Dagblað

Tölublað

Dagblað - 23.12.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 23.12.1925, Blaðsíða 1
HÁTlÐAHÖLD fara að mestu eftir framferði manna og hvernig þeir nota þá að- stöðu, sem fyrir hendi er. Lík- lega kemur skapgerð manna hvergi greinilegar fram en í því hvernig inenn nota tækifærin, sem gefast til að gera sér daga- mun. — Sumir geta altaf komið fram sem hrókar alls fagnaðar og jafnvel gert einföidustn gleð- skaparstundir ógleymaniegar. En aðrir eru altaf til leiðinda og geta aldrei tekið þátt í almennum gleðskap nema með einskonar afbrigðum frá eðlilegri háttsemi. Það þarf ekki nema »einn gikk i hverri veiöistöð« til að eyði- leggja glaðlyndi og saklausa skemtun, jafnvel hversu vel sem alt er undirbúið. Það er mikill munur á því, hverjar skemtanir menn velja sér, og þá ekki síður á því hvaða meðul menn nota helst til hátíðabrigðis. Sumum finst að þeir geti al- drei skemt sér nema vera und- ir áhrifum víns, og því meiri sem gleðskapurinn á að vera, þarf betur að byrgja sig upp af hinum örfandi drykk. Vill þá oft fara svo, að hófs er ekki gætt í nautn drykkjar- fanganna og gleðskapurinn fer út um þúfur og endar oft hörmu- lega. — Hér skal ekki um það deilt hvort víndrykkja yfirleitt aé sæmiieg, munar þar mestu «m hvernig á er haldið en oft- ast verður niðurstaðan á einn veg. En því skal hér slegið föstu, víndrykkja í sambandi við ^átiðahöld er aJtaf ósæmileg. Sérstaklega er drykkjuskapur- >nn óviðeigandi um aðalhátíðir kristninnar ogættu allir að telja sér skylt að saurga ekki t. d. jólahelgina með víndrykkju og Þvi framferði, sem henni er °ftast samfara. Jafnvel trúlausum mönnum, ætti að geta komið saman um, óviðeigandi er að vanhelga hátlðlegustu minningarathöfn fjöldans með ósæmilegu fram- ferði. — Jólahátiðin ætti að vera öllum svo helg, að eng- inn gerði neitt það, sem kastað gæti skugga á sanna gleði og viðeigandi virðingu fyrir mikil- leik hátiðarinnar. Ólafur Hjaltested kaupmaður. Hann hét fullu nafni Ólafur Zófonías og var sonur Einars Péturssonar Hjaltesteds söðla- smiðs í Reykjavík, bróður Björns heitins járnsmiðs föður þeirra Péturs stjórnarráðsritara og Bjarna kennara. Anna hét móðir Ólafs og var Guðmundsdóttir smiðs Gunnlaugssonar í Rvík, gáfuð kona, vel að sér um margt og skörungur mikill. Ein- ar var hagleiksmaður og vel gefinn. Þau áttu fjóra sonu, er allir urðu fulltíða fremdarmenn, og er Ólafur sá fyrsti sem fell- ur i valinn. Hinir eru Pét- ur úrsmiður og bóndi að Sunnu- hvoli, Magnús úrsm. og bóndi að Vatnsenda og Sigurður bak- arameistari í Reykjavik. Ólafur heit. var fæddur á ný- ársdag 1870. Hann átti við heilsu- leysi að berjast þegar í æsku, en náði sér þó svo, að hann gat nnmið barnalærdóm heima að mestu með tilstyrk móður sinn- ar, en aldrei mun hann hafa náð sér fyllilega. Um fermingu var honum komið í prentsmiðju Björns Jónssonar og átti að nema prentiðn, en hann slasaðist þar og var þá látinn hætta við það nám. Siðar gekk hann í þjón- ustu H. Th. A. Thomsen’s versl- unar hér í bæ og vann þar meðan Hans Th. Aug. Thom- sen átti verslunina og einnig í nokkur ár eftir að Ditlev Thom- sen konsúll tók við. Var hann lengst af i vefnaðarvörudeild, en um aldamót gerðist hann erindreki verslunarinnar út um land og rækti það starf með sérstakri lipurð og samvisku- semi, Fjörmaður var Ólafur snemma og hrókur alls fagnaðar. Studdi hann félagsskap verslunarmanna með ráðum og dáð, og stóð um eitt skeið framarlega í mörgum framkvæmdum Verslunarmanna- félags Reykjavíkur. — Fögrum listum unni hann og var söng- elskur. Sótti hann það í báðar ættir. Var hann nokkur ár í hljómsveit Helga Helgasonar, sem oft skemti bæjarbúum á Austurvelli og við ýms tækifæri. Verslunarstétt þessa lands hefir. á siðari áratugum átt marga nýta og góða drengt, fulla af fjöri og lifandi áhuga á starfi sínu. Einn þessara manna var Ólafur. Hann hafði jafnan glögt auga fyrir teikningum, smiðum og öllu þvi sem að vélfræði laut. Hugmyndaflug hafði hann rikt og braut heilann um ýmsar merkilegar tekniskar uppgötv- anir. Las hann mikið nm þau efni og aílaði sér fræðirita á þvi sviði. Reikning nam hann svo vel sem kostur var á, jafnhliða starfi sínu, og einnig hið nauð- synlegasta í ensku og þýsku, til stuðnings við vélfræðisnám sitt. Var hann algerlega sjálfmentað- ur maður á þvi sviði, enda bánt framkvæmdir hans glögg merki brautryðjandans, sem ekki hafði gengið i annan skóla en reynsluskóla lífsins, en orðið að vinna fyrir sér sjálfur frá því hann komst til vits og ára. Hugvit átti hann gott og braut sjálfur upp á margvislegum um- bótum á vélum og verkfærum; vann að smiði sjálfur með þeirri vandvirkni og nákvæmni, sem fáum er lagin. Pann stutta tima sem hann gaf sig heilan og ó- skiftan að vélasmíði, lét hann eftir sig ýmislegt, sem að dómi þeirra manna erlendra er sér- þekkingu höfðu á þvi sviði, bar

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.