Dagblað

Tölublað

Dagblað - 31.12.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 31.12.1925, Blaðsíða 1
Fimtudag 31. desember 1925. WaaBíað I. árgangur. 280. tölublað. ARAMÓT eru hverjum hugS- andi manni alvörumál, og hvetja til rækilegrar um- hugsunar. Allir vita, hverju þeir snúa baki við. En hvað er svo framundan? — Eru annars ára- mótin »fjöllin háu«, sem vér störum undrandi út yfir »ár og síð?« Eða getum vér vitað nokk- uð um, hvað er hinumegin? Svo ætti það að vera a. m. k. Ungt ríki og fullvalda heíir eigi leyfi til að »fljóta sofandi« yfir nein áramót. Framtíðartakmark þess á ætfð að blasa við augum vorum, og leiðirnar að því marki eiga að vera svo skýrar, að ekk- ert spor þurfi að taka hikandi og í óvissu, og allra sizt útyfir ára- mót. Pau eiga einmitt að vera oss lýðhvöt til aukinna starfa og ákveðinna að settu marki. Og fyrstu spor vor hinumegin ára- mótanna eiga að vera þeim mun fastari og öruggari, sem vér höf- um reynzluna að baki, en von- arbjarmann framundan. — Fyrsti markverði viðburður í þjóðlífi voru hinumegin áramót- anna verður að líkindum Alþingi. Hver er hugur þingmanna vorra? Sé hann hinn sami og verið heftr er íítilla nýrra afreka að vænta. Vér vonum, að þeir komi að þessu sinni með heitum huga og ákveðnum vilja og sterkum til að leysa í stað þess að binda, leysa starfskrafta þjóðarinnar og beina þeim inn á aðalbrautir þær er liggja til þroska og þjóð- arheilla. Vér vonum að þeir vilji eftir megni stuðla að framkvæmd þeirra laga, sem þegar eru til, en verji minni tíma og kröftum í samning nýrra laga og breyt- inga á lögum siðasta Alþingis. Er sárt að þurfa að segja, að sú ófrjóa starfsemi eyöir venju- lega óhæfilega miklum tfma og kröftum hins háttvirta Alþingis frá öllu þvf, sem ella mætti gera * þeim tíma, og brýn nauðsyn 8r a. Og satt að segja virðist sem lðggjafarstarf háttv. Alþing- 18 sé orðinn harla ófrjór jarð- vegur, sem fátt gotl sprettur úr. — Breyttir búnaðarhættir eru undirstaða allra nýrra framfara landbúnaðarins. Er vonandi að Ræktunarsjóðurinn nýi auki þær framfarir og efli á allan hátt. Annars kemur sá lagabálkur að litlum notum. — En ef hið nýja Alþingi breytti einnig til um búnaðarbáttu: Leysti hinbundnu öfl úr læðingi. Hrynti þjóðnytja- framkvæmdum af stokkunum, ýtti svo vel úr vör, að ræðarar næðu að halda við skriðnum að markinu. — Hið nýja Al- þingi verður að horfa hátt. Líta til fjallannal Nú er brýnni þörf heldur en nokkru sinni áður að stefna að þvf marki með fullum skilningi og einbeittu áræði að ná fullu jafnvægi og samræmi í framförum og þjóðarvexti til sjávar og sveita, áður það er um seinan. Verður því Alþingi að snúa sér að sveitunum sér- staklega um hríð. Eru leiðirnar margar, og flestar kunnar áður: Efling ræktunarinnar með nægi- legu fé og hagkvæmum lánskjör- um. Heppileg úrlausn húsbygg- ingamálsins. Auknar og bættar samgöngur á sjó og landi. Fyrir háttv. Alþingi liggur ekkert annað starf þjóðnýtara og bráð- nauðsynlegra en einmitt þetta. Til sameiginlegra þjóðarheilla þarf hér að nást fult jafnvægi, og það sem fyrst! — Teljum vér óefað, að útvegsmönnum sé það fyllilega ljóst, að með þvi að rétta landbúnaðinum styrka bróðurhönd til nauðsynlegrar viðreisnar, styrkja þeir einnig sjálía sig og vinna sameiginlega að þvi að leggja öflugan grund- völl að öruggri og ábyggilegri framtið þjóðarinnar. — Það er þessháttar samúð og samvinna, er á að gera oss að þjóð, far- sælli og sterkri þjóð i náinni framtið. Vér erum nú fyrst að ganga út i eldraun sjálfstæðis vors, Guð gefi, að vér stönd- umst hanal Á því veltur alt um framtfð þjóðar vorrar. — Gleðilegt Hýjar! Utan úr heimh Khöfn 29. des. 1925. Anægja yflr úrslitum fflosnlmálsins. Simað er frá London, að stjórnin í Irak hafi sent brezku stjórninni innilegt þakklætisbréf í tilefni af úrskurðinum í Mos- ulmálinu. Stórbrnni í Jiuencs Ayres. Símað er frá Buenos Ayres, að stórbruni geysi þar. Kviknaði í olíugeymi. Stjórnin hefir kallað herlið til þess að aðstoða við slökkvun, sem enn hefir ekki tekist. Ameríska pólfingið, Simað er frá New York City, að Henry Ford standi á bak við hina fyrirhuguðu pólför í marz. Er ætlunin að fljúga frá Alaska til norðurpóls og Spids- bergen. Útbúnaður er svo góður, að pólfararnir geta verið án sambands við umheiminn í 2 ár. Skaðabótagreiðslnr þjóðrerja. Simað er frá Berlín, að Þýzkaland hafi borgað banda- mönnum samtals 10 miljarða gullmörk síðan 1919. Flóðbylgjan í Kyrrahafl. Símað er frá Tokio: Örlög eyjunnar Yap enn þá ókunn. Khöfn, FB. .30 des. '25. Tyrkir banna íjölkvæni Simað er frá Konstantínopel, að ríkur Tyrki, er fengið hafði áskorun frá stjórninni að hætta kvennabúrshaldi sinu, hafi drep- ið sig og 36 frillur sinar á eitri.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.