Dagblað

Tölublað

Dagblað - 18.12.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 18.12.1925, Blaðsíða 1
. Föstudag 18. desember 1925. kOaaðíað I. árgangur. M9; tölublað. FLOKKASKIFTING um al- þjóðarmál viðgengst nú al- staðar og er talin sjáifsagt atriði um þátttöku einstaklings- ins í þeim málum, sem eru efst á dagskrá i umræðum og at- höfnutn. Það á sér stað í hverju landi þar sem lýðfrelsið er ekki svo takmarkað, að mönnum sé meinuð öll aískifti af opinberum málum. Og jafnvel þar, sem ein- ræðið er mest og einstaklings- frelsið þrengstum takmörkum bundið, skiftast menn samt sem áður í flokka um áhugamái sin og meginstefnnr í þjóðskipulags- atriðum, þótt leynt fari. Þetta þykir sjálfsagt, að af- -skiftaleysið um þjóðmálin er af flestum talið ósamboðið hugs- andi mönnum og bera vott um andlega örbyrgð og áberandi vesalmensku. Það er nú einu sinni svo, að engir tveir einstaklingar eru i öllu eins, og þeir líla misjöfn- um augum á menn og máiefni. Afstaða þeirra er því mismun- andi, bæði innbyrðis og út á við. Flokkaskiftingin er sjálfgefin afleiðing eðiismunar einstakling- anna og hlýtur aistaðar að koma fram í skipulagsbundnu þjóðfé- lagi þar sem hagsmunaatriði, en þó fyrst og fremst hugsjónamáli eru á dagskra. Þessi eðlismnnur einstaklinganna lýsir sér einkimi i tveim meginstefnum um hin sam- eiginlegu þjóðfélagsmál, ibaldi og framsókn, sem hvortveggja kemur fram í mörgum mynd- um. Einkum er framsóknar- hneigð manna mjög mismunandi og þær eigindir, sem þar koma fram ærið óskyldar og sundur- leitar. , — Þessi flokkaskifting á sér einnig stað hér á landi eins og annarstaðar og andstæðurn- ar koma þar greinilega í ljós. — Sumir hafa haldið þvi fram, að öll flokkaskifting um þjóð- málin væri hér óþörf og ó- eðlileg, þvi allir æltu að vera "atnuiála um nieginatrtðin i Þjóð- félagsmálum. En slikt er fjar- stæða, sem ómögulega getur sam- rýmst eðlilegum staðreyndum. Við höfnm þar enga sérstöðu meðai heimsþjóðanna, og því hlýtur flokkaskiftingin að koina hér fram eins og annarstaðar, Annað mál er það, að framburð- ur deilumálanna er hér nokkuð á annan veg eu vera ætti og eiga þarj flestir að svara til sameiginlegrar sakar. t Páll Jönsson, bóndi i Einarsnesi, lé/.l að heimili sinu i fyrri nótt eftir langvarandi veikindi. Hann var kandidat í búvísindum og lengi kennari á Hvanneyri. Páll var mjög vel gefínn maður og prýðilega ritfær og lét sér jafn- an öll þjóðfélagsmál miklu varða, en þó einkum búnaðarmálin. Er mikil eftirsjón að Páli, því slikir menn eru altof fáir vor á meðal. Hann var drengur góð- ur og vinsæll. Utan úr heimL Khöfn 18. des. 1925. Banaráð brnggað StresemRnn. Simað er frá Berlin, að lög- reglan hafi handsamað 2 þýzka þjóðernissinna, er höfðu brugg- að ráð um að myrða Stresemann. Nýr fjármalaráðhðrra. Simað er frá París, að for- maður fjármálanefndar Öldunga- ráðsins, Poul Dourmer, hafi ver- ið útnefndur fjármálaráðherra. Hann ér sjöundi maðnr í stöð-: unni á hálfu öðru ári. Alþjóðabandal. og Hoaolmálið. Stmað, er frá Genf, að ffam- kvæmdarráð Alþjóðabandalags- ins hafi í gær felt úrskurð t Mosulmáiinu: Mosui sameinast Irak gegn þvi, að England hafi umboðsvald yfir Irak á næstu 25 árum. Úrskurðurinn þannig andstæður óskum Tyrkja. Þeir eru afskaplega reiðir. Mótmæla. Fundi framkvæmdarráðs Alþj.- bandalagsins lokið. Bretar og Tyrkir. Simað er frá London, að stjórn- in hafí tilkynt, að hún ætli að gera alt sem i hennár vaidi stendur til þess, að samkomu- lagtð við Tyrkl fari batnandt: Alitið er, að styrjöld sé útilokuð. „Gneistar" beitir safn af fyririestrum og kvæðum eftir hinn góðkunna rithöfund Sig. Kristófer Pétursson. Nú þegar þessi þroskaði og ágæti maður er látinn, er gott fyrir þá menn, er ekki áttu þvt láni að fagna, að þekkja hann persónulega, eða ekki fengu tækifæri að hlýða á fyrirlestra hans, að geta nú kynst honum gegnum ritgerðir þær, er eftir hann liggja. Sumt af þvi bezta og göfug- asta, sem Sig. Kr. hefir: ritað, er i bók þessari, t. d. fyrirlest- urinn »Þögn«. Bók þessi er, eins og aif það er Sig. Kr. heitinn ritaði, frá- bær að stilfegurð, og á bak við liggnr hugsun óvenjulega göfugs og þroskaðs manns. X. Eggert Sítófánsson söng í Nýja Bíó i gærkvöld fyrir troðfullu húsi áheyrenda. Var honum svo vel tek- ið, að sliks munu fá eða engin dæmi hór i Heykjavík. Pótti sðngur hans með afbrigum góöur, enda lét fólk- ið pað óspart i Ijós. Sérstaklega þótti mikið koma til söngs hans i Ave Mária, sem var siðasta lagið á söngskránni. Aftur og áftur var hann kallaður fram, og varð að endurtaka sum lögin og gefa auka- lög. Ogað lokinni söngrskrágaf hann enn 3 iög. sem tekið var með ðskift- um fðgnuðL

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.