerts, sem það telur borinn fram af ríkri tiifinningu fyrir efninu. Er grein þessi einkar eftirtektarverð fyrir íslendinga, því með söng sínum virðist Eggert 'hafa vakið eftirtekt franskra listamanna á íslandi. Ótal fleiri umsagnir um list Eggerts mætti benda á, en það mundi taka of mikið rúm í svo litlu blaði sem þessu. Sama Hindber Citron Jarðarber Appelsin Sódavatn Gerið pantanir yðar í tíma. GOSDRYKKJA- OG ALDINSAFAVERKSM. HEKLA Tempiarasusdi 3. iími 1720. 3 Regnfrakkar 20°/°. hattar, húfur og manchettskyrtur, mikill afsláttur. — Tilbúin föt og frakkar heimasaumað í stóru úrvali frá 75 kr. blá, svört og mislit. Fataefni og frakkaefni. Nærfatnaður karla og drengja. — Leðurvörur svo sem kventöskur mjög fallegar, seðia- veski og peningabuddur. Ennfremur hið ágæta peysufataklæði og egta góður skinnkantur, þrír litir. Laugaveg 3. Andrós Andrésson. kvöldið og Eggert söng í París, söng þar einnig frægasti bass- söngvari heimsins, Schjaljapin, en samt fjölmentu menn á hljómleika hans. Ekki er að efast um, að bæj- arbúar taki nú vel á móti Egg- ert, er hann kemur heim til ís- lands til að safna íslenzkum þrótti — til þess að drekka bet- ur inn í sig fegurð »ástkæra yl- hýra málsins«, en ekki má hann fara héðan burtu, án þess að þeir bræður, Sigvaldi Kaldalóns og hann, gefi mönnum færi á að heyra a. m. k. eitt Kalda- lóns kvöld. Eggert syngur nú í fyrsta sinn í Nýja Bíó i kvöld. Velkominn heim til íslands, Eggert I H. 0.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.