Dagblað

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagblað - 24.12.1925, Qupperneq 1

Dagblað - 24.12.1925, Qupperneq 1
^Óla^lu^uriMT tflingja. Jólaklukkurnar klingja! Nú kveikir nóttin sín blys. Hark og háreysti þagnar, og bjaðnar dagsins þys. Hugarins hrannir lægjast, og hjörtunum verður rótt, er hnigur stilt o’nað storðu hin stjarneyga jólanótt. Hvert heimili hlúir að sinum, — en hjartað er rýmra en fyr. — Já, undarlegt er það um jólin, þá opnast þær leyndu dyr. — En bjartara öllum blysum skín barnanna augnasól, því himininn er þeim opinn, — og englarnir halda par jól! Og Jesús, barnanna bróðir, enn brosir á móður kné. Og barnsraddir bjartar hljóma: Blessuð þín minning sél ¥ ¥ Auðnulaus einstæðingur — á hvorki barn né sprund, — hann leilaði langa æfi að leið yfir toríær sund. 1 kvöld opnast brátt hans augu: Þá eygir hann bernskunnar spor. Hann beygir höfuð sitt hljóður og hvíslar: — Faðir vor.------- Hinn heimsfrægi rithöfundur Sir Hall Caine hefir nýlega ritað mjög eftirtektaverða grein, sem hann nefnir Kærleika. Á sú grein erindi til allra manna og þjóða, og þá eigi sizt tii vor íslendinga. Er því kafli úr henni lauslega snarað á íslenzku fyrir lesendur »Dagblaðsins«. — — — »Er eg lít til baka yfir liðna æfi, þá er eg var ungur og ósmeykur um alt það, er eg gerði mér að yrkisefni, minnist eg sérstaklega lifandi eins atriðis. Mér hafði dottið í hug að skrifa skáldsögu, er átti að heita »Þúsund siðustu dagarnir«. í sögu þessari ætlaði eg mér að lýsa, hvernig mannkyn- inu yrði algerlega útrýmt af jörðinni, þó ekki með eldi og blóði, heldur sökum þess, að allar ste.rk- ustu og háleitustu tilfinningar og geðblær mann- legs eðlis höfðu verið vanræktar og farið forgörð- um. Sökum synda vorra, sérstaklega kynferðis- synda, átti Guð að taka kærleikann frá mannanna börnum, — og siðan átti alt það að visna og deyja, er til þessa hafði verið þeirra meginstyrkur. Eitt kvöld áttu mennirnir að ganga til hvildar með öllum sinum sálrænu eiginleikum, er þeir höfðu hagnýtt sér og misnotað, en morguninn eftir áttu þeir að vakna og finna til þess sárt og óbærilega, að hinn fegursti og mikilvægasti þeirra allra — var horfinn. Þessi vöku-meðvitund átti ekki að koma alt í einu, og þeim skildist heldur ekki undir eins orsökin til þessa mikla tjóns og missis. Lífið átti að kenna þeim það smámsaman. Eg hafði hugsað mér heimili eitt sem þunga- miðju sögunnar. Ung móðir hafði einu sinni elsk- að barn sitt svo heitt, að hún gat ekki hugsað til þess, að nokkuð skyldi ama að því. En svo kom breytingin. Nú Iá barnið hennar fyrir dauð- anum. I stað þess að láta bugast af sorg og kvöl- um, gat hún nú með góðri samvizku gefið sig alla við danzi, glaum og gleði. Faðirinn, sem nærri takmarkalaust hafði lagt alt í sölurnar til þess að tryggja framlíð sonar sins, hatningju hans heiður og frægð, gat nú horft á það rólegur og með köldu blóði, að æskulff sonarins visnaði fyr- ir augum hans, og hann fór í hundana, án þess

x

Dagblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.