Dagblað

Tölublað

Dagblað - 22.12.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 22.12.1925, Blaðsíða 1
Priðjudag m úrgangur 22. desember 7*/ J jfij ^ gM #A&k 273. 1925. WW &# ^ tölublað. FJALLLEIÐIRNAR íslenzku hafa löngum verið hættuleg- ar að vetrarlagi og mörgum orðið þær torsóttar yfirferðar. Hefir þar oft reynt á þrautseygju og karlmensku vegfaranda, og ósjaldan hafa ferðamenn orðið íslenzkum auðnum og illviðrum að bráð. Eru þeir óteljandi, sem íarist hafa á fjallleiðum hér á landi, en fá eru árin, sem enginn hefir orðið úti. Ýmislegt hefir verið gert til að gera þessar leiðir hættuminni yfirferðar, fyrst komu vörðurnar og siðan »sæluhúsin« á stöku stað, en nú er síminn orðinn helzti leiðarvísirinn og sá ör- uggasti. Hefir þeirri meginreglu viðast verið fylgt, að leggja sira- ann meðfram fjallvegunum, en þó er sumstaðar út af því brugð- ið, eins og t. d. í Kerlingarskarði milli Staðarsveitar og Stykkis- hólms. þar liggur síminn á nokkrum kafla alllangt frá veg- 'inum og yfir þverhnýpt gljúfur, sem á rennur eftir. Er því stór- hættulegt að fylgja þar síman- um því ekkert ber á gljúfrinu fyr en komið er fram á gilbrún, en hverjum sem fram af fer er dauðinn vís. Mætti ekki minna vera en staurarnir, sem standa á hvorum gilbarmi væru auð- kendir svo að enginn gæti vilst á, en helst þyrfti að færa síma- línuna upp að veginum og það því fremur, sem þessi leið er mjög fjölfarin en oft ill yfirferðar. Sæluhúsin eru eins og altir vita, mjög mismunandi og geng- ur illa að halda þeim óskemd- um. Ekki vegna veðra og nátt- úruafla, heldur vegna skemdar- eðlis mannanna sjálfra. Er furðu- legt, að nokkur maður skuli geta fengið sig til skemdarverka á jafn nauðsynlegum hlífðar- skýlum og sæluhúsin eru. Sum- staðar eru nauðsynlegustu áhöld I H1 hitunar og matargerðar í s®luhúsunum, en ekki nærri ulstaðar, en þau vilja fljótlega ganga úr sér ekki síður en hús- in sjálf og af sömu ástæðum. Öll sæluhús þyrftu að vera byrgð af nauðsynlegustu áhöldum og nokkru af vistum, og ætti þyngsta hegning að liggja við þjófnaði á þeim hlutum eða skemdum að nauðsnynjalausu. Sæluhúsin hafa bjargað mörgu mannslífinu en miklu fleirum myndi hafa orðið lengra lífs auðið ef sælu- húsin væri betur útbúin og því minni freisting til að tefla á tvær hættur við að ná til bygða. Þólt nokkuð hafi verið gert til öryggis á fjallleiðunum vant- ar ennþá nauðsynlegasta björg- unartækið, en það er sími í sœluhúsin. Má merkilegt heita, að þvi skuli ekki hafa verið komið í verk fyrir löngu, eða strax og sími var lagður um « þær slóðir. — Þegar búið er að leggja síma inn i sæluhúsin og byrgja þau af nauðsynlegustu áhöldum til hitunar, eru fjall- leiðirnar orðnar hættulitlar yfir- ferðar. Þetta eru þær öryggis- ráðstafanir, sem eru einna nauð- synlegastar og þeim þarf að koma i framkvæmd sem fyrst, þvi það munar um hvert manns- lífið. — + Franz Siemsen fyrv. sýslumaður i Kjósar- og Gulibringusýslu lézt í nótt að heimili sínu, Ingólfsstræti 5, eft- ir langvarandi hjartasjúkdóm. Sigurður Jónsson frá Tzta- felli áður ráðherra, nú lands- kjörinn alþingismaður hefir sagt af sér þingmensku, vegna las- leika. Ágúst Helgason i Birtinga- holti er varamaður hans og mun hann taka sæti á næsta þingi. Ásu-strandið. Nánari fregnir eru nú komn- ar af strandinu, þótt orsök þess sé enn ókunn. — Ása var á út- leið, er þetta bar að, fór héðan í fyrrakvöld kl. 8 og ætlaði vest- ur fyrir land. Eftir áttavitanum að dæma héldu þeir rétta leið vestur fyrir, og vissu ekki fyr til en skipið rakst á. Sjór féll þegar inn og björguðust menn nauðuglega í skipsbátana. Voru sumir fáklæddir og náðu engu með sér, hvorki fötum né vist- um. Þorðu þeir ekki að leita lands þvi þeir hugðu sig vera undir Svörtuloftum. Sáu þeir ekki til lands vegna myrkurs og hríðarveðurs sem var á. Héldu þeir sig því útifyrir, og þegar birti gátu þeir ekki leitað lands, vegna þess að hvassviðri stóð af landi. Áttu þeir fult í fangi með að verja bátana áföllum, og voru auk þess mjög illa útbúnir eins og fyr segir. Um hádegi bar þar að þýzk- an botnvörpung Alexandiaze, og nær samtímis kom norskt fisk- tökuskip La France sem var á leið til Sands en gat ekki hald- ist þar við vegna veðurs og ætl- aði því að hleypa suður fyrir nesið. Fóru bátarnir sinn að hvoru skipi, en siðan varð að samkomulagi að La France flytti þá alla til Hafnarfjarðar. Má segja að betur hafi tekist til um björgunina en áhorfðist um tíma. Voru menn hér orðnir hræddir um að meira væri orðið að en raun varð á. Sjópróf út af strandinu verð- ur haldið í dag eða á morgun. Sfmslit hafa víða orðið nú í norð- anveðrinu. Er sambandslaust við Aknreyri og þar íyrir austan. Eiunig hefir verið sambandslaust við Hornafjörð nokkurn tíma vegna SÍmslita.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.