Dagblað

Tölublað

Dagblað - 29.12.1925, Blaðsíða 4

Dagblað - 29.12.1925, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐ Utan úr heimi. Khöfn 28. des. 1925. StórkostLeg flóðbylgja. Símað er frá Tokió, að feikna mikil flóðbylgja hafl geysað yfir eyjuna Yap, sem er ein af Kar- olinueyjunumí suðurhluta Kyrra- hafsins, 247 ferkilóm. að stærð, og sópað burtu öllu lifandi og dauðu. Alitið er, að allir eyjar- skeggjar, en þeir eru 10,000. hafi druknað. Fregnir eru óljósar, því vegna óveðurs hefir verið ógerningur að rannsaka staðinn. Friðarumleitnn Ahil-el-Krims árangnrslans. Símað er frá París, að frið- semjari Abd-el-Krims hafi feng- ið kaldar móttökur. Þótti hann kröfuharður. Varð að hverfa aftur við svo búið. Aðstaða Frakka í Sýrlamli. Símað er frá París, að stjórn- in hafi lýst því yfir, að aðstaða Frakka í Sýrlandi fari stórum batnandi. Frakkastjórn völt í sessi. Símað er frá París, að ekkert útlit sé til þess, að núverandi stjórn takist að semja fjármála- frumvörp geðþekk þinginu. Er búist við því, að stjórnin fari frá bráðlega. Hoftulmálið. S.imað er frá Vínarborg, að tyrkneska herforingjaráðið haldi fundi þessa dagana og er talið iíklegt, að Mosulmálið verði þar til umræðu. Nýárskveðja. (Tilk. frá sendiherra Dana). Sendiherra Bandaríkjanna í Kaupmannahöfn, Dr. Prince, hefir loíað blaðinu »Radio- lytteren« að flytja ávarp á ís- lenzku á gamlaársdagskvöld kl. 5,50—6 frá útvarpsstöðinni í Ryvang. Ávarpið verður selflult um Daventry, öidulengd 1600 metrar. Á það að geta heyrst á íslandi. iLEIKFJCLáG REYKJAVÍKUR Dansinn í Hruna verðnr leikinn íi nýársdag og tvo næstu daga. Aðgöngumiðar til allra leikkvöldanna seldir i dag (þriðjudag) og miðvikud. kl. 2—6. s. d. og dagana sem leikið er. iími 12. ALMANAK gefið í kaupbæti meðan birgðir endast. K. Einarsson & Björnsson. Bankastræti 11. Sími 915. GUNVALD OTTE8EN SAGVAAG — NOREGI ^kipasmíðar, Dráttarbraut og' Vélaverkstæði. Smíðar mótorbáta og allskonar fiski- skip með 3—4 mánaða fyrirvara. AV. Hefi smíðað allmarga mótorbáta fyrir íslendinga! Utanáskrift: Sagvaag, Söndhordiand, Norge. Símnefni: O 11 e s e n , Sagvaag, Norge, „Un i t e rakyélablöðin eru þau beztu. Heildsölu hefir: Hjörtur Hansson, Austurstr. i7.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.