Dagblað

Tölublað

Dagblað - 30.12.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 30.12.1925, Blaðsíða 1
Miðvikudag 30. desember 1925. WagBíaé I. árgangur. 279. tölublað. IRKJURÆKNI Reykvíkinga er mun meiri en búast mætti við eftir ýmsri ann- ari háttsemi þeirra. Er það vott- ur þess að almenningur lætur sig eilifðarmálin nokkru skifta, en æskilegt væri, að raunbetri árangur væri sjáanlegur af tru- málaáhuga fólksins, en kirkju- göngurnar einar saman. Pótt aðalkirkjurnar séu ekki nema tvær, mætti ætla að þær væri nægilegar fyrir ekki stærri bæ en Reykjavik er ennþá, og það því fremur sem oft er mess- að tvisvar á dag í annari kirkj- unni og stundum i báðum, að ótöldum þeim guðsþjónustum, sem fluttar eru i Landakots- kirkjunni og öðrum samkomu- húsum. — En reynzlan sýnir, að kirkjurnar rúma ekki nærri alla, sem hlýða vilja messu í hvert skifti. Veröur fólk þvi annaðhvort að standa i troðn- ingum allan messutimann eða halda strax aftur heimleiðis, og þykir hvorugur kosturinn góður. Auðvitað hafa allir sama rétt til kirkjugöngu og þarf því að gera eitthvað til að menn geti notið þessa jafnréttis síns og komist inn í kirkjurnar. Til að ráða bót á þessu hefír helzt verið stungið upp á að stækka kirkjurnar a. m. k. Dómkirkj- una, en önnur úrlausn virðist vera hendi nær, og hún er sú, að messurnar væri fleiri svo betnr svaraði til aðsóknarinnar. Prestunum ælti ekki að vera of- ætlun að flytja tvær messur á dag og auk þess ætti að vera hægðarleikur, að fá hér aðra prestvigða menn eða guðfræð- inga að stiga við og við i pré- dikunarstól, og yrði það tilbreyt- ing i kirkjulifínu. í*að sem áynnist við þessa breytingu er í fyrsta lagi það, að öllum gæti gefist kostur á að hlýða messu á helgum dög- án þess að leggja þurfi í kostnað og fyrirhöfn að stækka kirkjurnar, sem mnn lika varla framkvæmanlegt svo verulegu nemi. — I öðra lagi ætti al- menningur kost á að hlusta á fleiri kennimenn en nú er, svo hver geti valið sér þann, sem hann helst vildi. Og i þriðja lagi yrðu messutímarnir fleiri, svo hver og einn gæti fremur sókt kirkju á þeim tíma, sem honum er heppilegastur, og myndi það út af fyrir sig verða til að auka kirkjurækni fólksins. Pessar breytingar á núverandi fyrirkomulagi messugjörðanna eru þess eðlis, að það ætti að vera mjög auðvelt að koma þeim i framkvæmd og virðist þetta vera eina frambærilega úr- lausnin á því ófremdarástandi, sem nú rikir. Frá snjóflóðinu. Æskuheimili mitt átti land að Kolku, sem rennur við túnfótinn á Sviðningi i Kolbeinsdai, (með Óslandshlíð er hann ekki talinn), og þegar ég sat yfir ám við ána, skrapp ég oft yfir að Sviðningi til að finna frændur mína, syni Hafliða bónda Jónssonar, sem þar bjó lengi. Jón sonur hans, jafnaldri minn að kalla, tók við búinu siðar eftir föður sinn, og er hann lést fyrir fáum árum, tók dóltir hans, Sigurjóna, við jörðinni og búinn. Beztar vissi ég berjabrekkur í fjallshliðinni fyrir sunnan og ofan Sviðning, og vorum við börnin berjablá á knjánum, hvað þá á höndum og andliti, er við komum þaðan úr berjamó. Engin dæmi vissi ég til að þar kæmi snjóflóð í grendinni, og kom mér því mjög á óvart að heyra, að snjóflóð hefði brotið bæinn. Átti ég í gær tal við Hofsós nm snjóflóðið, og reyndist alt rétt í aðalatriðum, sem Morg- unblaðið hefir af þvi sagt. Tvfbýli er á Sviðningi og var það bóndinn á hinum bænum, Anton Gunnlaugsson, sem bjarg- aði gamaili konu og einu barni úr rústum baðstofunnar strax og snjóflóðið hafði skollið yfir. Fór hann sfðan f stórhrfð til næsta bæjar, Sniðsgerði, að fá mannhjálp, en þar sem þar er fátt karlmanna, varð hann að halda áfram til næstu bæja, Slútubjarnarstaða og Miklabæjar, og þess vegna leið stund af stund unz veruleg mannhjálp kom. Hafði Sigurjóna þvf legið nærri sólarhring með dáið barn sitt við hlið sér er henni var loks bjarg- að. Hélt hún að Sölvi, maður sinn, hefði lifað um hrið, þótt dáinn væri er hjálpin kom. — Hann mun eiga tvö systkini hér i bæ, þótt mér séu ókunnug nöfnþeirra. — Anton Gunnlaugs- son misti allar skepnur sfnar, og stendur uppi allslaus með fjölskyldu sína, og því sannar- lega vel gert, ef Reykvfkingar vildu senda honum björgunar- laun. — Sigurjóna Jónsdóttir er sem stendur á Miklabæ eða Púfum i ÓSlandshlíð og hefir nú fótavist, þrátt fyrir þetta ótta- lega áfall, hún hefir meira mist en bætt verði með fégjöfum. S. Á. Gíslason. Innlend tiðindi. Akureyri, FB. 29. des. ’25, Snjóflóðið í Kolbeii sdal. Nánara um slysið á Sviðningi. Á bænum voru 5 manns, bónd- inn Sölvi Kjartansson, konan og tvo börn þeirra og öldruð kona. Bóndinn fórst i snjóflóðinu og annað barnið. Bærinn er í Skagafirði. Harðindatíð Norðanlands, Fannkyngi mikið hér norðan- lands. Austanpóstur var hríðar- teftur 5 sólarhringa í Reykja- hlíð og varð loks að bera póst- flutninginn frá Reykjahlið að Ingjaldsstöðum f Bárðardal. Sið- an farið á skíðum hingað í kvöld.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.