Dagblað

Tölublað

Dagblað - 24.12.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 24.12.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 Sibelius er fæddur 1865. Bar snemma á hljóm- listargáfum hjá honum, en faðir hans vildi, að hann yrði lögfræðingur. Las hann því lögfræði um hríð, en hætti svo alt í einu og sneri sér af kappi að reglulegu hljómlistarnámi. Stundaði hann fyrst nám heima í Helsingfors, og siðan í Berlín og Vinarborg. Árið 1892 hélt hann fyrsta hljómleik sinn í Helsingfors. Var það symfónía með efni úr þjóðlífi Finna, »Kullervo«. Síðan var hann um hríð kennari við hljómlistaskólann í Helsingfors, og samdi þá mesta fjölda sérkennilegra og merkra tónsmíða m. a. »Skográet«, »Lemminkáinen«, »Finnlandia« o. fl. Sibelius er eldheitur þjóðernissinni og ramfinnsk- ur i hverri taug. Sækir hann því tíðast efni sín í þjóðvísur Finna og þjóðlög, og eru mörg aðalefni hans tekin úr »Kalevala«, þjóðsögu-kvæðinu mikla. Er því músík hans þrungin af sérkennileik Finn- lands í náttúru og þjóðlífi og voldugri sálrænni andagift, er hrifið hefir áheyrendur víðsvegar um heim. Sibelius hefir tekist meistaralega að lýsa finnsku þjóðlyndi og náttúru fósturlands síns í tónum. Eitt fegursta dæmi þess er »Finnlandia«. f*ar segir hann í tónum sögu Finnlands. Landið er strjálbygt, og fólkið fátækt og einangrað, út- vörður á úthjara heims, þjóðin tvístruð og dreifð og kúguð af illum örlögum. Alt í einu heyrist, eins og fugls-kvak úr dimmum skógi, einkennilega við- kvæmt smálag langt að — utan úr afskektri sveit, og því er svarað úr annari átt. Þessir tveir tónar leita saman, en úr öllum áttum er skotið þjótandi tóna-örvum inn á milli þeirra og reynt að stía þeim sundur. En það stoðar ekkert. Fessir samein- ingar-tónar aukast og magnast gegnum allan hljómleikinn, og að lokum verða þeir að einum fossandi voldugum hljóm, sigursælum, fagnandi, eins og dýrlegur lofsöngur, og á honum endar hljóm- leikurinn. — Þetta er »Finnlandia«. Landið. þjóðin. Manna mest á Finnlandi hefir að líkindum Jean Sibelius unnið að þvi að vekja þjóð sína og syngja hana saman, er mest reið á og fram á þenna dag. Vér getum vel skilið Eugen Schaumann, með Finnland í hjarta og Aþena-sönginn á vör- unum, ganga brosandi í dauðann fyrir fósturland sitt. —------- Auk áðurnefndra tónsmíða Sibelíeusar (symfóniur, orkesterverk, kórsöngvar og fjöldi smærri laga) má nefna »Svaninn frá Tuonela«, »Karelia«, »Svantehvit«, »Næturreið og sólarrás« o. m. fl. Alkunnur viðsvegár um heim er »Valse triste« og í mjög miklu uppáhaldi. »Hör, hur harligt sangen skallar mellan Váinös runohallar! Det er Suomis sang! Þannig syngur E. von Qvanten um fósturland sitt, Suomi, sem er finnska nafnið á Finnlandi. Hið sama má segja um hljómlist Sibeliusar. Hún er söngur Finnlands. Finnland sjálft. Það er því eigi að furða, að söngelskir og þjóðræknir Finn- lendingar i músík Sibeliusar »höra blott Suomis sángl« — Jean Sibelius er óefað einn hinn allra mætasti sonur Suomis. Helgi Valtijsson. $£'oeibil$oTni&. Eftir Johannes Jörgensen. Það var ömurlegan, hélkaldan hapstdag. Reyni- skúfar, og hárauð villiber drupu L\öfði i öllum limgörðum og á hverju blaði glitraði Jítill daggar- dropi og i öllum áttum blasti við s'jónum visið gras og gul blöð. Við og við sást vögnum ekið eftir kagblautum vegunum og ökumaður sat með stóran ullartrefil um hálsinn og barífi sér með köflum til þess að örfa blóðrásina sér til hita. Pað var sannkallaður leiðindadagur, og mannver- ur þær sem skáld nefnast, fóru nú allir á kreik og urðu glaðir og reifir vegna þess hve veðrið var leiðinlegt, orktu ljóð um leiðindin og fengu borgun fyrir hjá myndskreyttu blöðunum. En hinn sama dag fór sáðmaður nokkur að sá akur sinn. Með sáðpokan á vinstri handlegg skrefaði hann áfram í hægðum sínum og dreifði með bægri hendi sáðkorninu yfir plægða jörðina. Það var viðáttumikill akur. Langur og dökkur teygði hann þarna úr sér og hinum löngu og þráðbeinu plógrákum svo langt sem augað eygði fram undan, og rákirnar sáust hlið við hlið alla leið. Pegar fjær dró sjónum sýndist akurinn mjókka, en svo var ekki í raun og veru. Petta var aðeins sjónhverfing sú er lesbækurnar minnast á og eg get aldrei skýrt öðrum frá. Og maðurinn gekk alla leið, þangað sem akur- inn virtist mjórri, og þegar þangað var komið, var hann jafnbreiður þar sem annarstaðar. En nú virtist fjarlægari endinn mjórri. Og svo gekk hann aftur; þangað sem hann byrjaði ferð sína og þegar þangað var komið, sneri hann aftur við og gekk leið sína. Svo virtist sem hann væri altaf að leita að mjósta svæðinu, og að hann héldi áfram göngunni af því hann gæti ekki fundið það. Þannig eyða margir æfi sinni. Þeir sækjast eftir því sem fjærst er, og þegar þeir hafa náð því, horfa þeir um öxl og sjá það er þeir yfirgáfu í fjarlægð og snúa þangað aftur, því það sem er fjarlægst laðar þá mest. Og á þenna hátt ganga þeir lífið á enda, láta glepja sig aftur og fram, fram og aft- ur, en komast ekkert og hafa hvergi kyrð né ró. En slikur var sáðmaðurinn ekki. Við hvert skref dreifði hann sáðkornum sínum — falleg voru þau og líkleg til þroska — og þau hrundu niður, hoppuðu og fólu sig í dökkri, lausri, moldinni. Og hann starfaði til kvölds. Pá var pokinn hans tómur og hann fór heimleiðis, át náttverð og gekk til hvilu sinnar. — — Það var hveitikorn eitt, sem lá eitt síns liðs milli tveggja svartra votra moldarhnausa. Og þetta hveitikorn var i afskaplega hryggu skapi. Dimma og raki riktu þarna og altaf færðust þau í aukana, því þoka dagsins varð að þéttum næt- urúða. Það var með öllu óþolandi. Petta fanst hveitikorninu. Og til þess að koma

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.