Dagblað

Tölublað

Dagblað - 21.12.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 21.12.1925, Blaðsíða 1
Mánudag 21. desember 1925. kDagðlað I. árgangur. 272. tölublað. MlNNINGARGJAFIR hafa við- gengist lengst af hér á landi og hefír jafnan þótt nokkuð skorta á einstök hátiðahöld eða vinafagnað, ef engar gjafir væru ]>ar bornar fram. í fornöld var það almennur siður, að menn skiftust á gjöf- um til vináttuhalds, en einkum þótti það sjálfsagt við veizluhöld að menn væru leystir út með gjöfura. — Voru slíkar gjaíir oft verðmætar og miklu í þær eytt ef veizlur höfðu verið fjölmenn- ar eins og oft var og allir leyst- ir út með gjöfum. Þessi siður hefír aldrei lagst alveg niður þótt hann hafi færst í annað horf með nýjum siðum og <breyttri háttsemi landsmannna. Enn er það algengt að gefa minningargjafír við sérstök tæki- færi og eru þar jólagjafínar al- mennastar. Eru þær nú orðnar að einskonar þjóðarsið sem sjálfsagt þykir að fylgja til vin- áttuhalds og ánæjguauka. Myndi það nú þykja óburðug fjól, yfirleitt, ef engar væru jóla- gjafirnar, enda eru þær nú orðnar svo almennar, að telja má þær einn lið hátíðahaldsins. Með hverju árinu sem liður, yerða jólagjafirnar almennari og margbreyttari og meira fé til þeirra varið. Er það ekki að- eins efnaða fólkið sem þeirra yerður aðnjótandi, því svo er mannúðin orðin mikil á sum- am sviðum að sjálfsagt þykir að láta þá ekki fara í jólakött- inn setn hafa svo lítil fjárráð að þeir geta engu varið til jóla- giaðnings. Mikill munur er á því hvað fólk kaupir til jólagjafa og er shmt af'því sem valið er til lít- Hlar ánægju og einkis gagns. Ætti fólk að kappkosta að velja eingöngu smekklegar eða gagniegar jólagjafir svo meiri not erði að þeim, en stundargaman. *tr þar úr nógu að velja, sem bæði getur verið til ánægju og komið að varanlegu gagni. Guðrún 6u ðm iindsd óttir kaupkona Vestargötu 12, lézt í fyrrinótt úr lungnabólgu eftir viku legu. Hún var lengi við Brauns- verslun hér i bæ og á ísafirdi, hafði nú um nokkurt skeið rek- ið mjólkur- og brauðsölubúð á Vesturgötu 12, ásamt Louisu Ólafsdóttir frá Arnarbæli, og ný- skeð haföi hún einnig komið þar upp matvöruverslun. Guðrún var fædd 27. febr. 1885 og því tæplega 41 árs að aldri er hún lézt. Hún var greind konaog mjög vel gefin. Skipskaði. BotnTÖrpnngurinn Ása strand- aði f nótt á Halarrifi nnðir Jökli. í nótt kl. 4 barst loftskeyta- stðinni skeyti frá Ásu, um að hún væri strönduð undir Svörtu- loftum á Snæfellsnesi. — Um 40 min. eða til kl. 4,40 mín. hafði loítskeytastöðin samband við skipið en fremur slitrótt og ófullkomið. — Strax og sima- samband náðist við Sand voru fengnir þar menn til að fara á strandstaðinn og einnig brá Gull- foss við úr Stykkishólmi og var hann kominn þangað kl. 1. Um kl. 11 voru tveir botnvörpungar frá Helyers f Hafnarfirði komnir á vettvang, höfðu þeim borist loftskeyti um strandið og brugð- ið þegar við. Kom þá í ljós, aö skipið hafði ekki strandað undir Svörtuloftum, heldur á Malar- rifí, en skipsmenn ekki vitað hvar þeir voru. Skipið var að mestu sokkuð, er botnvörpung- ana bar þar að, og voru skips- menn búnir að yfirgefa það. Er talið Hklegt að mennirnir hafi komist tii Dritvíkur í skips- bátunum, því veður var ekki mjög slæmt og aflandsvindur. Héldu botnvörpungarnir norður með landi er síðast fréttist og ætluðu til Dritvíkur. Síðnsta fréttlr. Pýzkur botnvörpungur bjarg- aði öUum mönnunum og er á leið með þá hingað til Rvíknr. Innlend tlðíndi, Vestmanuaeyjum FB, 19. des. '25. Skip stranðar. Þýski togarinn Wien frá Nor- denham kom til Vestmannaeyja i morgun, til þess að tilkynna, að 3 sjómilum fyrir austa Hjörleifs- höfða væri enskur togari strand- aður. Skipsverjar mundu sumir vera komnir í land, en aðrir eftir i skipinu og allir mjög nauðlega staddir. AUmikið brim hafði verið og þess vegna hafði þýski tog- arinn ekki getað orðið þeim að liði. Stjórnarráðinu var sam- stundis send tilkynning um þetta og einnig breska konsúlnum hér í Eyjnm. Bæjarfógetinn hér náði sambandi við sýslumann Skaft- fellinga og er ráðgert, að hjálp verði send frá Vík á strand- staðinn. Nánari fregn af stranðinn. Vík í Mýrdal 19. des. FB. Miðvikudaginn strandaði ensk- ur togari, Walbrough frá Hull, á Mýrdalssandi. Skipsverjar, Í3 alls, komust á land heilu og hötdnu og gerðu sér skýli og höfðust við þar í 2 sólahringa. Pundust seint í gær. Skipið kom beint frá Englandi og strandaði um það bil sem hríðarbylur skall á. Skipstjórín og stýrimaður eru komnir til

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.