Dagblað

Tölublað

Dagblað - 20.12.1925, Blaðsíða 7

Dagblað - 20.12.1925, Blaðsíða 7
DAGBLAÐ 7 Færeyski danzflokknrinB, sem undanfarið befir verið á ferð um Noreg, bélt heimleiðis frá Björgvin með »Lyru« síðast. Þeir fóru víðsvegar urn Noreg og var hvervetna ágætlega fagn- að. Vóru þeir gestir ungmenna- félaganna og ýmsra ágætis- rnanna er að þeim standa, og var þeim alstaðar veitt ókeypis beini. Fóru þeir norður tii Þrándheims og svo suður meö landi aftur til Björgvinjar. í Álasundl og víðar sýndi borgar- stjórn Færeyingum virðingu sína og vinsemd með því að láta draga flagg á stöng á opin- berum byggingum sínum. í Osló hélt Rolf Tommesen rit- stjóri snjalla ræðu fyrir þeim á samsæti, er þeirn var haldið i hátíðasal Háskólans — eins og og glimumönnum vornm i sum- ar. — Eru Færeyingar vel á- nægðir ineð ferðina, og er að vænta, að utanför þessi veki nýjan áhuga og þjóðarkjark hjá þessari fámennu og efnilegu frændþjóð vorri. Ssmir JárnbrantakOnsains.-' — Ég hefi aldrei haft hugmynd um, að þú bærir þess háttar tilfinningar í brjósti. Eg hefi aldréi vitað, að þú gœtir fundið til á þann hátt, mælti hún kuldalega. En þér hefir skjátlast voðalega. — Ætlarðu þá að segja, að þú elskir hann ekki? — Nei, ég hefi elskað hann lengi — ég man ekki, hvenær það byrjaði. Hún talaði eins og ósjálfrátt og horfði fram hjá honum, eins óg væri hann alþekt mynd, sem hún fyrir löngu væri orðin þreytt á að skoða. Ég hefi aldrei vitað það fyr, hvað ást er meira að segja aldrei dreymt um það. Ég væri fús til að leggja lif mitt í sölurnar nú þegar til þess að gera þetta ónýtt, sem þú hefir nú gert, einmitt hans vegna, af því hann er saklaus. Ö, vertu ekki að gretta þig svona; það er satt. Hann elskar dóttur Garavels og ætlar að giftast henni. — þetta veit ég alt saman. Ég heyrði ykkur tala um það í dagstofunni um daginu. — Gerðu svo vel að hlusta á mál mitt. Ég n,an ekki núna, hvað ég sagði þá, enda er al- Veg sama um það. í*ú hefir lagt alt of mikið UPP úr því. Nú verðum við að segja hvert öðru til syndanna, hispurslaust, áður — hún þrýsti böndunum að gagnaugunum, eins og höfuðið Vær* að rifna sundur — áður en það verður of seint og ómögulegt. Ég hefi aldrei logið að þér, Stefán, eða hvað? — Ég hefi verið vanur að halda það. — Ég skal nú segja þér allan sannieikann án þess að hlífa sjálfri mér. Ég held að þetta hafi byrjað kvöldið góða í Taboga, þegar hann kysti mig. Það er í einasta skiftið, sem ég hefi gert þess háttar. í*að var dimt, við vorum al- ein, og ég var hrædd, og af hans hálfu var það ekkert annað en augnabliks hræring. En það vakti mig af svefni, og ég skildi í einu vetfangi, hve hann var mér dýrmætur. Ég mundi þá þegar hafa gefið mig á hans vald, ef hann hefði leyft mér það, en hann var alveg frá sér af hræðslu. Hann fór að tala um þig, og afsakaði sig allan hátt; ég hefi aldrei séð nokkurn mann eins algerlega frá sér af örvæntingu. Fegar ég fékk næði til að hugsa mig um, reyndi ég aö berjast á móti þessari ástríðu. En það stoðaði ekkert, og svo hætti ég alveg við það. Siðarn gerði ég mér alt far um að hitta hann sem oft- ast. Ég lét hann ætíð sæta bezta tækifæri sem hugsast gat, en það var eins og hann gæfi því engan gaum. Daginn góða í villirunninum var ég aiveg æst yfir kulda hans og kæringarleysi. Eg rak hestana burt, án þess að hann yrði þess var. Ég sló í þá með svipunni, og ég bauð sjálfa mig fram svo berlega sem frekast var unt, Jólagjafir til sýnis í dag en söSu á morgun: Saumaborð Reykborð Nótnaskápar Spilaborð Pianobekkir Orgelstólar Bókahillur Samleggsborð Barnastólar Stofuborð Strástólar og Stráborð Gólfteppi Dlvanteppi Divanar Skrifborðsstölar og margt fle ra. Alt vönduðustu vörur. — — Jonatan Þorsteinsson, Langareg 31 & Vatnsstíg 3. Símar: 454, 864 & 166 ísbil

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.