Dagblað

Issue

Dagblað - 18.12.1925, Page 1

Dagblað - 18.12.1925, Page 1
FLOKKASKIFTING um al- þjóðarmál viðgengst nú al- staðar og er talin sjálfsagt atriði um þátttöku einstaklings- ins í þeim málum, sem eru efst á dagskrá í umræðum og at- höfnum. Pað á sér stað í hverju landi þar sem lýðfrelsiö er ekki svo takmarkað, að mönnum sé meinuð öll afskifti af opinberum málum. Og jafnvel þar, sem ein- ræðið er mest og einstaklings- frelsið þrengstum takmörkum bundið, skiftast menn samt sem áður i flokka um áhugamál sin og meginstefnur í þjóðskipulags- atriðum, þótt leynt fari. Petta þykir sjálfsagt, að af- skiftaieysið um þjóðmálin er af flestum talið ósamboðið hugs- andi mönnum og bera vott um andlega örbyrgð og áberandi vesalmensku. Það er nú einu sinni svo, að engir tveir einstaklingar eru í öllu eins, og þeir líta misjöfn- um augum á menn og málefni. Afstaða þeirra er því mismun- andi, bæði innbyrðis og út á við. Fiokkaskiftingin er sjálfgefin afleiðing eðiismunar einstakling- anna og hlýtur alstaðar að koma fram í skipulagsbundnu þjóðfé- lagi þar sem hagsmunaatriði, en þó fyrst og fremst hugsjónamáli eru á dagskrá. Þessi eðlismunnr einstaklinganna lýsir sér einkum í tveim meginstefnum um hin sam- eiginlegu þjóðfélagsmál, íhaldi og framsókn, sem hvortveggja kemur fram í mörgum mynd- um. Einkum er framsóknar- hneigð manna rajög mismunandi og þær eigindir, sem þar koma fram ærið óskyldar og sundur- leitar. — Þessi flokkaskifting á sér einnig stað hér á landi eins og annarstaðar og andstæðurn- ar koma þar greinilega í ljós. — Sumir hafa haldið þvi fram, að öll flokkaskifting um þjóð- ®álin væri hér óþörf og ó- eðlileg, þvi allir ættu að vera sammála um meginatriðin i þjóð- ^lagsmálum. En slikt er fjar- stæða, sem ómögulega getur sam- rýmst eðlilegum staðreyndum. Við höfum þar enga sérstöðu meðal heimsþjóðanna, og því hlýtur flokkaskiftingin að koma hér fram eins og annarstaðar, Annað mál er það, að framburð- ur deilumáianna er hér nokkuð á annan veg en vera ætti og eiga þarj flestir að svara til sameiginlegrar sakar. + Páll Jónsson, bóndi i Einarsnesí, lézt að heimili sínu í fyrri nótt eftir langvarandi veikindi. Hann var kandidat i búvisindum og lengi kennari á Hvanneyri. Páll var mjög vel gefinn maður og prýðilega ritfær og lét sér jafn- an öll þjóðfélagsmál miklu varða, en þó einkum búnaðarmálin. Er mikil eftirsjón að Páli, því slíkir menn eru altof fáir vor á meðal. Hann var drengur góð- ur og vinsæll. Utan úr heimi. Khöfn 18. des. 1925. Eanaráð hrnggað Stresemann. Símað er frá Berlín, að lög- reglan hafi handsamað 2 þýzka þjóðernissinna, er höfðu brugg- að ráð um að myrða Stresemann. Nýr {jármálaráðherra. Símað er frá París, að for- maður fjármáianefndar Öldunga- ráðsins, Poul Dourmer, hafi ver- ið útnefndur fjármálaráðherra. Hann er sjöundi maður í stöð^ unni á hálfu öðru ári. Alþjóðabandal. og Hosnlmálið. Simað, er frá Genf, að fram- kvæmdarráð Alþjóðabandalags- ins hafi í gær felt úrskurð í Mosulmálinu: Mosul sameinast Irak gegn því, að England hafi umboðsvald yfir Irak á næstu 25 árum. Úrskurðurinn þannig andstæður óskum Tyrkja. Þeir eru afskaplega reiðir. Mótmæla. Fundi framkvæmdarráðs Alþj,- bandalagsins lokið. Bretar og Tyrkir. Simað er frá London, aðstjórn- in hafi tilkynt, að hún ætli að gera alt sem í hennár vaidi stendur til þess, að samkomu- lagið við Tyrki fari batnandi: Álifið er, að styrjöld sé útilokuð. „Gneistar“ beitir safn af fyrirlestrum og kvæðum eftir hinn góðkunna rithöfund Sig. Kristófer Pétursson, Nú þegar þessi þroskaði og ágæti maður er látinu, er gott fyrir þá menn, er ekki áttu því láni að fagna, að þekkja hann persónulega, eða ekki fengu tækifæri að hlýða á fyrirlestra hans, að geta nú kynst honum gegnum ritgerðir þær, er eftir hann liggja. Sumt af því bezta og göfug- asta, sem Sig. Kr. hefir ritað, er í bók þessari, t. d. fyrirlest- urinn »Pögna. Bók þessi er, eins og alt það er Sig. Kr. heitinn ritaði, frá- bær að stílfegurð, og á bak við liggur hugsun óvenjulega göfugs og þroskaðs manns. X. Eggert StefinsBon söng í Nýja Bíó i gærkvöld fyrir troðfullu húsi áheyrenda. Var honum svo vel tek- ið, að sliks munu fá eða engin dæmi hér i Reykjavík. Pótti söngur hans með afbrigum góður, enda lét fólk- ið pað óspart i Ijós. Sérstaklega þótti mikið koma til söngs hans i Ave Maria, sem var siðasta lagið á söngskránni. Aftur og ártur var hann kallaður fram, og varð að endurtaka sum lögin og gefa auka- lög. Ogað lokiuni söngskrá gaf hann enn 3 lög, sem tekið var með óskift- um fögnuði.

x

Dagblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.