Dagblað

Tölublað

Dagblað - 17.12.1925, Blaðsíða 5

Dagblað - 17.12.1925, Blaðsíða 5
DAGBLAÐ 5 Síbelius sextugur. Hið fræga tónskáld Finna, Jean Sibelius, varð nýskeð sex- tugur, og kom þá fagurlega í ljós, hvílíkrar óskiftrar ástar og aðdáunar hann nýtur með þjóð sinni og víða um lönd. Öll stærstu blöð Norðurlanda fluttu langar greinar og rækilegar um tónskáldið og ættjarðarvininn Sibelius. Finnska þingið hæklc- aði tónskáldalaun hans upp í 100,000 mörk, og auk þess hafði verið efnt til allsherjar- samskota meðal Finna, og safn- aðist mikið fé, sem þjóðin gaf þessum ástmegi sínum og mikla syni. Hann var einnig sæmdur stórkrossi hinnar »Hvítu rósar« Finnlands. — En svo heflr einnig Sibelius »sungið« frelsis- þrá og æltjarðarást inn í hjarta alþjóðar, öllum öðrum fremur! Og í hjarta Finna liggur sá dásamlegi styrkur, er gerir þá að forgöngu- og fyrirmyndar- þjóð, þ'egar í fyrstu bernsku sjálfstæðis þeirra. Flutningsgjöld og fargjöld með skipum vorum milli ís- lands og- útlanda lækka frá næstu áramótum. Nánari upplýsingar á skrifstofu vorri. Bf. Ehuskipafélag íslartds. Jólavérur og Jóiaverd hjá Haunesi. Jólatré, stór og smá. — Jólatrésskraut, — Englahár, — Stjörnu- blys. — Flugeldar. — Spil. — Barnaleikföng. — Ýmsir snotrir munir til jólagjafa, ur postulini, kopar, nikkel og silfri. — Poslu- líns-bollapör, — Bollapör frá 25 au, — Matvörur og sykur með Hannesar verði, t. d. Mjólkurdósir 55 au. — Rúsínur 60 au. — Súkkulaði kr. 1,60. — Eg lækka verðið strax, en ginni engan með prósentum, lotteríi eða öðru slíku. Hannes Jónsson, Laugaveg 38. Scnnr járnbrnntnkóng’stnB. jálaðir alt. En hann var farinn að verða þreytt- ur á þér. P*ú veizt, að það eykur áhrifin. Hann brosti af örvita gremju. — Porpari! hrópaði hún alveg frá sér af reiði. Pú hafðir engan rétt til að gera þess háttar, jafnvel þótt eg hefði verið sek. — Rétt? Ertu ekki konan mín? Hún leit útundan sér til hans, og augnaráð hennar var þrungið af viðbjóði. — Pú veizt vel, að það er okkur einkis virði. Ég hefi aldrei elskað þig, það veizt þú sjálfur. Pú veizt einnig, hvers vegna ég giftist þér. Mér var engin launung á því heldur. Pú áttir það, er ég þurfti á að halda, og ég hafði það sem þú þarfnaðist; en þú varst ánægður með kaup- in, af því að ég veitti þér fé, stöðu og vald. Ég hefi aldrei lofað þér neinu öðru út yfir það. Ég gerði ofurlitla mannsmynd úr þér. Þú hefð- ir aldrei komist neitt án minnar hjálpar. Alt það, er þú hefir, átt þú mér að þakka — jafn- vel álit þitt í stöðu þinni. Metorðahækkun þína, áhrif þin, altsaman áttu þetta mér að þakka; nafn þitt var alt og sumt, sem þú gafst mér, og sérhvert annað nafn hefði gert alveg sama gagnið. Hann engdist sundur og saman undir þess- um lestri, þrátt fyrir bræðina, sem í honum sauð. — Hjónaband! mælti hún i ísköldum hæðnis- róm. Einhver prestur las eitthvað yfir okkur, en það var alveg þýðingarlaust þá, og það er það nú lika. Ég reyndi að þola þig, af þvi ég gat haft gagn af þér. Ég hefi haft þig með mér eins og konur hafa herbergisþernu eða þjón. Ég keypti mér brúðu-kall, klæddi hann og blés lifi í hann í mínar eigin þarfir, og ég skulda þér alls ekkert fyrir það, skilurðu það — alls ekkert! Skuldin er eingöngu þín megin, eins og þér og mér og öllum heimi er kunnugt. — Hver hefir gert mig að brúðu-kalli? mælti hann með allri þeirri innibirgðu gremju, sem reynt hafði að ryðja sér framrás öll þessi löngu ár. Eg var metnaðargjarn, og hafði bjartar framtíðarvonir og einnig hæfileika um það leyti — ef til vill ekki mikla, en nægilega handa mér — áður en þú giítist mér. Ég var að vísu ekki í neinni hárri stöðu, en ég var á leiðinni upp á við. Ég hafði einnig sjálfstraust, en það hafðir þú einnig tekið frá mér. Pú — þú gleypt- ir mig. Þú hafðir heila föður þíns, og hann var ofurefli mitt; hann skygði á minn heila. Þú hefir verið eins konar blóðsuga, alt sem í mér bjó, hefir þú sogið úr mér. í fyrstunni var það hræðileg tilfinníng, þetta, að vera þér minni maður, en ég elskaði þig, og þótt ég hefði einnig mitt stolt og — — —

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.