Dagblað

Eksemplar

Dagblað - 24.12.1925, Side 1

Dagblað - 24.12.1925, Side 1
ÁNDLEGT líf íslendinga hefir tekið miklum stakkaskift- um á síðustu árum, og ber þar mest á ringulreiðinni sem orðin er á mönnum í trúmálum yfirleitt. Virðingin fyrir guðdóm- inum hefir farið þverrandi, og það sem flestum hefir áður ver- ið heilagt, er nú dregið niður í dægurþrasið og jafnvel sýnd litilsvirðing opinberlega. Er það ýmist að menn láta sig eilífðar- rnálin engu varða, eða fara bein- um óvirðingarorðum um guð- dóminn, og sýna honum ákveðna andstöðu. Ekkert væri við því að segja, ef þessi breyting or- sakaðist af því, að fundin væri ný sannindi, sem kollvörpuðu öllutn eldri átrúnaði og hug- tnyndum um guðdóminn, en slíku er hér ekki til að dreifa. ÍReyndar fer þekking manna alt- af vaxandi og ný sannindi eru leidd i Ijós, sem koma í bág við eldri hugmyndir. En á trú- málasviðinu hefir engin slík »opinberun« komið fram, sem réttlæli upplausnina og virðing- arleysið fyrir hinum eldgamla átrúnaði. t*að skal samt íúslega viðurkent, að bókstafstrú gamla timans er mjög óaðgengiieg hugsandi mönnum og sæmilega upplýstum, og er jafnvel I surn- um aðalatriðum algerlega röng. En þótt menn hafni gagnrýnis- lausri bókstafstrú og leiti úr- tausnar eilítðarmálanna á ann- an hátt en tiðkast hefir, þarf það ekki að leiða til fordæm- ingar á eldri trúaratriðum, og enn síður til lítilsvirðingar um sjálfan guðdóminn, eða það sem flestuin er helgast. Það er nú einu sinni svo, að 'trúarsannfæringin er einn meg- inþáttur í andlegu lífi fjölda manna og ef henni er skyndi- lega kipt í burtu vill oft verða þar kalsár eftir sem erfitt reyn- ist að græða. Hefir margur tapað Þar hyrningarsteinum þeim sem hans var grundvallað á og atdrei náð jafnvægi síðan. Mannsandinn er altaf að nema ný !önd og opna ný sjón- arsvið sem okkur voru áður óþekt. Og það er eðli flestra að reyna að skilja það Jsem ekki er nægilega Ijósl við fyrsta yfir- lit, svo komist verði innfyrir umbúðir efnisins. Þannig er með trúarbrögðin og ætti þvi enginn að lá öðrura ólíkar skoð- anir í þeim málum, aðeins ef menn halda sig innan ákveð- inna takmarka velsæmisins. Pekkingarþrá mannanna og leitin að sannleikanum er ein- hver besta guðsdýrkunin. Dansinn í Hruna. Síðast og mesta leikrit Indriða Einarssonar er Dansinn í Hruna. Er hann bygður á þjóðsöguleg- um grundvelli, heilstej'plari og fyllri en eldri leikrit þessa höf- undar. Leikfélag Reykjavikur hefir ekki treyst sér til að taka leikinn til sýningar fyr, en nú hefir það ráðist í það og valið Dansinn í Hruna til hátíðaleiks. Verður hann sýndur í fyrsta sinn á 2. í jólum og siðan 3 næstu daga eins og auglýst hefir verið hér í blaðinu og annarstaðar. Dagblaðið hefir fengið að hnýsast í hvernig undirbún- ingnum liði og má segja að hann sé vel á veg kominn. Félagið hefir Iagt sig í fram- krók um að gera leikinn sem bezt úr garði og þjóðlegastan. Alt er íslenzkt: leikritið sjálft, lögin sem sungin eru (eftir Sigvalda Kaldalóns) forspilið að leiknum, (eflir Einil Thoroddsen og loks eru leiktjöldin gerð af tveimur innl. leiktjaldamálurum. Fað er alment viðurkent af öllum, sem kynt haf sér leikrita- gerð Indriða Einarssonar — bæði innlendir menn og útlend- ingar — að Dansinn í Hruna sé bezta leikrit höfundar og það veigamesta. Og það mun verða alniannamál að loka söugurinn: Ave Maria undir iagi Sigvalda Kaldalóns sé einna áhrifamest af því sem hér hefir heyrst á leiksviði. — Er þess að vænta að bæjarbúar fjölmenni a. m. k. á fyrstu sýningar leiksins og er nú að sjá hversu þeir rneta íslenzka leikritagerð og merki- legt verk. + Jónas Þóroddsson, > blikksmiður, andaðist í nótt að heimili sínu, Lanfásveg 2, eftir stutta legu í lungnabólgu. Jónas var vel gef- inn maður og vinsæll, og líkleg- ur til meiri frama. Hann hafði lengi unnið í Álmaþór og var meðeigandi verksiniðjunnar. — Lætur hann eftir sig konu og tvö börn ung. Utan úr heimi. Khöfn 22. des, 1925. Tsehetseherin kominn til í’ýzkalands. Símað er frá Berlín, Tschet- scherin sé þar staddur og hafi Stresemann boðið honum til morgunverðar, til þess að ræða um þýðingarmikil pólitísk mál, einkanlega þau, er hafa fjárhags- lega þýðingu fyrir Rússland og Þýzkaland. Tschetscherin sagði í viðtali við blaðamenn, að hann áliti úrskurðinn í Mosulmáiinu hættulegan og Locarnosamning- inn lítils virði. Ítalía keisaradærai. Símað er frá London, að mörg blöð birti fregnir um það, að Mussolini ætli að gera Ítalíu að

x

Dagblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.