Dagblað

Issue

Dagblað - 22.12.1925, Page 2

Dagblað - 22.12.1925, Page 2
2 DAGBLAÐ Matarverslun Tómasar Jónssonar biður viðskiftavini sína að senda Jólapantanir sínar strax. Utan úr heimi. þeir ógrynni fjár til útlána og ennfremur selja þeir mikið af hráefnum til Frakklands. Khöfn 19,—21. des. 1925. Grikkir og Alþjóðabandalagið. Símað er frá Aþenuborg, að stjórnin haíi tilkynt Alþjóða- bandalaginu skriflega, að hún aðhyllist skilyrðislaust úrskurð þess í landamæramálinu. Tjárhagnr Frakka hatnar. Símað er frá París, að fjár- hagsútlitið haíi skyndilega batn- að. Stóriðjuhöldar buðust til þess í gær, að lána rikinu 10 miljarða, er notist til þess að borga innanlands skuldir, eða nokkurn hluta þeirra, en sum- part til þess, að standast kostn- að af styrjöldunum í Marokkó og Sýrlandi. Skilyrðið aðeins lítilfjörleg skatta-ívilnun. Tyrkir óánægðir yflr úrslitum Hosnlmálsins. Simað er frá Vínarborg, að blöðin í Tyrklandi séu afskap- Jega reið yfir úrslitunum í Mos- ulmálinu og reyni á allan hátt að æsa fólkið til styrjaldar. Ný al'vopnunarráðstefna. Símað er frá Genf, að Alþj.- bandalagið hafi opinberlega boð- ið Bandaríkjunum, Þýzkalandi og Rússlandi á afvopnunarróð- stefnu þ. 15. febr. n. k. Frankinn hækkar. Vegna tilboðs stóriðnaðarins steig frankinn talsvert i gær, bæði i Frakklandi og útlönd- um. Er álitið, að stjórnin taki með þakklæti á móti tilboðinu, nema ef vera kynni að social- istar sporni við því, að það verði tekið. Verði tilboðinu hafnað er álitið, að afleiðiugarnar verði algert hrun. Bandaríkjamenn eru fúsir til þess að veita lánið, enda hafa Örðngleikar Pjóðverja. Símað er frá Berlín, að allar tilraunir til þess, að mynda ráðuneyti hafi mistekist. Afskap- legt atvinnuleysi, óteljandi gjald- þrot. Búist við blóðugum óeirð- um. Ekki ósennilegt, að stjórnin verði að Ij\sa lanðið í umsáturs- ástand. Mosul-málið. Símað er frá Angora, að þing- ið hafi verið kallað saman til þess að mótmæla úrskurðinum í Mosul-málinu. Neyðaróp frá föngum í Síheríu. Blaðið Socialdemokraten í Kaupmannahöfn birtir bréf frá Socialdemokrötum, er voru hand- samaðir og settir í dýblissu í Tobelsk í Síberíu. Tókst að smygla bréfum úr dýblissunni. Stendur í því, að fangarnir kvelj- ist til dauða úr sulti, af óhrein- indum og djöfullegri meðíerð yfirleitt. Engin læknishjálp er fáanleg handa þeim og er þeim kastað saman í klefana og deyja þar í hrönnum. I bréfum ákalla þeir flokksbræður sína um hjálp. Fjármál Frakka. Símað er frá París, að mörg- um þyki varhugavert, að stór- iðnaðurinn gangi í ábyrgð fyrir láninu handa ríkinu, þar eð það liti þá svo út sem ríkið sé al- gerlega vanmáttugt að bjarga sér sjálft. Hefir komið fram uppástunga um, að efna til sam- skota um alt land handa ríkissj. Fascistar nota völdiu. Símað [er frá Rómaborg, að samband stóriðnaðarins sé al- gerlega undir yfirráðum fascista. ÍDagðlað. Bæjuriuálablað. Fréttablað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. ViÖtalstími kl. 5—7 síöd. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Sími 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. Borgin. Nætnrlæknir Ólafur Jónsson, Von- arstræti 12, sími 959. Nætnrvörðnr i Laugavegs Apóteki. Tíðarí'ar. Norðanátt um land alt og töluvert frost. Hvassast í Vest- mannaeyjum. Veðarskeyti komu ekki nærri alstaðar vegna simslit- anna. Loftvægislægð fyrir austan land. Búist er við allhvassri norðan- átt með snjókomu á Norðurlandi. Hriðaveður var á ísafirði í morgun og eins á Akureyri. Þorláksmessa er á morgun. Munu? þá flestar búðir verða opnartil mið- nættis, en á aðfangadaginn verðs> búðirnar aðeins opnar til kl. 4. Nic. Bjarnason kaupm. og franr- kvæmdarstjóri Björgvinjar félagsins er 65 ára í dag. Er hann Reykvíkingum og mörgum< öðrum að góðu kunnur. Hefir hann> nú haft skipaafgreiðslu að aðalstarfi? í full 17 ár er hann hefir rekið með» miklum dugnaðí og frábærri reglu- semi. Gott færi er nú austur yfir fjall og fara bifreiðar daglega austur um allar sveitir. Er slikt óvanalegt á pessum tima árs. Til Pingvalla fór einnig bifreið í gær og er þangað ágæt færð og snjólaust á heiðinni. Nóva ætlaði [að fara af ísafiröi i morgun áleiðis hingað, en óvist er hvort hún hefir fariö af stað vegna hriðarveðursins sem er þar vestra. Frú Karolína Hendreksdóttir (Siem- sen) kona Ottós N. Porlákssonar verður 50 ára á morgun. Lelðréttingar. í greininni »Prír merkir jNorðmenu látnir«, voru nokkra r” prentvillur: Um próf. Nordhagen: Hann skar- aði snemma'jTam úr o. s. frv. L.[.Söraas: Par á að standa: (»/or- meh = aðferðin). Einnig hefir nafn Jóhannesar Ilaarklau verið mislesiö allstaðar í handritinu.

x

Dagblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.