Dagblað

Tölublað

Dagblað - 24.12.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 24.12.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ að faðirinn hreyfði einn fíngur honum til hjálpar. Skömmu siðar átti sú hræðilega staðreynd að koma i ljós, að sjúkrahús, liknarstofnanir, heilsu- hæli, öryrkjahæli og elliheimili urðú að loka dyr- um sínum, sökum skorts á rekstursfé. Landfarssótt geisaði, en læknar og hjúkrunar- konur gáfu því aðeins kost á aðstoð sinni, að þau hefðu trygging fyrir borguninni. Landfarsótt- in magnaðist og varð að drepsótt. Fátæklingarnir hrundu niður i hrönnum, og voru látnir liggja þar sem þeir voru komnir — unz sljórnarvöldin létu hola þeim niður til þess að reyna að forða sjálfum sér frá pestinni. Jarðskjálftar mögnuðust á ný í Messína, en nú hugsaði enginn framar um að líkna þúsundum hinna heimilislausu. Nokkur ár liðu. Unga kynslóðin óx og þrosk- aðist um þessar mundir og fetaði dyggilega í fót- spor feðra sinna. Allir llfðu sjálfum sér eftir fremsta megni. Heimilin urðu að ishúsi, fjölskyld- an nafnið tómt, hjónabandið skrípaieikur, stjórn- málin svívirðileg hrossakaup, viðskiftalífið gróðr- arstöð ágirndar og gróðafíknar, sendiherramenska ríkjanna síopin svikamylla, trúarbrögð óskamm- feilin hræsni, siðgæði örvitaæði, líknarstarfsemi öll ótímabært erfiði, og alt starf að því að efla bræðrahug meðal þjóðanna með Guð á himnum sem föður allra — var aðeins barnalegur skrípa- leikur. Sagan átti að enda á því, að upplausn og tor- tíming þjóðfélaganna yrði raunveruleg; ágirnd, hatur, hefnigirni og afbrýðissemi drápu síðasta gneista mannúðar hjá menningarþjóðunum; jafn- vel hinn æðsti sálareiginleiki, sá, er á öllum öld- um hefir verið megingjörð þjóðfélagsins, andlega og likamlega — kærleikurinn — var einnig drep- inn. — — — Það er tæplega nauðsynlegt að geta þess, að eg ritaði aldrei sögu þessa. Hún er því ein þeirra mörgu, sem eg eitt sinn byrjaði á, en lauk aldrei við. Samt sem áður iðrast eg ekki eftir því, að eg skyldi eyða tima til undirbúnings sögu þessarar. t*ær hugsanir sviftu mér eins og i leiðslu burt frá hugsunum og orðum hinna lifenda, og eg varð skygnari heldur en áður, og mér varð það ljóst, að kærleikurinn er grundvallarmáttur hins mann- lega samfélags, sköpunarmátturinn, er afspeglar hina órannsakanlegu eilífð. Sál mín varð gagn- tekin af þeirri mikilfenglegu hugsýn, að kærleik- urinn er lífið sjálft, meðan flestar aðrar ástriður eru dauðinn. Hann er æðstur allra furðuverka Guðs. Því kærleikurinn er Guð. Guð er kærleikur. Mér var þetta nú eigi framar furðuefni. Nú var mér einnig fyllilega Ijóst, að úr þvi að Guð er kærleikur, þá getur mannkynið alls ekki lifað án kærleikans. það er ósköp auðvelt og fyrirhafnarlítið að brosa að þessum hugleiðingum, og meðal hinna ayfirlætislegu ungu rithöfunda# bókmentanna eru allmargir, sem það gera. Þeir kalla þetta karla- mas, munnklökkvi og margt annað. En sem betur fer, ræ eg þar ekki einn á báti. Flestir hinir miklu andans menn hjá öllum þjóðum, á öllum öldum, standa mín megin. Enginn þeirra hefir verið í minsta vafa um það, hvar þeir ættu að skipa kærleikauum sæti í mannlifinu. »Ástæðan fyrir því, að vér heiðrum kærleikann«, segir Emerson, »er sú, að hann litur ætið fram á við, aldrei aftur, hann eflir vonirnar og örvæntir aldrei«. »Þegar mannlífið er þrungið af kærleika, vegur það á móti öllu öðrua, segir Goethe. »Sá sem elskar, spillist eigi«, segir Lamb. Og einn, sem er öllum þessum meiri, hefir sagt, að kærleikurinn sé sterkari en dauðinn, vatnavext- ir geti eigi flætt yfir hann, og straumvötn eigi grandað honum. $ean Siíeliuso »Dagblaðið« flutti nýlega frétt um heiður þann, er Finnlendingar sýndu mesta tónskáldi sínu, Jean Sibelius, er hann varð sextugur fyrir skömmu. Nafn Sibeliusar var tiltölulega Jitið kunnugt hér á landi, þangað til finnsku söngkonurnar sungu lög hans og annara finnlenzkra tónskálda á hljóm- leikum sínum hér í Reykjavík. Er því grein þessi rituð lesendum »Dagbl.« til fréðleiks og skemtunar. Nafn Sibeliusar er órjúfanlega samtengt sögu Finnlendinga siðustu áratugi og sjálfstæðisbaráttu þeirra. Þegar ógnarveldi Rússa stóð sem hæzt á Fmnlandi, (Bobrikov-harðstjórnin 1898—1904), var alt það, er bar vott um finnlenzkt þjóðerni og ætt- jarðarást, bannað með lögum og lögð við dauða- hegning. Átti þá Finnland með öllu að hverfa úr tölu þjóðanna, og finskt þjóðerni að líða undir lok, og rússneska stórfurstadæmið Finnland að koma í staðinn. Þá skeði sá atburður, að ungt tónskáld samdi lag við y>Apena sönga Viktors Rydbergs. Kvæði þetta skýrir frá æskulýð forn- Grikkja, er lét lffið fyrir fósturland sitt, við Sal- amis, Maraþón og Platæu. Ungir fórnfúsir ofur- hugar, með hreint blóð og heitt í æðum ganga glaðir og fagnandi i dauðann fyrir landið sitt. Við kvæði þetta var nú fengið einkennilega vold- ugt og hrifandi lag, og fór það nú eins og eldur í sinu um alt Finnland. Söngur þessi fann berg- mál sitt í brjóstum ungra Finnlendinga. Þetta var i rauninni þeirra eigin saga, eða gat orðið það þá og þegar, eins og nú stóð á. — Af ásettu ráði hafði tónskáldið gert lag sitt einfalt, máttugt og sterkt, þrungið af djúpum eldhug og alvöru. Átti lagið sjálft að syngjast af ungum drengjaröddum, og undirspilið var mjög einfalt, fáein blástur-hljóð- færi og trumba. Söngur þessi smaug eins og eld- ing gegnum hjörtu ungra Finnlendinga. Rússnesku harðstjórarnir urðu að sætta sig við að heyra lag þetta sungið af miklum eldmóði, hvar sem þeir fóru, En við því var ekkert að gera. Þeir gátu ekki bannað Finnum að syngja um Grikki! Tónskáld þetta var Jean Sibelius. Sumir telja hann mesta tónskáld Norðurlanda næst á'eftir Grieg.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.