Dagblað

Tölublað

Dagblað - 29.12.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 29.12.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ Þegar ftegnin af hvalreka þessum barst út um Norður- lönd, lét fræðsluráð hins sænska »nykterhetssállskaps« þegar rannsaka málið. Sneri það sér til hins þjóðkunna þingmanns, Klockars forstjóra í Vasa, sem rekið hefir starf sitt þar i full- an mannsaldur og er því allra manna bezt kunnugt um á- standið þar í borg og nágrenni. í hinu rækilega svari sinu til íræðsluráðsins sænska ritar Kiockars m. a. á þessa leið: »— — Læknafélagið í Vasa er fremur lítið kunnur félags- skapur nokkura lœkna hér í borginni, er skipað hafa nefnd til að svara fyrirspurn, sem blaðið »Vasa« bar fram, um áhrif bánnlaganna. Hér á landi var þetta svar læknanna al- mennt talið svo r>tjockt«, að jafnvel andbanninga-blöðin litu ekki við þvi.-------« Direktör Klockars skýrir annars frá þvi i svari sínu, að bæði í Vasa og nærbygðum sé ástandið miklu betra heldur en áður á þessu sviði. Annars þarf eigi að fara í neinar grafgötur til þess að leita almenningsálitsins á Finn- iandi um bannið og gildi þess þar í landi. I’ingtíðindin frá síðasta þingi (1924) bera þar ábyggilegt og ótvírætt vitni. Til að vinna á bannlögunum báru andbanningar fram frumvarp eitt, mjög ítarlegt og ísmegilegt, um ákafiega takmarkað vín- sölnleyfi undir umsjón ríkisins (Allan Serlachius, dr. Schau- mann o. fl.), en frumvarp þetta var felt með 200 atkvæðum gegn einum 33. Þannig iítur finska löggjafar- þingið á þetta mál, og ætti það að vega fyllilega á móti hjá- róma röddum fárra manna úr »finska iæknaféiaginu« í Vasa! Helgi Valtýsson. Víðboðsstöð. Undirbúningi ís- ienzkrar víðboðsstöðvar miðar svo vel áfram, að búist er við að hún taki til starfa núna um áramótin. Hefir félag verið myndað hér í foænum til að koma stöðinni upp og eru framkvæmdirnar vonum nieiri. Hugsa menn gott til þessa aukna sambands við umheiminn og munu msrgir notfæra sér pað. Hannes Þorsteinsson þjóðskjalavörður hefir nýskeð hlotið þá sæmd hjá Háskólanum að vera gerð- ur að heiðursdoktor. Má segja að hann sé vel að þeim heiðri kominn og hefir margur minna unnið til nafnbótar, en hlotið samt. JBorgin. Næturlæknir Friðrik Björnsson, Thorvaldsensstræti 4. Sími 1786. Næturvörðnr í Rvíkur Apóteki. Tíðarfar. Veðurskeyti komu frá öllum stöðvum í morgun og var alstaðar austanátt nema í Grinda- vík norðvestan andvari og í Hornaf. norðan gola. Frost var alstaðar mest á Hólsfjöllum 23 stig, Akureyri 19, ísafirði 9, annarstaðar 2—6 st. — f Færeyjum var 3 st. hiti, í Leirvík 5, á Jan Mayen .6 st. frost og í Angmagsalík í gær 5 st. frost. Búist er við austlægri átt allhvassri á Suðurlandi en hægri á Norður- landi. Úrkoma sumstaöar á Suöur- og Suðausturlandi. Dnnsinn í Hrnna hefir nú verið leikinn í 3 kvöld í röð fyrir troð- fullu húsi og við góðan róm áhorf- enda. Næst verður leikið á nýárs- dagskvöld og tvö næstu kvöld og eru aögöngumiðar fyrir þau kvöld fyrst seldir í dag. Gísli Jónsson vélfræðingur og frú fóru utan með Gullfoss annan jóladag. Guðni Gnðnason frá Keldum, nú á Grettisgötú 10, verður sextugur á morgun. ltafniagnid var sparað í gær með því að kveikja ekki á götuljósunum. Kom það ekki að sök þvi tunglskin var og heiðskírt loft. Andlát. Magnús R. Jónsson skósmiöur faðir Theódórs bakara og þeirra systkina, lézt hér í bæn- um á jóladaginn. Penlngar; Sterl. pd................ 22,15 Danskar kr.............. 113,13 Norskar kr............... 92,93 Sænskar kr.............. 122,85 Dollar kr.............. 4,578/4 Gullmörk................ 108,94 Fr. frankar ............. 16,91 Hollenzk gyllini........ 184,11 IfragBlað. Bæjarmálablað. Fréttablað. Ritstjóri: G. Kr. Gnðmundsson, Lækjartorg 2. Simar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 siðd. Afgreiðsla: Lækjartorg 2. Sími 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. Leikirogleikhús- Frh. Önnnr 10 árin Lelbfélagsing. Síðustu leikir Leikfélagsins fyrsta áratuginn voru þessir þrír: »Kamelíufrúin« (aðalhlutv. frú Stefania), er var leikin 10 sinnum, »Sherlock HoImes« (að- alhl. Jens Waage) og »Trilby« (aðalhl. Guðrún Indriðadóttir). Önnur tíu ár Leikfélagsins (1907—17) hófu innreið sína með »Föðursystur Charleys«, og á annan dag jóla var »Nýjársnóttin« (nýja) leikin í fyrsta sinn. Hún var mjög vel leikin, og var leikin 18 sinnum um veturinn og tvisvar sinnum um sumarið. Leikfélagið hafði lagt alt fram í útbúningi og leik, sem það gat ráðið yfir, en um ekkert töluðu menn meira en leik Jens Waage í álfakong- inum. Fenna vetur var John Storm leikinn 4 sinnum, Kame- líufrúin 3, og að lokum var leik- inn í fyrsta sinni sÞjóðníðing- ur« Henriks Ibsens. Næsta vet- urinn var leikinn »Skuggasveinn« Matth. Jochumssonar. »Bóndinn á Hrauni« eftir Jóhann Sigur- jónsson var leikinn hér 9 sinn- um, þá nýkominn út á íslenzku. Árni Eiríksson lék bóndann, frú Stefanía Ljót, og Jens Waage grasafræðinginn. Síðar kom upp »Hrafnabjargarmærin« eftir Ernst von Wildenbruck, og var leik- in 10 sinnum. Far lék frú Guðrún Indriðadóttir titilhlut- verkið. Leikritið þótti áhrifa- mikið hér, eins og leikrit þess höfundar hafa þótt 1 Pýzkalandi. Veturinn 1909—10 var Ieikin »Stúlkan frá Tungu« sjö sinn- um, og siðar á leikárinu »Sinna- skifti« eftir rússneskan höfund,. I og þar á eftir »ímyndunarveik--

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.