Dagblað

Tölublað

Dagblað - 29.12.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 29.12.1925, Blaðsíða 1
Þriðjudag jfc I. árgangur 29. desember T/ J ^ 57«. 1925. Mr &WWW V rMv tölublað. MENTASTOFNANIR þjóðar- innar eiga eftir eðli sínu að vera einskonar andleg- ur aflgjaíi landsmanna, þar sem hugsjónir fæðast og þroskast og málefni mótast, áður en þau koma til afskifta keiidarinnar. Veltur því á miklu hverir eðlis- þættir manna eru mestu ráðandi um efnismeðferð og stefnuval, því þar eftir myndast afstaða almennings, en hún veldur mestu um hver áhrifin verða til fram- búðar. — Yfirleitt hafa menta- stofnanir vorar skilað illa þessu hlutverki sínu, og hefir áhrifa þeirra að litlu gætt til balnandi þjóðlífs. Starfsemi þeirra hefir að mestu leyti verið fólgin í einhliða og þurri fræðslu um iögbundnar námsgreinir, en þess .minna gætt, sem gefur aukið manngildi og andlegt víðsýni yflr menn og málefni. Fræðslumáliu eru í raun og veru höfuðmál hverrar þjóðar og ætti því alstaðar að skipa þeim í öndvegi og leggja mesta rækt við urlausn þeirra. Hlutski fti þjóðanna fer að mestu eftir því hvernig fræðslu- málum þeirra er fyrirkomið, því eins og flestum er vitanlegt, er lærdómurinn undirstaða allrar menningar og á þeim hyrningar- steinum öðrum freinur byggist ríki framtimans. Öll starfsemi til mannfélagsbóta verður afilaus og og árangurslaus, ef óheft við- sýni og rótföst menning stendur ekki að baki. Og efnaleg afkoma einstaklings og heildar fer að mestu eftir því andlega verðmæti sem hvep þjóð er hluttæk um. Hingað til höfum við mjög utn of kastað höndunum til frseðslustarfseminnar og sú hátt- semi hlýtur að hefna sín enn greinilegar en ltomið hefir fram, ef gagnger umskifti verða ekki þar á, fyr en seinna. Mentamálin eru réttnefnd mál málanna, og í raun og veru aðal-nppjstaaa byggirigar þjóð- iélagsins. Er því aldrei um of til þeirra vandað né ofmikill sómi sýndur. Hér eftir verðum við vel að gæta þeirrar stað- reyndar og hafa fræðslumálin efst á blaði, þegar tekin eru til yfirvegunar helztu þjóðmálin, sem bíða hagkvæmrar úrlausnar. í stórum dráttum hefir oft hér í Dagblaðinu verið vikið að ein- stökum atriðum menningarstarf- semi vorrar, þeim sem helst er ábótavant, en mest erundir kom- ið að vel sé ráðið um. Er ekkert nauðsynlegra en að koma fræðsl- umálum vorum og mentastofn- unum í það horf er orðið ,geti «1 verulegra umbóta á mentaþörf vorri og andlegu heilbrigði. Bannið á Finniandi og sannleiksást „Morgunbl.“ Af einhverjum dularfullum ástæðum hefir það fallið í mitt hlutskifti allmörgum sinnum síðustu 4 árin að andmæla ýms- um verstu öfgum Morgunblaðs- ins í látlausri sókn þess á hend- ur banntnálsins og bannlaganna islenzku, og leiðrétta ýmsar skæðustu missagnir þess og rangfærslur um þessi mál er- lendis. Síðast var það — að mig minnir — æfintýrið sænska um norska stórþingisforsetann Lykke. Hann krafðist þess, að sænsk og norsk blöð leiðréttu ummæli þau, er höfð voru eftir honum, þar eð hann vildi eigi kannast við að hafa sagt þau. En Mgbl. gleymdist alveg þessi sjálfsagða skylda og virðing fyr- ir sannleikanum. Það leiðrétti ekki ranghermi sitt, og svo varð ég að gera það. Stendur það þó nær ýmsum öðrum heldur en mér, að hafa gát á þessháttar. En satt að segja er mér það þó ætíð óblandið gleðiefni, að geta lagt góðu málefni liðsyrði og leiðrétta auðsæjar og vitanlegar rangfærslur eða missagnir. — Þann 14. nóv. síöastl. iutái Mgbl. grein um bannið á Fiua- landi. Var það talin vskýrsla. lœkna/élagsins i Vasa«*) um 10 ára reynzlu áfengisbannsins þarí landi. Kvaðst blaðið hafa skýrsl* þessa eftir norsku læknablaði. Fótti Mgbl. þetta heldur en ekki hvalreki á fjörur sínar. Ég yar í þann veginn að leggja á stað í ferð, er grein þessi barst mér í Mgbl., og gat ég því ekki sint henni neitt í svip. Öll var grein þessi mjög grunsamleg, og var bersýnilega farið mjög óráð- vendnislega með sannleikann, bæði af hálfu »finska læknafé- lagsins í Vasa«, og þá eigi sið- ur af hálfu Mgbl. Bjóst ég við, að réttir aðiljar myndi bráðlega leiðrétta verstu missagnirnar og skýra nánar frá málinu við fyrstu hentugleika. En svo hefir þó eigi orðið til þessa. þann 19. þ. m. birti svo Mbl. á ný ummæli um sama málið. Var það stillilega rituð grein, en fremur á huldu, eftir Snorra lækni Halldórsson á Breiðabóls- stað á Síðu. Af eðlilegum ástæð- um var lækninum auðsjáanlega eigi kunnugt um það, sem Mbl. álti að hafa vitað fyrir Iöngn, og átti að vera búið að skýra frá, um uppruna og gildi þess- arar »finsku skýrslu«. Það hefir nfl. reynst, að hvalreki blaðsins var ekki steypireyður, heldur — »7 álna andarnefja, og ekki vit- und meir«. — En Mbl. hirðir eigi um þessbáttar smámuni. Hvalreki var það samtl Manni verður á að spyrja, hvaðan Mbl. hafi haft þessa »skýrslu« stna, þótt það skifti annars eigi miklu máli. Það sagðist hafa hana eftir norsku(?) læknablaði, en norsk og sænsk andbanningablöð, þau, er gleyptu þessa flugu, fengu fregn sína úr sœnska blaðinu »Social-Medi- cinsk Tidskrift«. — — 1) Allar leturbr. eru mínar. H. Y.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.